Springsteen og Crowe hjá Kerry 2. nóvember 2004 00:01 Á kosningaskrifstofu John Kerry í Boston sitja hundruð sjálfboðaliða og hringja út til kjósenda í Flórída, endna ekki talin þörf á að reka á eftir heimamönnum sem munu kjósa Kerry án nokkurrar umhugsunar. Sjálfboðaliðar sem ég talaði við sögðu að hringt væri í líklega kjósendur og að það hafi komið á óvart hversu margir létu sjá sig í morgun til þess að leggja hönd á plóginn. Þeir sem komu í hádeginu voru beðnir um að taka blöð með nöfnum og símanúmerum og hringja úr farsímunum sínum. Á skrifstofunni í Boston stendur til að ná í 125 þúsund manns og reyna að koma þeim á kjörstað. Annars staðar er mest áhersla lögð á Ohio og önnur fylki þar sem munurinn er lítill. Við Boston bókasafnið er verið að undirbúa kosningavöku Kerry. Búist er við að hundruð þúsunda mæti til þess að sjá hann flytja ræðu og hlusta á Sheryl Crowe, Bruce Springsteen og fleiri tónlistarmenn sem ætla að halda stuðningsmönnunum heitum. Búast má við að færri komist að en vilji enda er öryggisgæslan gríðarleg og allir þurfa að fara í gegnum málmleitartæki áður en þeim er hleypt inn á svæðið. Öryggisgæslan var hins vegar ekki mikil á kjörstað þar sem Kerry kaus fyrir um níutíu mínútum. Fyrir einskæra heppni var hópur Íslendinga, sem ég ferðast með, beint fyrir framan kjörstað og sá frambjóðandann í miklu návígi þar sem hann fór út úr bíl sínum til að greiða atkvæði. Hann gaf sér nokkrar mínútur til að veifa stuðningsmönnum sínum og aðdáendum en hélt svo á eftirlætisveitingastað sinn til að snæða hádegisverð. En það mun vera hefð hjá honum að fara á þennan stað á kjördag. Sjálfboðaliðar eru víða á götum með spjöld til stuðnings sínum manni og andrúmsloftið í borginni spennuþrungið. Skoðanakannanir gera ráð fyrir að hnífjöfnum kosningum og ekkert hefur skilið á milli frambjóðenda á síðustu dögunum eins og stundum áður hefur verið raunin. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Á kosningaskrifstofu John Kerry í Boston sitja hundruð sjálfboðaliða og hringja út til kjósenda í Flórída, endna ekki talin þörf á að reka á eftir heimamönnum sem munu kjósa Kerry án nokkurrar umhugsunar. Sjálfboðaliðar sem ég talaði við sögðu að hringt væri í líklega kjósendur og að það hafi komið á óvart hversu margir létu sjá sig í morgun til þess að leggja hönd á plóginn. Þeir sem komu í hádeginu voru beðnir um að taka blöð með nöfnum og símanúmerum og hringja úr farsímunum sínum. Á skrifstofunni í Boston stendur til að ná í 125 þúsund manns og reyna að koma þeim á kjörstað. Annars staðar er mest áhersla lögð á Ohio og önnur fylki þar sem munurinn er lítill. Við Boston bókasafnið er verið að undirbúa kosningavöku Kerry. Búist er við að hundruð þúsunda mæti til þess að sjá hann flytja ræðu og hlusta á Sheryl Crowe, Bruce Springsteen og fleiri tónlistarmenn sem ætla að halda stuðningsmönnunum heitum. Búast má við að færri komist að en vilji enda er öryggisgæslan gríðarleg og allir þurfa að fara í gegnum málmleitartæki áður en þeim er hleypt inn á svæðið. Öryggisgæslan var hins vegar ekki mikil á kjörstað þar sem Kerry kaus fyrir um níutíu mínútum. Fyrir einskæra heppni var hópur Íslendinga, sem ég ferðast með, beint fyrir framan kjörstað og sá frambjóðandann í miklu návígi þar sem hann fór út úr bíl sínum til að greiða atkvæði. Hann gaf sér nokkrar mínútur til að veifa stuðningsmönnum sínum og aðdáendum en hélt svo á eftirlætisveitingastað sinn til að snæða hádegisverð. En það mun vera hefð hjá honum að fara á þennan stað á kjördag. Sjálfboðaliðar eru víða á götum með spjöld til stuðnings sínum manni og andrúmsloftið í borginni spennuþrungið. Skoðanakannanir gera ráð fyrir að hnífjöfnum kosningum og ekkert hefur skilið á milli frambjóðenda á síðustu dögunum eins og stundum áður hefur verið raunin.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira