Heimsendakosningar blasa við 1. nóvember 2004 00:01 Heimsendakosningar blasa við í Bandaríkjunum að mati Johns Zogbys, sérfræðings í skoðanakönnunum. Hann segir að Bandaríkjamenn hafi aldrei verið eins klofnir í afstöðu sinni og nú. Óvissan í þessari kosningabarátttu er meiri en elstu menn muna eftir. Skoðanakannanafrömuðurinn John Zogby segir ákaflega erfitt að spá í spilin. Annar frambjóðandinn hafi meðbyr í tvo daga en þegar Zogby búist við þriðja deginum af meðbyr, til að hann fái skýra mynd af því sem sé að gerast, hverfi meðbyrinn og fer til andstæðingsins. Zogby segir að ólíkt fyrri árum virðist þetta vera miðaldra kjósendur. „Ólíkt því sem almennt er talið, og því sem ég hef talið, hafa þessir óákveðnu kjósendur sagt okkur að áður fyrr hafi þeir verið ákveðnir. Þeir sögðust líka fylgjast vel með og gátu sagt til um afstöðu hvors frambjóðanda í ýmsum málum,“ segir Zogby. Óákveðnum kjósendum líkar vel við Bush og segja hann traustan leiðtoga. Þeir eru á því að hann hafi sterka siðferðiskennd og sterk fjölskyldugildi. En óákveðnir eru andsnúnir stríðinu í Írak og hvernig Bandaríkin blönduðust inn í það. Óákveðnum líkar einnig vel við Kerry og telja hann nægilega traustan og hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Þeir eru sammála honum í lykilmálaflokkum en eru hins vegar ekki vissir um hvort hægt sé að treysta honum og eru á því að hann hagi seglum um of eftir vindi. Að sögn Zogbys er aðeins einn af hverjumn fimm óákveðnum á því að forsetinn eigi skilið að vera endurkosinn. 30-40% segja að það sé kominn tími til að fá einhvern nýjan en helmingur er ekki viss. „Forsetinn hefur forystu í einu lykilmáli - stríðinu gegn hryðjuverkum. Þar hefur hann mikið forskot á Kerry. Í öðrum fjórum málum hefir Kerry forystu sem nemur tugum prósenta,“ segir Zogby. Sé litið til sögunnar og stöðunnar í dag má draga þá ályktun að Bush forseti sé í vanda. Zogby segir að ef sitjandi forseti fái undir 50% í skoðanakönnunum og hafi minna en 10% forskot tapi hann í sjö af hverjum tíu skiptum. Hann segist kalla þessar kosningar heimsendakosningar því báðar fylkingarnar segi að ef hin fylkingin vinni þýði það endalok heimsins eins og við þekkjum hann. Að sögn Zogby hefur munurinn staðið tæpt áður en sjaldan eða aldrei hafi þjóðin verið svona klofin, reið og ófús til að sætta sig við sigurvegara sem vinnur nauman sigur, þ.e. ef það er andstæðingurinn. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Sjá meira
Heimsendakosningar blasa við í Bandaríkjunum að mati Johns Zogbys, sérfræðings í skoðanakönnunum. Hann segir að Bandaríkjamenn hafi aldrei verið eins klofnir í afstöðu sinni og nú. Óvissan í þessari kosningabarátttu er meiri en elstu menn muna eftir. Skoðanakannanafrömuðurinn John Zogby segir ákaflega erfitt að spá í spilin. Annar frambjóðandinn hafi meðbyr í tvo daga en þegar Zogby búist við þriðja deginum af meðbyr, til að hann fái skýra mynd af því sem sé að gerast, hverfi meðbyrinn og fer til andstæðingsins. Zogby segir að ólíkt fyrri árum virðist þetta vera miðaldra kjósendur. „Ólíkt því sem almennt er talið, og því sem ég hef talið, hafa þessir óákveðnu kjósendur sagt okkur að áður fyrr hafi þeir verið ákveðnir. Þeir sögðust líka fylgjast vel með og gátu sagt til um afstöðu hvors frambjóðanda í ýmsum málum,“ segir Zogby. Óákveðnum kjósendum líkar vel við Bush og segja hann traustan leiðtoga. Þeir eru á því að hann hafi sterka siðferðiskennd og sterk fjölskyldugildi. En óákveðnir eru andsnúnir stríðinu í Írak og hvernig Bandaríkin blönduðust inn í það. Óákveðnum líkar einnig vel við Kerry og telja hann nægilega traustan og hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Þeir eru sammála honum í lykilmálaflokkum en eru hins vegar ekki vissir um hvort hægt sé að treysta honum og eru á því að hann hagi seglum um of eftir vindi. Að sögn Zogbys er aðeins einn af hverjumn fimm óákveðnum á því að forsetinn eigi skilið að vera endurkosinn. 30-40% segja að það sé kominn tími til að fá einhvern nýjan en helmingur er ekki viss. „Forsetinn hefur forystu í einu lykilmáli - stríðinu gegn hryðjuverkum. Þar hefur hann mikið forskot á Kerry. Í öðrum fjórum málum hefir Kerry forystu sem nemur tugum prósenta,“ segir Zogby. Sé litið til sögunnar og stöðunnar í dag má draga þá ályktun að Bush forseti sé í vanda. Zogby segir að ef sitjandi forseti fái undir 50% í skoðanakönnunum og hafi minna en 10% forskot tapi hann í sjö af hverjum tíu skiptum. Hann segist kalla þessar kosningar heimsendakosningar því báðar fylkingarnar segi að ef hin fylkingin vinni þýði það endalok heimsins eins og við þekkjum hann. Að sögn Zogby hefur munurinn staðið tæpt áður en sjaldan eða aldrei hafi þjóðin verið svona klofin, reið og ófús til að sætta sig við sigurvegara sem vinnur nauman sigur, þ.e. ef það er andstæðingurinn.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Sjá meira