Vilja engin samskipti 8. nóvember 2004 00:01 Olíufélagið Essó tilkynnti í gær um breytingar sem ætlaðar eru til að koma í veg fyrir grunsemdir um óeðilegt samstarf olíufélaganna. Í tilkynningu er þátttaka félagsins í samráði íslenskra olíufélaga hörmuð og beðist velvirðingar. Fulltrúar Essó í Olíudreifingu ehf. sögðu sig úr stjórn og verða utanaðkomandi stjórnarmenn skipaðir. Olíudreifing er í eigu Essó (60 prósent) og Olís (40 prósent) og sér um birgðahald og dreifingu á bensíni og olíu á bensínstöðvar félaganna. Essó mun þó ekki selja hlut sinn í Olíudreifingu og gerir Hjörleifur Jakobsson forstjóri ráð fyrir að félagið notist áfram við þjónustu Olíudreifingar. "Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því rannsóknin hófst fyrir þremur árum. Það eru komnir nýir eigendur, ný stjórn og nýir stjórnendur. Við teljum okkur hafa verið að vinna innan ramma samkeppnislaganna undanfarin ár en það er ljóst að trú almennings á því er takmörkuð. Við lítum svo á að þetta sé næsta skrefið í að byggja upp trúnað við fólkið í landinu og okkar viðskiptavini," segir Hjörleifur. Hann segir að með nýjum verklagsreglum sé gengið að ítrustu kröfum samkeppnisráðs og jafnvel lengra. "Auðvitað hefðum við getað reynt að fresta þessari ákvörðun en kjósum að grípa til þessara aðgerða nú þegar." Essó hefur einnig ákveðið að hætta einhliða samstarfi um rekstur nokkurra bensínstöðva á landsbyggðinni. "Við ákváðum að við tækjum þessar stöðvar yfir einhliða. Við tókum niður flöggin á þessum stöðvum og ætlum að reka þær sjálfir. Auðvitað gerum við okkur grein fyrir því að þetta getur leitt til skaðabótakröfu af hendi hinna félaganna en við tökum á því þegar þar að kemur," segir Hjörleifur. Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, segir að verklagsreglur Essó séu í samræmi við úrskurð samkeppnisráðs og að Skeljungur fagni því að dregið hafi verið úr samstarfinu. "Við fögnum því mjög að losna út úr þessu samstarfi," segir hann. Hann undrast að ekki skuli vera tekið á málefnum Olíudreifingar ehf. "Eftir stendur að Essó og Olís ætla að vinna áfram saman í Olíudreifingu og þar sem þessir tveir aðilar ráða yfir 60 til 70 prósentum af markaðinum og reka saman birgðahald, dreifingu og innkaup verður seint eðlileg samkeppni á þessum markaði meðan þessu er svona háttað," segir Gunnar. Samráð olíufélaga Viðskipti Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Olíufélagið Essó tilkynnti í gær um breytingar sem ætlaðar eru til að koma í veg fyrir grunsemdir um óeðilegt samstarf olíufélaganna. Í tilkynningu er þátttaka félagsins í samráði íslenskra olíufélaga hörmuð og beðist velvirðingar. Fulltrúar Essó í Olíudreifingu ehf. sögðu sig úr stjórn og verða utanaðkomandi stjórnarmenn skipaðir. Olíudreifing er í eigu Essó (60 prósent) og Olís (40 prósent) og sér um birgðahald og dreifingu á bensíni og olíu á bensínstöðvar félaganna. Essó mun þó ekki selja hlut sinn í Olíudreifingu og gerir Hjörleifur Jakobsson forstjóri ráð fyrir að félagið notist áfram við þjónustu Olíudreifingar. "Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því rannsóknin hófst fyrir þremur árum. Það eru komnir nýir eigendur, ný stjórn og nýir stjórnendur. Við teljum okkur hafa verið að vinna innan ramma samkeppnislaganna undanfarin ár en það er ljóst að trú almennings á því er takmörkuð. Við lítum svo á að þetta sé næsta skrefið í að byggja upp trúnað við fólkið í landinu og okkar viðskiptavini," segir Hjörleifur. Hann segir að með nýjum verklagsreglum sé gengið að ítrustu kröfum samkeppnisráðs og jafnvel lengra. "Auðvitað hefðum við getað reynt að fresta þessari ákvörðun en kjósum að grípa til þessara aðgerða nú þegar." Essó hefur einnig ákveðið að hætta einhliða samstarfi um rekstur nokkurra bensínstöðva á landsbyggðinni. "Við ákváðum að við tækjum þessar stöðvar yfir einhliða. Við tókum niður flöggin á þessum stöðvum og ætlum að reka þær sjálfir. Auðvitað gerum við okkur grein fyrir því að þetta getur leitt til skaðabótakröfu af hendi hinna félaganna en við tökum á því þegar þar að kemur," segir Hjörleifur. Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, segir að verklagsreglur Essó séu í samræmi við úrskurð samkeppnisráðs og að Skeljungur fagni því að dregið hafi verið úr samstarfinu. "Við fögnum því mjög að losna út úr þessu samstarfi," segir hann. Hann undrast að ekki skuli vera tekið á málefnum Olíudreifingar ehf. "Eftir stendur að Essó og Olís ætla að vinna áfram saman í Olíudreifingu og þar sem þessir tveir aðilar ráða yfir 60 til 70 prósentum af markaðinum og reka saman birgðahald, dreifingu og innkaup verður seint eðlileg samkeppni á þessum markaði meðan þessu er svona háttað," segir Gunnar.
Samráð olíufélaga Viðskipti Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira