Aðstoðarborgarstjóri Bagdad myrtur
Aðstoðarborgarstjóri Bagdad var í dag skotinn til bana af byssumönnum í borginni stríðshrjáðu. Fjórir lífverðir borgarstjórans særðust í árásinni. Skæruliðasamtökin „Her Ansar al-Sunna“ hafa lýst yfir ábyrgð á verknaðinum.