Sprengjum rigndi yfir Falluja 8. nóvember 2004 00:01 Bandarískir og íraskir hermenn réðust til atlögu gegn vígamönnum í Falluja í gær. Meira en fjögur þúsund hermenn brutu sér leið inn í útjaðar borgarinnar þar sem þeir náðu tveimur brúm og helsta sjúkrahúsi borgarinnar næsta auðveldlega á sitt vald áður en þeir lentu í hörðum bardögum við vígamenn. Síðar um daginn náðu bandarískar hersveitir lestarstöð borgarinnar á sitt vald. Stærstur hluti borgarbúa, allt að 80 til 90 prósent, er talinn hafa flúið borgina að undanförnu af ótta við bardagana. Bandaríkjamenn héldu uppi miklum loftárásum og stórskotaliðssveitir þeirra létu sprengjum rigna yfir Falluja eftir að Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, samþykkti árásina og setti útgöngubann í borginni. "Fólkið í Falluja hefur verið hneppt í gíslingu, líkt og fólkið í Samarra, og þið verðið að frelsa það," sagði Allawi þegar hann ávarpaði hermenn fyrir orrustuna um Falluja. "Ykkar starf er að handtaka morðingjana en ef þið verðið að drepa þá verður að hafa það." Starfsmaður sjúkrahúss sagði að í það minnsta tólf hefðu látist og tuttugu látist í loftárásunum. Iyad Allawi sagði á blaðamannafundi að 38 vígamenn hefðu fallið í bardögum nærri sjúkrahúsinu og brúnum sem íraskir og bandarískir hermenn náðu á sitt vald í gærmorgun. Þar hefðu einnig fjórir erlendir vígamenn verið handteknir. Um 20 þúsund bandarískum og íröskum hermönnum hefur verið safnað saman í nágrenni Falluja til að ganga á milli bols og höfuðs á vígamönnum. Bandaríkjaher áætlar að á milli tvö þúsund og 2.500 vígamenn séu í borginni og nágrenni hennar. Bandarískir hermenn bönnuðu öllum karlmönnum á aldrinum fimmtán til fimmtíu ára að fara inn í eða út úr Falluja og vöruðu við því að þeir sem væru á ferli ættu á hættu að verða skotnir. Konur og börn mega yfirgefa borgina en ekki snúa aftur fyrr en ró hefur verið komið á. Forsætisráðherra Íraks lokaði alþjóðaflugvellinum í Bagdad fyrir almennri umferð í tvo sólarhringa vegna aðgerða í Falluja og lokaði landamærunum að Jórdaníu og Sýrlandi fyrir öllum nema flutningabílum hlöðnum matvælum. Hann lýsti á sama tíma yfir útgöngubanni í Falluja og sagði að hver sá sem væri vopnaður yrði skotinn eða handtekinn. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Bandarískir og íraskir hermenn réðust til atlögu gegn vígamönnum í Falluja í gær. Meira en fjögur þúsund hermenn brutu sér leið inn í útjaðar borgarinnar þar sem þeir náðu tveimur brúm og helsta sjúkrahúsi borgarinnar næsta auðveldlega á sitt vald áður en þeir lentu í hörðum bardögum við vígamenn. Síðar um daginn náðu bandarískar hersveitir lestarstöð borgarinnar á sitt vald. Stærstur hluti borgarbúa, allt að 80 til 90 prósent, er talinn hafa flúið borgina að undanförnu af ótta við bardagana. Bandaríkjamenn héldu uppi miklum loftárásum og stórskotaliðssveitir þeirra létu sprengjum rigna yfir Falluja eftir að Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, samþykkti árásina og setti útgöngubann í borginni. "Fólkið í Falluja hefur verið hneppt í gíslingu, líkt og fólkið í Samarra, og þið verðið að frelsa það," sagði Allawi þegar hann ávarpaði hermenn fyrir orrustuna um Falluja. "Ykkar starf er að handtaka morðingjana en ef þið verðið að drepa þá verður að hafa það." Starfsmaður sjúkrahúss sagði að í það minnsta tólf hefðu látist og tuttugu látist í loftárásunum. Iyad Allawi sagði á blaðamannafundi að 38 vígamenn hefðu fallið í bardögum nærri sjúkrahúsinu og brúnum sem íraskir og bandarískir hermenn náðu á sitt vald í gærmorgun. Þar hefðu einnig fjórir erlendir vígamenn verið handteknir. Um 20 þúsund bandarískum og íröskum hermönnum hefur verið safnað saman í nágrenni Falluja til að ganga á milli bols og höfuðs á vígamönnum. Bandaríkjaher áætlar að á milli tvö þúsund og 2.500 vígamenn séu í borginni og nágrenni hennar. Bandarískir hermenn bönnuðu öllum karlmönnum á aldrinum fimmtán til fimmtíu ára að fara inn í eða út úr Falluja og vöruðu við því að þeir sem væru á ferli ættu á hættu að verða skotnir. Konur og börn mega yfirgefa borgina en ekki snúa aftur fyrr en ró hefur verið komið á. Forsætisráðherra Íraks lokaði alþjóðaflugvellinum í Bagdad fyrir almennri umferð í tvo sólarhringa vegna aðgerða í Falluja og lokaði landamærunum að Jórdaníu og Sýrlandi fyrir öllum nema flutningabílum hlöðnum matvælum. Hann lýsti á sama tíma yfir útgöngubanni í Falluja og sagði að hver sá sem væri vopnaður yrði skotinn eða handtekinn.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira