Áfengismeðferðardeild lokað 1. nóvember 2004 00:01 Áfengismeðferðardeild sem Landspítali háskólasjúkrahús hefur rekið við Flókagötu verður lokað. Í stað hennar verður komið fyrir sérstakri deild fyrir áfengissjúka í geðdeildarbyggingunni við Hringbraut. Hún verður rekin sem göngudeild eins og Flókagötudeildin. Þetta er liður í aðhaldsaðgerðum spítalans vegna fyrirliggjandi sparnaðarkröfu ríkisins, að sögn Jóhannesar Gunnarssonar starfandi forstjóra LSH, sem sagði að húsnæðið við Flókagötu færi til afnota fyrir félagsmálayfirvöld. Að sögn Önnu Stefánsdóttur hjúkrunarforstjóra voru komur á göngudeildina á Flókagötu um 3000 fyrstu níu mánuði þessa árs. Hún sagði að afkastageta deildarinnar myndi ekki minnka þótt hún yrði flutt í geðdeildarbygginguna, flutningurinn væri hluti af sameiningu spítalans. Jóhannes sagði að umtalsverðir fjármunir myndu sparast við flutninginn. Þá verður starfsemi Landsspítala háskólasjúkrahúss í Arnarholti hætt um áramót. Með því móti næst 100 milljóna króna sparnaður, að sögn Jóhannesar. Þar dvelja nú 19 einstaklingar. Anna Stefánsdóttir sagði, að búið væri að útvega einhverjum þeirra dvalarstað annars staðar. Sumir fengju pláss á geðsviði spítalans. Aðrir færu á sambýli. Málefni þessara einstaklinga væri samstarfsverkefni spítalans, heilbrigðisráðuneytisins og félagsmálaráðuneytisins.. Jóhannes sagði, að áætlaður kostnað vegna dráttarvaxta af skuldahala sem spítalinn drægi á eftir sér væri um 100 milljónir. Hann kvaðst hafa verið fram á að sá skuldahali yrði klipptur af. "Hluti vanda spítalans er vegna yfirstandandi árs," sagði Jóhannes. "Við þurftum að ná niður kostnaði um 700 - 750 milljónir á þessu ári. Það náðist ekki alveg þannig að þriðjungur stendur enn eftir af því. Það er málefni sem við erum að glíma við áfram og segja má að fylgja þurfi betur eftir ráðstöfunum fyrri árs. Við erum að vinna þessa áætlun áfram og höfum kynnt áfanga í henni fyrir heilbrigðisráðherra. Við erum að verulegu leyti í samvinnu við fagráðuneytið um hvernig hægt sé að bregðast við." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira
Áfengismeðferðardeild sem Landspítali háskólasjúkrahús hefur rekið við Flókagötu verður lokað. Í stað hennar verður komið fyrir sérstakri deild fyrir áfengissjúka í geðdeildarbyggingunni við Hringbraut. Hún verður rekin sem göngudeild eins og Flókagötudeildin. Þetta er liður í aðhaldsaðgerðum spítalans vegna fyrirliggjandi sparnaðarkröfu ríkisins, að sögn Jóhannesar Gunnarssonar starfandi forstjóra LSH, sem sagði að húsnæðið við Flókagötu færi til afnota fyrir félagsmálayfirvöld. Að sögn Önnu Stefánsdóttur hjúkrunarforstjóra voru komur á göngudeildina á Flókagötu um 3000 fyrstu níu mánuði þessa árs. Hún sagði að afkastageta deildarinnar myndi ekki minnka þótt hún yrði flutt í geðdeildarbygginguna, flutningurinn væri hluti af sameiningu spítalans. Jóhannes sagði að umtalsverðir fjármunir myndu sparast við flutninginn. Þá verður starfsemi Landsspítala háskólasjúkrahúss í Arnarholti hætt um áramót. Með því móti næst 100 milljóna króna sparnaður, að sögn Jóhannesar. Þar dvelja nú 19 einstaklingar. Anna Stefánsdóttir sagði, að búið væri að útvega einhverjum þeirra dvalarstað annars staðar. Sumir fengju pláss á geðsviði spítalans. Aðrir færu á sambýli. Málefni þessara einstaklinga væri samstarfsverkefni spítalans, heilbrigðisráðuneytisins og félagsmálaráðuneytisins.. Jóhannes sagði, að áætlaður kostnað vegna dráttarvaxta af skuldahala sem spítalinn drægi á eftir sér væri um 100 milljónir. Hann kvaðst hafa verið fram á að sá skuldahali yrði klipptur af. "Hluti vanda spítalans er vegna yfirstandandi árs," sagði Jóhannes. "Við þurftum að ná niður kostnaði um 700 - 750 milljónir á þessu ári. Það náðist ekki alveg þannig að þriðjungur stendur enn eftir af því. Það er málefni sem við erum að glíma við áfram og segja má að fylgja þurfi betur eftir ráðstöfunum fyrri árs. Við erum að vinna þessa áætlun áfram og höfum kynnt áfanga í henni fyrir heilbrigðisráðherra. Við erum að verulegu leyti í samvinnu við fagráðuneytið um hvernig hægt sé að bregðast við."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira