Greiddu fyrir vegtyllurnar 12. nóvember 2004 00:01 Unnur Stefánsdóttir, gjaldkeri Framsóknarflokksins áranna 1992 til 2000, setti sig í samband við alla framsóknarmenn sem beint eða óbeint voru í starfi á vegum flokksins og óskaði eftir því að þeir greiddu ákveðna upphæð mánaðarlega. Venjulega var miðað við 5.000 krónur á mánuði en greiðslurnar gátu farið allt niður í 400 krónur, sérstaklega ef um stöður með lægri launum var að ræða. Þetta var gert með samþykki og í samstarfi við formanninn Halldór Ásgrímsson. Unnur segir að innheimtan hafi verið erfið, jafnvel hjá hörðustu framsóknarmönnum, og margir þeirra hafi ekki viljað greiða þennan skatt. "Það er eitthvað sem ég þekki ekki," segir Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri. "Ég held að þetta hafi aðallega tíðkast í sveitarstjórnum og launuðum nefndum sem menn voru skipaðir í á vegum flokksins. Ég held að þannig sé þetta t.d. í Garðabæ en ég hef aldrei heyrt að menn hafi látið tíund renna til flokksins af launuðum störfum sínum. Ég er mjög undrandi að heyra það því að flokkurinn skipar að sjálfsögðu ekki í slíkar stöður." Steingrímur hefur aldrei látið tíund renna af sínum launum til flokksins, hvorki sem seðlabankastjóri né ráðherra, og hann man ekki til þess að hafa verið í launuðu nefndastarfi fyrir flokkinn síðustu áratugina. Hvað þá að þessi spurning hafi komið upp. Hann segist hins vegar alltaf hafa keypt happdrættismiða hjá flokknum. "Ég tel ekki rétt að skylda mann sem hefur menntun og fær starf, t.d. í kennslu eða skólastjórn, til að borga í flokkssjóð. Ég tel mjög óeðlilegt að hann borgi reglulega af launum sínum til flokksins nema náttúrulega að hann geri það af fúsum og frjálsum vilja," segir hann. Framsóknarflokkurinn:Gefur ekki upplýsingar "Framsóknarflokkurinn safnar fé til flokksstarfsins á meðal einstaklinga og fyrirtækja. Flokkurinn gefur hins vegar ekki upp hverjir styrkja hann, né upphæðir einstakra framlaga. Þess má jafnframt geta að hvorki þingmenn né ráðherrar flokksins hafa þær upplýsingar heldur, aðeins fjáröflunarnefnd flokksins og framkvæmdastjóri. Upplýsingar um greiðslur einstakra tegunda fyrirtækja svo sem olíufélaga eru heldur ekki gefnar upp eða heildargreiðslur fyrirtækja til flokksins." Þannig hljómar svar Sigurðar Eyþórssonar, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins, við fyrirspurn Fréttablaðsins um styrki olíufélaganna til flokksins síðustu tíu ár. Sigurður Geirdal:Borgar þegar illa stendur á Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, greiðir árgjald til Framsóknarflokksfélagsins í Kópavogi og grípur svo stöku reikninga og greiðir úr eigin vasa þegar illa stendur á hjá flokknum. Bæjarfulltrúar og fulltrúar flokksins í nefndum hafa aldrei greitt ákveðinn hlurta af launum sínum til flokksins. Sigurður segir að það hafi komið til umræðu en aldrei til framkvæmda. "Félagsmenn borga árgjald og það eru ekki stórir peningar. Það er helst fyrir kosningar að félagsmönnum er skrifað og þeir beðnir um að leggja í kosningasjóð," segir Sigurður. "Þegar kemur að kosningum er auglýst að öll framlög séu vel þegin og við fáum styrk frá óteljandi aðilum. Við gefum líka út blað og menn eru þá sprækari að auglýsa þannig að blaðið er gefið út með hagnaði. En hjá smáfuglunum gerir margt smátt eitt stórt. Við björgum okkur á því." Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Unnur Stefánsdóttir, gjaldkeri Framsóknarflokksins áranna 1992 til 2000, setti sig í samband við alla framsóknarmenn sem beint eða óbeint voru í starfi á vegum flokksins og óskaði eftir því að þeir greiddu ákveðna upphæð mánaðarlega. Venjulega var miðað við 5.000 krónur á mánuði en greiðslurnar gátu farið allt niður í 400 krónur, sérstaklega ef um stöður með lægri launum var að ræða. Þetta var gert með samþykki og í samstarfi við formanninn Halldór Ásgrímsson. Unnur segir að innheimtan hafi verið erfið, jafnvel hjá hörðustu framsóknarmönnum, og margir þeirra hafi ekki viljað greiða þennan skatt. "Það er eitthvað sem ég þekki ekki," segir Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri. "Ég held að þetta hafi aðallega tíðkast í sveitarstjórnum og launuðum nefndum sem menn voru skipaðir í á vegum flokksins. Ég held að þannig sé þetta t.d. í Garðabæ en ég hef aldrei heyrt að menn hafi látið tíund renna til flokksins af launuðum störfum sínum. Ég er mjög undrandi að heyra það því að flokkurinn skipar að sjálfsögðu ekki í slíkar stöður." Steingrímur hefur aldrei látið tíund renna af sínum launum til flokksins, hvorki sem seðlabankastjóri né ráðherra, og hann man ekki til þess að hafa verið í launuðu nefndastarfi fyrir flokkinn síðustu áratugina. Hvað þá að þessi spurning hafi komið upp. Hann segist hins vegar alltaf hafa keypt happdrættismiða hjá flokknum. "Ég tel ekki rétt að skylda mann sem hefur menntun og fær starf, t.d. í kennslu eða skólastjórn, til að borga í flokkssjóð. Ég tel mjög óeðlilegt að hann borgi reglulega af launum sínum til flokksins nema náttúrulega að hann geri það af fúsum og frjálsum vilja," segir hann. Framsóknarflokkurinn:Gefur ekki upplýsingar "Framsóknarflokkurinn safnar fé til flokksstarfsins á meðal einstaklinga og fyrirtækja. Flokkurinn gefur hins vegar ekki upp hverjir styrkja hann, né upphæðir einstakra framlaga. Þess má jafnframt geta að hvorki þingmenn né ráðherrar flokksins hafa þær upplýsingar heldur, aðeins fjáröflunarnefnd flokksins og framkvæmdastjóri. Upplýsingar um greiðslur einstakra tegunda fyrirtækja svo sem olíufélaga eru heldur ekki gefnar upp eða heildargreiðslur fyrirtækja til flokksins." Þannig hljómar svar Sigurðar Eyþórssonar, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins, við fyrirspurn Fréttablaðsins um styrki olíufélaganna til flokksins síðustu tíu ár. Sigurður Geirdal:Borgar þegar illa stendur á Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, greiðir árgjald til Framsóknarflokksfélagsins í Kópavogi og grípur svo stöku reikninga og greiðir úr eigin vasa þegar illa stendur á hjá flokknum. Bæjarfulltrúar og fulltrúar flokksins í nefndum hafa aldrei greitt ákveðinn hlurta af launum sínum til flokksins. Sigurður segir að það hafi komið til umræðu en aldrei til framkvæmda. "Félagsmenn borga árgjald og það eru ekki stórir peningar. Það er helst fyrir kosningar að félagsmönnum er skrifað og þeir beðnir um að leggja í kosningasjóð," segir Sigurður. "Þegar kemur að kosningum er auglýst að öll framlög séu vel þegin og við fáum styrk frá óteljandi aðilum. Við gefum líka út blað og menn eru þá sprækari að auglýsa þannig að blaðið er gefið út með hagnaði. En hjá smáfuglunum gerir margt smátt eitt stórt. Við björgum okkur á því."
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira