Skoðanir um íslenska búninginn 11. nóvember 2004 00:01 "Íslenskir þjóðbúningar eru allt of dýrir. Ég tel að það verði að hanna nýjan, fallegan búning sem auðveldara verði fyrir nútímakonur að eignast. Þjóðbúningarnir hafa þróast í gegnum aldirnar og við eigum alveg rétt á því að koma með eitthvað nýtt á 21. öldinni." Þetta segir Vigdís Ágústsdóttir, sem vill láta titla sig "húsmóður í Vesturbænum" og það á líka alveg ágætlega við. Hún óttast að notkun íslenska búningsins falli endanlega niður ef áfram verði fylgt þeirri stefnu að engu megi breyta í sambandi við hann og leggur til að efnt verði til hugmyndasamkeppni um nýjan búning sem taki mið af hefðinni. "Mér finnst það ótækt að það skuli kosta hátt í milljón að koma sér upp íslenskum búningi og að það þurfi að sérsauma hann að öllu leyti, meira og minna í höndunum," segir hún og sér fyrir sér að auðvelt sé að fjöldaframleiða skyrtur og svuntur og selja í hefðbundnum númerum. Samt er hún ekki að leggja til að eldri búningum verði lagt eða vinnubrögð við þá lögð niður, heldur að nýr búningur komi upp að hlið þeirra og ber slíkt saman við viðbygginguna við hið forna Alþingishús. Þegar Vigdís var að alast upp hér á höfuðborgarsvæðinu segir hún það einkum hafa verið utanbæjarkonur sem hún sá á íslenskum búningum en borgarfrúrnar hafi frekar haldið sig við nýjustu kjólatísku. "Það var vinnukona úr sveit hjá foreldrum mínum sem átti bæði peysuföt og upphlut og mér fannst hún alltaf fínust af öllum þegar fólk var komið í sparifötin. Henni þótti sjálfri meira til peysufatanna koma. Upphluturinn var vinnufatnaður kvenna fyrrum og ég veit ekki hvenær þær breytingar urðu á verðgildi hans sem orðið hafa. Nú er hann orðinn dýrastur af öllu því honum fylgir svo mikið skart," segir Vigdís. Hún er á þeirri skoðun að óhætt sé að breyta aðeins til og sleppa því einstaka sinnum að setja upp skotthúfuna ef hárið er fallegt og henni finnst líka tilbreyting að vera stundum svuntulaus. "Ég er samt á móti því að nota bara upphlutinn sjálfan við einhvern kjól. Það finnst mér of langt gengið," segir hún. Bendir samt á að þróun íslenska búningsins sé eðlileg og sjálfsögð. "Við verðum að laga hann að nútímanum og gera hann áhugaverðan og aðgengilegan fyrir ungu stúlkurnar," segir hún.Hólkurinn hennar Vigdísar var sérsmíðaður fyrir hana og hún lét skreyta hann með íslenskum blómum. Fleiri Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
"Íslenskir þjóðbúningar eru allt of dýrir. Ég tel að það verði að hanna nýjan, fallegan búning sem auðveldara verði fyrir nútímakonur að eignast. Þjóðbúningarnir hafa þróast í gegnum aldirnar og við eigum alveg rétt á því að koma með eitthvað nýtt á 21. öldinni." Þetta segir Vigdís Ágústsdóttir, sem vill láta titla sig "húsmóður í Vesturbænum" og það á líka alveg ágætlega við. Hún óttast að notkun íslenska búningsins falli endanlega niður ef áfram verði fylgt þeirri stefnu að engu megi breyta í sambandi við hann og leggur til að efnt verði til hugmyndasamkeppni um nýjan búning sem taki mið af hefðinni. "Mér finnst það ótækt að það skuli kosta hátt í milljón að koma sér upp íslenskum búningi og að það þurfi að sérsauma hann að öllu leyti, meira og minna í höndunum," segir hún og sér fyrir sér að auðvelt sé að fjöldaframleiða skyrtur og svuntur og selja í hefðbundnum númerum. Samt er hún ekki að leggja til að eldri búningum verði lagt eða vinnubrögð við þá lögð niður, heldur að nýr búningur komi upp að hlið þeirra og ber slíkt saman við viðbygginguna við hið forna Alþingishús. Þegar Vigdís var að alast upp hér á höfuðborgarsvæðinu segir hún það einkum hafa verið utanbæjarkonur sem hún sá á íslenskum búningum en borgarfrúrnar hafi frekar haldið sig við nýjustu kjólatísku. "Það var vinnukona úr sveit hjá foreldrum mínum sem átti bæði peysuföt og upphlut og mér fannst hún alltaf fínust af öllum þegar fólk var komið í sparifötin. Henni þótti sjálfri meira til peysufatanna koma. Upphluturinn var vinnufatnaður kvenna fyrrum og ég veit ekki hvenær þær breytingar urðu á verðgildi hans sem orðið hafa. Nú er hann orðinn dýrastur af öllu því honum fylgir svo mikið skart," segir Vigdís. Hún er á þeirri skoðun að óhætt sé að breyta aðeins til og sleppa því einstaka sinnum að setja upp skotthúfuna ef hárið er fallegt og henni finnst líka tilbreyting að vera stundum svuntulaus. "Ég er samt á móti því að nota bara upphlutinn sjálfan við einhvern kjól. Það finnst mér of langt gengið," segir hún. Bendir samt á að þróun íslenska búningsins sé eðlileg og sjálfsögð. "Við verðum að laga hann að nútímanum og gera hann áhugaverðan og aðgengilegan fyrir ungu stúlkurnar," segir hún.Hólkurinn hennar Vigdísar var sérsmíðaður fyrir hana og hún lét skreyta hann með íslenskum blómum. Fleiri
Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira