Ómögulegt að spá um úrslit 2. nóvember 2004 00:01 Einhverjar mest spennandi forsetakosningar í manna minnum fara fram í Bandaríkjunum í dag. Mikil óvissa ríkir og fréttaskýrendum hefur reynst ómögulegt að spá um útkomuna. Mikill hiti er í frambjóðendum og er talið að þeir Bush og Kerry muni rjúfa þá hefð að vera ekki með áróður á kjördag en talið er að báðir muni í dag koma opinberlega fram til að reyna að hafa áhrif á þessum lokaspretti. Meðaltal sex kannana sem gerðar voru á síðustu þremur dögum sýna að Bush er með 48% fylgi en Kerry 46% fylgi. Þessi munur er þó innan skekkjumarka og telst því ekki marktækur. Stuðniningsmenn þeirra Bush og Kerry hafa lagt mikla áherslu á atkvæðasmölun á lokasprettinum og er talið að hún geti skipt sköpum um hver útkoman verður. Þeir Bush og Kerry gerðu allt sem þeir gátu í gær til að reyna að sannfæra þá sem enn eru óákveðnir. Milljónir manna hafa kosið utankjörfundar og búist er við að kosningaþátttakan nú geti orðið ein sú mesta í fjörutíu ár. Í könnun ABC sögðu 75% að þeir teldu kosningarnar nú þær mikilvægustu á sinni lífstíð. Fréttaskýrendur telja að mikil kosningaþátttaka geti orðið Kerry í hag þar sem nýir kjósendur og þeir sem kjósa sjaldan eru líklegri til að kjósa breytingar. Hins vegar hafa Bandaríkjamenn sýnt að þeir eru ekki viljugir til að breyta um forseta á stríðstímum og gætu því allt eins haldið sig við Bush. Kerry er nú á leið til Wisconsin, sem er eitt af lykilríkjunum, en þaðan mun hann halda til Boston þar sem hann mun bíða úrslitanna. George Bush greiddi atkvæði sitt í Crawford í Texas í morgun og mun á leið sinni til Washington koma við í Ohio. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Einhverjar mest spennandi forsetakosningar í manna minnum fara fram í Bandaríkjunum í dag. Mikil óvissa ríkir og fréttaskýrendum hefur reynst ómögulegt að spá um útkomuna. Mikill hiti er í frambjóðendum og er talið að þeir Bush og Kerry muni rjúfa þá hefð að vera ekki með áróður á kjördag en talið er að báðir muni í dag koma opinberlega fram til að reyna að hafa áhrif á þessum lokaspretti. Meðaltal sex kannana sem gerðar voru á síðustu þremur dögum sýna að Bush er með 48% fylgi en Kerry 46% fylgi. Þessi munur er þó innan skekkjumarka og telst því ekki marktækur. Stuðniningsmenn þeirra Bush og Kerry hafa lagt mikla áherslu á atkvæðasmölun á lokasprettinum og er talið að hún geti skipt sköpum um hver útkoman verður. Þeir Bush og Kerry gerðu allt sem þeir gátu í gær til að reyna að sannfæra þá sem enn eru óákveðnir. Milljónir manna hafa kosið utankjörfundar og búist er við að kosningaþátttakan nú geti orðið ein sú mesta í fjörutíu ár. Í könnun ABC sögðu 75% að þeir teldu kosningarnar nú þær mikilvægustu á sinni lífstíð. Fréttaskýrendur telja að mikil kosningaþátttaka geti orðið Kerry í hag þar sem nýir kjósendur og þeir sem kjósa sjaldan eru líklegri til að kjósa breytingar. Hins vegar hafa Bandaríkjamenn sýnt að þeir eru ekki viljugir til að breyta um forseta á stríðstímum og gætu því allt eins haldið sig við Bush. Kerry er nú á leið til Wisconsin, sem er eitt af lykilríkjunum, en þaðan mun hann halda til Boston þar sem hann mun bíða úrslitanna. George Bush greiddi atkvæði sitt í Crawford í Texas í morgun og mun á leið sinni til Washington koma við í Ohio.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira