Springsteen og Crowe hjá Kerry 2. nóvember 2004 00:01 Á kosningaskrifstofu John Kerry í Boston sitja hundruð sjálfboðaliða og hringja út til kjósenda í Flórída, endna ekki talin þörf á að reka á eftir heimamönnum sem munu kjósa Kerry án nokkurrar umhugsunar. Sjálfboðaliðar sem ég talaði við sögðu að hringt væri í líklega kjósendur og að það hafi komið á óvart hversu margir létu sjá sig í morgun til þess að leggja hönd á plóginn. Þeir sem komu í hádeginu voru beðnir um að taka blöð með nöfnum og símanúmerum og hringja úr farsímunum sínum. Á skrifstofunni í Boston stendur til að ná í 125 þúsund manns og reyna að koma þeim á kjörstað. Annars staðar er mest áhersla lögð á Ohio og önnur fylki þar sem munurinn er lítill. Við Boston bókasafnið er verið að undirbúa kosningavöku Kerry. Búist er við að hundruð þúsunda mæti til þess að sjá hann flytja ræðu og hlusta á Sheryl Crowe, Bruce Springsteen og fleiri tónlistarmenn sem ætla að halda stuðningsmönnunum heitum. Búast má við að færri komist að en vilji enda er öryggisgæslan gríðarleg og allir þurfa að fara í gegnum málmleitartæki áður en þeim er hleypt inn á svæðið. Öryggisgæslan var hins vegar ekki mikil á kjörstað þar sem Kerry kaus fyrir um níutíu mínútum. Fyrir einskæra heppni var hópur Íslendinga, sem ég ferðast með, beint fyrir framan kjörstað og sá frambjóðandann í miklu návígi þar sem hann fór út úr bíl sínum til að greiða atkvæði. Hann gaf sér nokkrar mínútur til að veifa stuðningsmönnum sínum og aðdáendum en hélt svo á eftirlætisveitingastað sinn til að snæða hádegisverð. En það mun vera hefð hjá honum að fara á þennan stað á kjördag. Sjálfboðaliðar eru víða á götum með spjöld til stuðnings sínum manni og andrúmsloftið í borginni spennuþrungið. Skoðanakannanir gera ráð fyrir að hnífjöfnum kosningum og ekkert hefur skilið á milli frambjóðenda á síðustu dögunum eins og stundum áður hefur verið raunin. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Sjá meira
Á kosningaskrifstofu John Kerry í Boston sitja hundruð sjálfboðaliða og hringja út til kjósenda í Flórída, endna ekki talin þörf á að reka á eftir heimamönnum sem munu kjósa Kerry án nokkurrar umhugsunar. Sjálfboðaliðar sem ég talaði við sögðu að hringt væri í líklega kjósendur og að það hafi komið á óvart hversu margir létu sjá sig í morgun til þess að leggja hönd á plóginn. Þeir sem komu í hádeginu voru beðnir um að taka blöð með nöfnum og símanúmerum og hringja úr farsímunum sínum. Á skrifstofunni í Boston stendur til að ná í 125 þúsund manns og reyna að koma þeim á kjörstað. Annars staðar er mest áhersla lögð á Ohio og önnur fylki þar sem munurinn er lítill. Við Boston bókasafnið er verið að undirbúa kosningavöku Kerry. Búist er við að hundruð þúsunda mæti til þess að sjá hann flytja ræðu og hlusta á Sheryl Crowe, Bruce Springsteen og fleiri tónlistarmenn sem ætla að halda stuðningsmönnunum heitum. Búast má við að færri komist að en vilji enda er öryggisgæslan gríðarleg og allir þurfa að fara í gegnum málmleitartæki áður en þeim er hleypt inn á svæðið. Öryggisgæslan var hins vegar ekki mikil á kjörstað þar sem Kerry kaus fyrir um níutíu mínútum. Fyrir einskæra heppni var hópur Íslendinga, sem ég ferðast með, beint fyrir framan kjörstað og sá frambjóðandann í miklu návígi þar sem hann fór út úr bíl sínum til að greiða atkvæði. Hann gaf sér nokkrar mínútur til að veifa stuðningsmönnum sínum og aðdáendum en hélt svo á eftirlætisveitingastað sinn til að snæða hádegisverð. En það mun vera hefð hjá honum að fara á þennan stað á kjördag. Sjálfboðaliðar eru víða á götum með spjöld til stuðnings sínum manni og andrúmsloftið í borginni spennuþrungið. Skoðanakannanir gera ráð fyrir að hnífjöfnum kosningum og ekkert hefur skilið á milli frambjóðenda á síðustu dögunum eins og stundum áður hefur verið raunin.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Sjá meira