Innlent

5 mánaða fangelsi fyrir fjársvik

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun liðlega tvítugan karlmann í fimm mánaða fangelsi fyrir fjársvik. Maðurinn var sakfelldur fyrir að svíkja út bensín fyrir tæpar 400 þúsund krónur á bensínstöðvum í Reykjavík. Þetta gerði hann eftir að hafa stolið þremur viðskiptakortum fyrirtækis í borginni. Maðurinn á, þrátt fyrir ungan aldur, langan sakaferil að baki en hann hefur þrettán sinnum verið dæmdur eða gengist undir sektir vegna margs konar afbrota. Þessi brot nú voru dæmd sem hegningarauki við aðra dóma sem síðan hafa verið kveðnir upp og var hann því dæmdur í fimm mánaða fangelsi. Í ljósi þeirra hagsmuna sem um ræðir og sakaferils mannsins þótti dómara ekki ástæða til að skilorðsbinda dóminn. Þá var hann dæmdur til að greiða fyrirtækinu, sem hann stal viðskiptakortunum frá, fullar bætur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×