Skemmtilegast á uppboðum 19. nóvember 2004 00:01 Jeppapartasala Þórðar á Tangarhöfða 2 er rúmlega tuttugu ára gamalt fyrirtæki. Björgvin Guðmundsson hefur starfað þar í átta ár og eignaðist fyrirtækið fyrir tveimur árum. Hann er mest einn að bardúsa en nýtur þó góðrar aðstoðar konu og sona. "Frúin er vakin og sofin yfir þessu og leysir mig af þegar með þarf og svo erum við að ala upp efnilega partasala," segir Björgvin hlæjandi. Björgvin sérhæfir sig í starfinu og kveðst aðallega versla með varahluti í japanska jeppa. "Ég er mest með í Nissan- og Suzuki- jeppana. Þetta hefur þróast út í það." En hvar fær hann þessa varahluti? "Ég kaupi bíla sem lenda í tjónum, ríf þá niður og sel úr þeim stykkin hvert og eitt," segir hann og kveðst ekki rétta boddýin en reyna að koma öðru í verð. Hann vill ekki gefa upp hvaða varahlutir séu vinsælastir! "Allt getur bilað en það er ekkert eitt stykki öðrum fremur," segir hann yfirvegaður. Hvað skyldi honum svo þykja skemmtilegast við þetta starf. "Ja, þetta er auðvitað eins og hver önnur vinna. Kannski er einna mest spennandi að fylgjast með uppboðunum, pæla í því sem þar er að finna og bjóða svo í, í kapp við aðra partasala. Því þótt við þekkjumst og bendum hver á annan ef við eigum ekki sjálfir það sem viðskiptavininn vantar þá yfirbjóðum við hvern annan óspart á uppboðunum." Samráð? "Nei," segir hann hlæjandi. "Hjá okkur er ekki um neitt ólöglegt samráð að ræða." Bílar Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Jeppapartasala Þórðar á Tangarhöfða 2 er rúmlega tuttugu ára gamalt fyrirtæki. Björgvin Guðmundsson hefur starfað þar í átta ár og eignaðist fyrirtækið fyrir tveimur árum. Hann er mest einn að bardúsa en nýtur þó góðrar aðstoðar konu og sona. "Frúin er vakin og sofin yfir þessu og leysir mig af þegar með þarf og svo erum við að ala upp efnilega partasala," segir Björgvin hlæjandi. Björgvin sérhæfir sig í starfinu og kveðst aðallega versla með varahluti í japanska jeppa. "Ég er mest með í Nissan- og Suzuki- jeppana. Þetta hefur þróast út í það." En hvar fær hann þessa varahluti? "Ég kaupi bíla sem lenda í tjónum, ríf þá niður og sel úr þeim stykkin hvert og eitt," segir hann og kveðst ekki rétta boddýin en reyna að koma öðru í verð. Hann vill ekki gefa upp hvaða varahlutir séu vinsælastir! "Allt getur bilað en það er ekkert eitt stykki öðrum fremur," segir hann yfirvegaður. Hvað skyldi honum svo þykja skemmtilegast við þetta starf. "Ja, þetta er auðvitað eins og hver önnur vinna. Kannski er einna mest spennandi að fylgjast með uppboðunum, pæla í því sem þar er að finna og bjóða svo í, í kapp við aðra partasala. Því þótt við þekkjumst og bendum hver á annan ef við eigum ekki sjálfir það sem viðskiptavininn vantar þá yfirbjóðum við hvern annan óspart á uppboðunum." Samráð? "Nei," segir hann hlæjandi. "Hjá okkur er ekki um neitt ólöglegt samráð að ræða."
Bílar Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira