Ómögulegt að spá um úrslit 2. nóvember 2004 00:01 Einhverjar mest spennandi forsetakosningar í manna minnum fara fram í Bandaríkjunum í dag. Mikil óvissa ríkir og fréttaskýrendum hefur reynst ómögulegt að spá um útkomuna. Mikill hiti er í frambjóðendum og er talið að þeir Bush og Kerry muni rjúfa þá hefð að vera ekki með áróður á kjördag en talið er að báðir muni í dag koma opinberlega fram til að reyna að hafa áhrif á þessum lokaspretti. Meðaltal sex kannana sem gerðar voru á síðustu þremur dögum sýna að Bush er með 48% fylgi en Kerry 46% fylgi. Þessi munur er þó innan skekkjumarka og telst því ekki marktækur. Stuðniningsmenn þeirra Bush og Kerry hafa lagt mikla áherslu á atkvæðasmölun á lokasprettinum og er talið að hún geti skipt sköpum um hver útkoman verður. Þeir Bush og Kerry gerðu allt sem þeir gátu í gær til að reyna að sannfæra þá sem enn eru óákveðnir. Milljónir manna hafa kosið utankjörfundar og búist er við að kosningaþátttakan nú geti orðið ein sú mesta í fjörutíu ár. Í könnun ABC sögðu 75% að þeir teldu kosningarnar nú þær mikilvægustu á sinni lífstíð. Fréttaskýrendur telja að mikil kosningaþátttaka geti orðið Kerry í hag þar sem nýir kjósendur og þeir sem kjósa sjaldan eru líklegri til að kjósa breytingar. Hins vegar hafa Bandaríkjamenn sýnt að þeir eru ekki viljugir til að breyta um forseta á stríðstímum og gætu því allt eins haldið sig við Bush. Kerry er nú á leið til Wisconsin, sem er eitt af lykilríkjunum, en þaðan mun hann halda til Boston þar sem hann mun bíða úrslitanna. George Bush greiddi atkvæði sitt í Crawford í Texas í morgun og mun á leið sinni til Washington koma við í Ohio. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Einhverjar mest spennandi forsetakosningar í manna minnum fara fram í Bandaríkjunum í dag. Mikil óvissa ríkir og fréttaskýrendum hefur reynst ómögulegt að spá um útkomuna. Mikill hiti er í frambjóðendum og er talið að þeir Bush og Kerry muni rjúfa þá hefð að vera ekki með áróður á kjördag en talið er að báðir muni í dag koma opinberlega fram til að reyna að hafa áhrif á þessum lokaspretti. Meðaltal sex kannana sem gerðar voru á síðustu þremur dögum sýna að Bush er með 48% fylgi en Kerry 46% fylgi. Þessi munur er þó innan skekkjumarka og telst því ekki marktækur. Stuðniningsmenn þeirra Bush og Kerry hafa lagt mikla áherslu á atkvæðasmölun á lokasprettinum og er talið að hún geti skipt sköpum um hver útkoman verður. Þeir Bush og Kerry gerðu allt sem þeir gátu í gær til að reyna að sannfæra þá sem enn eru óákveðnir. Milljónir manna hafa kosið utankjörfundar og búist er við að kosningaþátttakan nú geti orðið ein sú mesta í fjörutíu ár. Í könnun ABC sögðu 75% að þeir teldu kosningarnar nú þær mikilvægustu á sinni lífstíð. Fréttaskýrendur telja að mikil kosningaþátttaka geti orðið Kerry í hag þar sem nýir kjósendur og þeir sem kjósa sjaldan eru líklegri til að kjósa breytingar. Hins vegar hafa Bandaríkjamenn sýnt að þeir eru ekki viljugir til að breyta um forseta á stríðstímum og gætu því allt eins haldið sig við Bush. Kerry er nú á leið til Wisconsin, sem er eitt af lykilríkjunum, en þaðan mun hann halda til Boston þar sem hann mun bíða úrslitanna. George Bush greiddi atkvæði sitt í Crawford í Texas í morgun og mun á leið sinni til Washington koma við í Ohio.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira