Aukið hungur kemur ekki á óvart 13. október 2005 15:02 "Þetta kemur ekkert á óvart í sjálfu sér. Við þekkjum það af gamalli reynslu að á meðan stríðsástand varir og ekki er hægt að koma við eðlilegri hjálparstarfsemi bitnar það helst á þeim sem síst skyldi," segir Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, um skýrslu þess efnis að vannæring íraskra barna hafi aukist um tæplega helming eftir að ráðist var á landið. Í rannsókninni kemur fram að vannæring barna á aldrinum sex mánaða til fimm ára hafi aukist úr fjórum prósentum upp í 7,7 prósent. Það þýðir að um 400 þúsund írösk börn eru vannærð. Í skýrslunni segir að þessi mikla aukning komi á óvart og sé í raun illskiljanleg. "Stóra málið í þessu sambandi," segir Einar, "er að Bandaríkjamenn og stuðningsmenn þeirra vilja koma á friði og ástæðan fyrir því að það er verið að ganga á milli bols og höfuðs hryðjuverkamanna er sú að það á að halda frjálsar kosningar í fyrsta skipti í landinu." Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir niðurstöður rannsóknarinnar skelfilegar því ástandið hafi verið slæmt fyrir. "Utanríkisráðherra sagði á Alþingi að hann teldi ástandið í Írak vera bærilegt og hafa batnað eftir árásina. Þessi skýrsla sýnir að þær fullyrðingar eru út í hött. Þeir sem bera ábyrgð á ástandinu verða að horfast í augu við vandann ef það á að leysa hann." Einar telur að skýrslan stangist ekki á við það sem kom fram í ræðu Davíðs Oddssonar á Alþingi. "Var ástandið glæsilegt þegar yfir landinu réð maður sem fór með hermdarverkum gegn eigin þjóð, réðist inn í fullvalda ríki og eirði engum? Ég held að það sé ekki hægt að mæla hryllinginn sem því fylgdi." Ekki náðist í Davíð Oddsson utanríkisráðherra vegna málsins og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra svaraði ekki skilaboðum. Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
"Þetta kemur ekkert á óvart í sjálfu sér. Við þekkjum það af gamalli reynslu að á meðan stríðsástand varir og ekki er hægt að koma við eðlilegri hjálparstarfsemi bitnar það helst á þeim sem síst skyldi," segir Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, um skýrslu þess efnis að vannæring íraskra barna hafi aukist um tæplega helming eftir að ráðist var á landið. Í rannsókninni kemur fram að vannæring barna á aldrinum sex mánaða til fimm ára hafi aukist úr fjórum prósentum upp í 7,7 prósent. Það þýðir að um 400 þúsund írösk börn eru vannærð. Í skýrslunni segir að þessi mikla aukning komi á óvart og sé í raun illskiljanleg. "Stóra málið í þessu sambandi," segir Einar, "er að Bandaríkjamenn og stuðningsmenn þeirra vilja koma á friði og ástæðan fyrir því að það er verið að ganga á milli bols og höfuðs hryðjuverkamanna er sú að það á að halda frjálsar kosningar í fyrsta skipti í landinu." Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir niðurstöður rannsóknarinnar skelfilegar því ástandið hafi verið slæmt fyrir. "Utanríkisráðherra sagði á Alþingi að hann teldi ástandið í Írak vera bærilegt og hafa batnað eftir árásina. Þessi skýrsla sýnir að þær fullyrðingar eru út í hött. Þeir sem bera ábyrgð á ástandinu verða að horfast í augu við vandann ef það á að leysa hann." Einar telur að skýrslan stangist ekki á við það sem kom fram í ræðu Davíðs Oddssonar á Alþingi. "Var ástandið glæsilegt þegar yfir landinu réð maður sem fór með hermdarverkum gegn eigin þjóð, réðist inn í fullvalda ríki og eirði engum? Ég held að það sé ekki hægt að mæla hryllinginn sem því fylgdi." Ekki náðist í Davíð Oddsson utanríkisráðherra vegna málsins og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra svaraði ekki skilaboðum.
Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira