Sprengjum rigndi yfir Falluja 8. nóvember 2004 00:01 Bandarískir og íraskir hermenn réðust til atlögu gegn vígamönnum í Falluja í gær. Meira en fjögur þúsund hermenn brutu sér leið inn í útjaðar borgarinnar þar sem þeir náðu tveimur brúm og helsta sjúkrahúsi borgarinnar næsta auðveldlega á sitt vald áður en þeir lentu í hörðum bardögum við vígamenn. Síðar um daginn náðu bandarískar hersveitir lestarstöð borgarinnar á sitt vald. Stærstur hluti borgarbúa, allt að 80 til 90 prósent, er talinn hafa flúið borgina að undanförnu af ótta við bardagana. Bandaríkjamenn héldu uppi miklum loftárásum og stórskotaliðssveitir þeirra létu sprengjum rigna yfir Falluja eftir að Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, samþykkti árásina og setti útgöngubann í borginni. "Fólkið í Falluja hefur verið hneppt í gíslingu, líkt og fólkið í Samarra, og þið verðið að frelsa það," sagði Allawi þegar hann ávarpaði hermenn fyrir orrustuna um Falluja. "Ykkar starf er að handtaka morðingjana en ef þið verðið að drepa þá verður að hafa það." Starfsmaður sjúkrahúss sagði að í það minnsta tólf hefðu látist og tuttugu látist í loftárásunum. Iyad Allawi sagði á blaðamannafundi að 38 vígamenn hefðu fallið í bardögum nærri sjúkrahúsinu og brúnum sem íraskir og bandarískir hermenn náðu á sitt vald í gærmorgun. Þar hefðu einnig fjórir erlendir vígamenn verið handteknir. Um 20 þúsund bandarískum og íröskum hermönnum hefur verið safnað saman í nágrenni Falluja til að ganga á milli bols og höfuðs á vígamönnum. Bandaríkjaher áætlar að á milli tvö þúsund og 2.500 vígamenn séu í borginni og nágrenni hennar. Bandarískir hermenn bönnuðu öllum karlmönnum á aldrinum fimmtán til fimmtíu ára að fara inn í eða út úr Falluja og vöruðu við því að þeir sem væru á ferli ættu á hættu að verða skotnir. Konur og börn mega yfirgefa borgina en ekki snúa aftur fyrr en ró hefur verið komið á. Forsætisráðherra Íraks lokaði alþjóðaflugvellinum í Bagdad fyrir almennri umferð í tvo sólarhringa vegna aðgerða í Falluja og lokaði landamærunum að Jórdaníu og Sýrlandi fyrir öllum nema flutningabílum hlöðnum matvælum. Hann lýsti á sama tíma yfir útgöngubanni í Falluja og sagði að hver sá sem væri vopnaður yrði skotinn eða handtekinn. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Bandarískir og íraskir hermenn réðust til atlögu gegn vígamönnum í Falluja í gær. Meira en fjögur þúsund hermenn brutu sér leið inn í útjaðar borgarinnar þar sem þeir náðu tveimur brúm og helsta sjúkrahúsi borgarinnar næsta auðveldlega á sitt vald áður en þeir lentu í hörðum bardögum við vígamenn. Síðar um daginn náðu bandarískar hersveitir lestarstöð borgarinnar á sitt vald. Stærstur hluti borgarbúa, allt að 80 til 90 prósent, er talinn hafa flúið borgina að undanförnu af ótta við bardagana. Bandaríkjamenn héldu uppi miklum loftárásum og stórskotaliðssveitir þeirra létu sprengjum rigna yfir Falluja eftir að Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, samþykkti árásina og setti útgöngubann í borginni. "Fólkið í Falluja hefur verið hneppt í gíslingu, líkt og fólkið í Samarra, og þið verðið að frelsa það," sagði Allawi þegar hann ávarpaði hermenn fyrir orrustuna um Falluja. "Ykkar starf er að handtaka morðingjana en ef þið verðið að drepa þá verður að hafa það." Starfsmaður sjúkrahúss sagði að í það minnsta tólf hefðu látist og tuttugu látist í loftárásunum. Iyad Allawi sagði á blaðamannafundi að 38 vígamenn hefðu fallið í bardögum nærri sjúkrahúsinu og brúnum sem íraskir og bandarískir hermenn náðu á sitt vald í gærmorgun. Þar hefðu einnig fjórir erlendir vígamenn verið handteknir. Um 20 þúsund bandarískum og íröskum hermönnum hefur verið safnað saman í nágrenni Falluja til að ganga á milli bols og höfuðs á vígamönnum. Bandaríkjaher áætlar að á milli tvö þúsund og 2.500 vígamenn séu í borginni og nágrenni hennar. Bandarískir hermenn bönnuðu öllum karlmönnum á aldrinum fimmtán til fimmtíu ára að fara inn í eða út úr Falluja og vöruðu við því að þeir sem væru á ferli ættu á hættu að verða skotnir. Konur og börn mega yfirgefa borgina en ekki snúa aftur fyrr en ró hefur verið komið á. Forsætisráðherra Íraks lokaði alþjóðaflugvellinum í Bagdad fyrir almennri umferð í tvo sólarhringa vegna aðgerða í Falluja og lokaði landamærunum að Jórdaníu og Sýrlandi fyrir öllum nema flutningabílum hlöðnum matvælum. Hann lýsti á sama tíma yfir útgöngubanni í Falluja og sagði að hver sá sem væri vopnaður yrði skotinn eða handtekinn.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira