Friður er stríð 21. nóvember 2004 00:01 Fyrir skömmu rifjaði ég það upp í þessum pistlum að grunnurinn að utanríkisstefnu íslenska lýðveldisins var lagður á 5. áratugnum. Fyrst með því að Alþingi hafnaði því vorið 1945 að Ísland gengi að því skilyrði að lýsa stríði á hendur Þjóðverjum og Japönum til þess að geta gerst stofnaðili að S.þ. Árið eftir samþykkti Alþingi hins vegar með atkvæðagreiðslu að æskja inngöngu, enda hafði þá fyrrnefnt skilyrði verið fellt brott. Þegar Ísland gekk í NATO í mars 1949 viðurkenndu Bandaríkjamenn fjóra fyrirvara sem Ísland setti. Einn af þeim var "að viðurkennt væri, að Ísland hefði engan her og ætlaði ekki að stofna her". Þessi atriði voru hornsteinn utanríkisstefnu Íslendinga í nærfellt hálfa öld. Framlag Íslendinga til varna þessa heimshluta á tímum kaldastríðsins var að leggja fram land og aðstöðu fyrir bandarískan liðsafla, sem hingað kom samkvæmt tvíhliða samningi við Bandaríkin í júlí 1951. Ísland setti þó, eins og önnur lönd, hagsmuni sína ofar "vináttu" og tryggð við málstað forysturíkja bandalagsþjóðanna, enda hagsmunirnir ærnir bæði við útfærslu fiskveiðilögsögunnar og viðhald víðtækra viðskipta við Austurblokkina, meðan markaðir V- Evrópu voru okkur lokaðir. Guðni Th. Jóhannesson rakti nýlega nokkur dæmi þessa í fyrirlestri. Svo rammt kvað að þessari sjálfstæðu utanríkisstefnu Íslendinga, að þeir áunnu sér viðurnefnið "hinn tregi bandamaður" í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. (Nú erum við sennilega kallaðir þar "hinir fúsu meðreiðarsveinar"). Er þar með fallin sú röksemd leiðarahöfundar Morgunblaðsins, að Ísland hafi ávallt staðið þétt við hlið Bandaríkjanna, og aldrei þéttar en þegar umheimurinn sneri við þeim baki. Þannig leið allt kalda stríðið á enda án þess að Íslendingar þyrftu að taka þátt í hernaðaraðgerðum. Í pistli Davíðs Loga Sigurðssonar í Morgunblaðinu sl. fimmtudag ber hann Val Ingimundarson fyrir því að árið 1993 hafi hafist "stigbundið ferli" með því að senda nokkra Íslendinga til Bosníu. Þrýstingur hafi aukist 1997 um aukin framlög til NATO. "Stofnun íslensku friðargæslunnar svonefndu árið 2001 hafi verið næsta skrefið, en verkefnavalið hafi verið hálftilviljunarkennt og starfsemin frekar óskýr". Þetta er vægt orðalag á því, að sá eða þeir, sem þessa ákvörðun tóku vissu ekkert í sinn haus, höfðu ekki hugmynd um hvað þeir voru að ana út í, spurðu engan ráða, og var mest í mun að forðast opinberar umræður um þessa meiriháttar breytingu á utanríkisstefnunni. Næst er tekin ákvörðun á NATO-leiðtogafundinum í Prag 2002 um að Íslendingar mundu taka að sér flugvöllinn í Pristina í Kosovo og leggja til leiguflugvélar til herflutninga. Þessi ákvörðun var tekin á staðnum án þess að bera undir utanríkismálanefnd Alþingis. En í utanríkisráðuneytinu eru menn ekki alveg lausir við hugmyndaflug. Því er gefinn laus taumurinn þegar þarf að dulbúa gerðir þess. Davíð Logi heldur áfram: "Eins og Íslendingum er lagið eru menn líka að reyna að slá margar flugur í einu höggi; menn stofna Íslensku friðargæsluna til að "dulbúa" aukin framlög til NATO, komast hinsvegar einnig upp með að telja framlög til friðargæslunnar til þróunaraðstoðar. (Þetta hafa menn fengið uppáskrifað hjá OECD af því að um borgaralega starfsmenn hefur verið að ræða". Valur bendir hins vegar á í því sambandi að Norðmenn telja sína friðargæslu með til þróunaraðstoðar; sem þó er 0,9% meðan okkar er aðeins 0,19% af þjóðarframleiðslu nú í ár með friðargæslunni meðtalinni)"(!) Hér er semsé móðgun bætt við meingjörð með því að hafa bókhaldsleg endaskipti á hlutunum og færa hernaðarbrölt undir friðargæslu! Og hvað er svo unnið við þetta? Í augun á hverjum er verið að slá ryki? Að sjálfsögðu okkur Íslendingum. En aukin sýndarframlög til friðargæslunnar eru talin til þess fallin að mati manna, að styrkja stöðu Íslands varðandi framboð til sætis í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. "Þetta þrennt hangir allt saman", segir Valur Ingimundarson, "þó ég efist reyndar um að einhver þaulskipulögð og samhæfð áætlun liggi hér að baki". Líklegast er full ástæða til að taka undir þessi orð Vals. Sennilega er sami lopaheilinn á bak við allar þessar ráðagerðir. Það breytir ekki því að samkvæmt 24. grein núverandi þingskaparlaga skal "Utanríkismálanefnd vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiriháttar utanríkismál, enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum". Það hefur ekki verið gert við þessa kúvendingu á utanríkisstefnu þjóðarinnar. Er nú tími til kominn að Alþingi rísi upp og krefjist réttar síns úr höndum þeirra, sem hafa sýnt því fullkomna fyrirlitningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Hannibalsson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun
Fyrir skömmu rifjaði ég það upp í þessum pistlum að grunnurinn að utanríkisstefnu íslenska lýðveldisins var lagður á 5. áratugnum. Fyrst með því að Alþingi hafnaði því vorið 1945 að Ísland gengi að því skilyrði að lýsa stríði á hendur Þjóðverjum og Japönum til þess að geta gerst stofnaðili að S.þ. Árið eftir samþykkti Alþingi hins vegar með atkvæðagreiðslu að æskja inngöngu, enda hafði þá fyrrnefnt skilyrði verið fellt brott. Þegar Ísland gekk í NATO í mars 1949 viðurkenndu Bandaríkjamenn fjóra fyrirvara sem Ísland setti. Einn af þeim var "að viðurkennt væri, að Ísland hefði engan her og ætlaði ekki að stofna her". Þessi atriði voru hornsteinn utanríkisstefnu Íslendinga í nærfellt hálfa öld. Framlag Íslendinga til varna þessa heimshluta á tímum kaldastríðsins var að leggja fram land og aðstöðu fyrir bandarískan liðsafla, sem hingað kom samkvæmt tvíhliða samningi við Bandaríkin í júlí 1951. Ísland setti þó, eins og önnur lönd, hagsmuni sína ofar "vináttu" og tryggð við málstað forysturíkja bandalagsþjóðanna, enda hagsmunirnir ærnir bæði við útfærslu fiskveiðilögsögunnar og viðhald víðtækra viðskipta við Austurblokkina, meðan markaðir V- Evrópu voru okkur lokaðir. Guðni Th. Jóhannesson rakti nýlega nokkur dæmi þessa í fyrirlestri. Svo rammt kvað að þessari sjálfstæðu utanríkisstefnu Íslendinga, að þeir áunnu sér viðurnefnið "hinn tregi bandamaður" í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. (Nú erum við sennilega kallaðir þar "hinir fúsu meðreiðarsveinar"). Er þar með fallin sú röksemd leiðarahöfundar Morgunblaðsins, að Ísland hafi ávallt staðið þétt við hlið Bandaríkjanna, og aldrei þéttar en þegar umheimurinn sneri við þeim baki. Þannig leið allt kalda stríðið á enda án þess að Íslendingar þyrftu að taka þátt í hernaðaraðgerðum. Í pistli Davíðs Loga Sigurðssonar í Morgunblaðinu sl. fimmtudag ber hann Val Ingimundarson fyrir því að árið 1993 hafi hafist "stigbundið ferli" með því að senda nokkra Íslendinga til Bosníu. Þrýstingur hafi aukist 1997 um aukin framlög til NATO. "Stofnun íslensku friðargæslunnar svonefndu árið 2001 hafi verið næsta skrefið, en verkefnavalið hafi verið hálftilviljunarkennt og starfsemin frekar óskýr". Þetta er vægt orðalag á því, að sá eða þeir, sem þessa ákvörðun tóku vissu ekkert í sinn haus, höfðu ekki hugmynd um hvað þeir voru að ana út í, spurðu engan ráða, og var mest í mun að forðast opinberar umræður um þessa meiriháttar breytingu á utanríkisstefnunni. Næst er tekin ákvörðun á NATO-leiðtogafundinum í Prag 2002 um að Íslendingar mundu taka að sér flugvöllinn í Pristina í Kosovo og leggja til leiguflugvélar til herflutninga. Þessi ákvörðun var tekin á staðnum án þess að bera undir utanríkismálanefnd Alþingis. En í utanríkisráðuneytinu eru menn ekki alveg lausir við hugmyndaflug. Því er gefinn laus taumurinn þegar þarf að dulbúa gerðir þess. Davíð Logi heldur áfram: "Eins og Íslendingum er lagið eru menn líka að reyna að slá margar flugur í einu höggi; menn stofna Íslensku friðargæsluna til að "dulbúa" aukin framlög til NATO, komast hinsvegar einnig upp með að telja framlög til friðargæslunnar til þróunaraðstoðar. (Þetta hafa menn fengið uppáskrifað hjá OECD af því að um borgaralega starfsmenn hefur verið að ræða". Valur bendir hins vegar á í því sambandi að Norðmenn telja sína friðargæslu með til þróunaraðstoðar; sem þó er 0,9% meðan okkar er aðeins 0,19% af þjóðarframleiðslu nú í ár með friðargæslunni meðtalinni)"(!) Hér er semsé móðgun bætt við meingjörð með því að hafa bókhaldsleg endaskipti á hlutunum og færa hernaðarbrölt undir friðargæslu! Og hvað er svo unnið við þetta? Í augun á hverjum er verið að slá ryki? Að sjálfsögðu okkur Íslendingum. En aukin sýndarframlög til friðargæslunnar eru talin til þess fallin að mati manna, að styrkja stöðu Íslands varðandi framboð til sætis í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. "Þetta þrennt hangir allt saman", segir Valur Ingimundarson, "þó ég efist reyndar um að einhver þaulskipulögð og samhæfð áætlun liggi hér að baki". Líklegast er full ástæða til að taka undir þessi orð Vals. Sennilega er sami lopaheilinn á bak við allar þessar ráðagerðir. Það breytir ekki því að samkvæmt 24. grein núverandi þingskaparlaga skal "Utanríkismálanefnd vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiriháttar utanríkismál, enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum". Það hefur ekki verið gert við þessa kúvendingu á utanríkisstefnu þjóðarinnar. Er nú tími til kominn að Alþingi rísi upp og krefjist réttar síns úr höndum þeirra, sem hafa sýnt því fullkomna fyrirlitningu.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun