Innlent

Afnám eignarskatts einstaklinga

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp sem felur í sér 4% lækkun tekjuskatts einstaklinga, afnám eignarskatts á einstaklinga og fyrirtæki og tæplega helmings hækkun barnabóta. Þessi ákvörðun er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Gert er ráð fyrir að þessar breytingar komi til framkvæmda í áföngum á árunum 2005-2007. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Með hliðsjón af horfum í efnahagsmálum og tímasetningu stóriðjuframkvæmda er jafnframt miðað við að meginþungi tekjuskattslækkunarinnar komi til framkvæmda á árinu 2007. Í tilkynningunni segir að aðhaldssöm stefna í ríkisfjármálum sé mikilvæg forsenda þessara aðgerða enda brýnt að varðveita efnahagslegan stöðugleika.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×