Mikilvægustu kosningar sögunnar 2. nóvember 2004 00:01 Mikilvægustu kosningar í bandarískri stjórnmálasögu eru hafnar. Búist er við að metfjöldi kjósenda nýti sér kosningarétt sinn í dag til að segja skoðun sína á því hver verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur ár. Ingólfur Bjarni Sigfússon skrifar frá Washington. Fyrstu kjörstaðir voru reyndar opnaðir á miðnætti í nótt í New Hampshire þar sem hefð er fyrir því ad kjósa strax og kjördagur gengur í garð. Í sex ríkjum var opnað fyrir rúmri klukkstund en víðast hvar annars staðar hér á austurströndinni opna kjörstaðir eftir tæpa klukkustund. Í sex stórum könnunum undanfarna sólarhringa hefur Bush forseti að meðaltali um 48 prósentu fylgi á móti 46 prósentum að meðaltali hjá Kerry. Þessi munur er innan skekkjumarka. Í fjórtán ríkjum er nánast vonlaust ad sjá hvor frambjóðandinn hefur meira fylgi en athygli manna beinist einkum að þremur ríkjum: Ohio, Flórída og Pennsylvaníu. Saman hafa þau 68 kjörmenn. Þeir Bush og Kerry bítast um atkvæði kjósenda þar og voru í gær báðir á ferð í þessum ríkjum. Að auki hefur stórfé verið eytt í sjónvarpsauglýsingar þar undanfarna sólarhringa. Mikil harka er í kosningastjórnum beggja stóru flokkanna og hafa þær farið fyrir dómstóla undanfarinn sólarhring til að krefjast þess að hafa eigin kosningaeftirlitsmenn á kjörstöðum. Þeim er ætlað ad spyrja kjósendur út í skráningu og ganga úr skugga um að allir kjósendur séu rétt skráðir. Þetta hefur aldrei áður verið gert enda er kannað í kjördeildum hvernig skráningu kjósenda er háttað. Talið er að allt að fjórðungur skráðra kjósenda hafi þegar greitt atkvæði í utankjörstaðakosningu en alls er búist við að minnsta kosti 110 milljónum kjósenda, fimm milljónum fleiri en í síðustu kosningum. Bjartsýnustu spár segja meira að segja líkur á 125 milljónum kjósenda en 3/4 hlutar aðspurðra telja þessar kosningar þær mikilvægustu á ævi sinni. Niðurstaðnanna gæti verið langt að bíða og koma þar nokkur atriði til. Í kjölfar klúðursins á Flórída fyrir fjórum árum vilja fjölmiðlar vera afar varkárir með útgönguspár sínar og að lýsa einhvern sigurvegara út frá þeim. Að auki hefur fjöldi utankjörfundaatkvæða áhrif en þau, og óregluleg atkvæði, eru talin síðast og gætu breytt myndinni. Loks stefnir allt í að munurinn verði svo lítill að nánast þurfi að telja síðasta atkvæðisseðilinn með áður en hægt verður að skera úr um hvor frambjóðandinn hefur borið sigur úr bítum. Ingólfur Bjarni mun fylgjast með öllu ferlinu í dag og flytja fréttir af því sem gerist í beinni útsendingu frá Washington í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, í kosningasjónvarpinu klukkan 23 og svo strax í fyrramálið í morgunfréttum Stöðvar 2. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Mikilvægustu kosningar í bandarískri stjórnmálasögu eru hafnar. Búist er við að metfjöldi kjósenda nýti sér kosningarétt sinn í dag til að segja skoðun sína á því hver verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur ár. Ingólfur Bjarni Sigfússon skrifar frá Washington. Fyrstu kjörstaðir voru reyndar opnaðir á miðnætti í nótt í New Hampshire þar sem hefð er fyrir því ad kjósa strax og kjördagur gengur í garð. Í sex ríkjum var opnað fyrir rúmri klukkstund en víðast hvar annars staðar hér á austurströndinni opna kjörstaðir eftir tæpa klukkustund. Í sex stórum könnunum undanfarna sólarhringa hefur Bush forseti að meðaltali um 48 prósentu fylgi á móti 46 prósentum að meðaltali hjá Kerry. Þessi munur er innan skekkjumarka. Í fjórtán ríkjum er nánast vonlaust ad sjá hvor frambjóðandinn hefur meira fylgi en athygli manna beinist einkum að þremur ríkjum: Ohio, Flórída og Pennsylvaníu. Saman hafa þau 68 kjörmenn. Þeir Bush og Kerry bítast um atkvæði kjósenda þar og voru í gær báðir á ferð í þessum ríkjum. Að auki hefur stórfé verið eytt í sjónvarpsauglýsingar þar undanfarna sólarhringa. Mikil harka er í kosningastjórnum beggja stóru flokkanna og hafa þær farið fyrir dómstóla undanfarinn sólarhring til að krefjast þess að hafa eigin kosningaeftirlitsmenn á kjörstöðum. Þeim er ætlað ad spyrja kjósendur út í skráningu og ganga úr skugga um að allir kjósendur séu rétt skráðir. Þetta hefur aldrei áður verið gert enda er kannað í kjördeildum hvernig skráningu kjósenda er háttað. Talið er að allt að fjórðungur skráðra kjósenda hafi þegar greitt atkvæði í utankjörstaðakosningu en alls er búist við að minnsta kosti 110 milljónum kjósenda, fimm milljónum fleiri en í síðustu kosningum. Bjartsýnustu spár segja meira að segja líkur á 125 milljónum kjósenda en 3/4 hlutar aðspurðra telja þessar kosningar þær mikilvægustu á ævi sinni. Niðurstaðnanna gæti verið langt að bíða og koma þar nokkur atriði til. Í kjölfar klúðursins á Flórída fyrir fjórum árum vilja fjölmiðlar vera afar varkárir með útgönguspár sínar og að lýsa einhvern sigurvegara út frá þeim. Að auki hefur fjöldi utankjörfundaatkvæða áhrif en þau, og óregluleg atkvæði, eru talin síðast og gætu breytt myndinni. Loks stefnir allt í að munurinn verði svo lítill að nánast þurfi að telja síðasta atkvæðisseðilinn með áður en hægt verður að skera úr um hvor frambjóðandinn hefur borið sigur úr bítum. Ingólfur Bjarni mun fylgjast með öllu ferlinu í dag og flytja fréttir af því sem gerist í beinni útsendingu frá Washington í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, í kosningasjónvarpinu klukkan 23 og svo strax í fyrramálið í morgunfréttum Stöðvar 2.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira