Íslandsmiðill með lággjalda áskriftarsjónvarp 29. október 2004 00:01 Fjarskiptafyrirtækið Íslandsmiðill ehf. gangsetti formlega í dag fyrsta þráðlausa stafræna sjónvarpsdreifikerfið á Íslandi. Íslandsmiðill býður upp á lággjalda áskriftarsjónvarp í hámarksmyndgæðum, VAL+ og er hægt að velja á annan tug erlendra og innlendra sjónvarpsstöðva. Útsendingasvæðið er í fyrstu einskorðað við suðvesturhorn landsins og nást útsendingar jafnt innan sem utan höfuðborgarsvæðisins en þar eru um 65% heimila landsins. Í upphafi verður boðið upp á 9 erlendar sjónvarpsstöðvar ásamt 3 íslenskum stöðvum, allar í stafrænum gæðum. Það sem áskrifandi þarf til að ná útsendingum er endabúnaður sem er innifalinn í þjónustu VAL+. Búnaðurinn tengist yfirleitt hefðbundnum loftnetskerfum bæði í einbýlis- og fjölbýlishúsum. Það er mögulegt að horfa á útsendingarnar í hefðbundnum sjónvarpstækjum. Stofnkostnaður sem notandi greiðir fyrir stafrænan myndlykil og loftnet er tæpar sex þúsund krónur og áskriftargjaldið er tæpar 1.800 krónur á mánuði. Stafræn sjóvarpssútsending hefur þá sérstöðu umfram hefðbundna hliðræna “Analog” sjónvarpsútsendingu að hún nýtir flutningskerfi betur sem leiðir til þess að mögulegt er að flytja fleiri sjónvarpsrásir yfir sambærilegt tíðnisvið. Með stafrænni senditækni aukast myndgæðin mjög mikið þó notast sé við hefðbundin sjónvarpstæki. Stafræn sjónvarpstækni felur ýmislegt annað í sér og má þar nefna möguleika á stafrænni myndbandaleigu en í undirbúningi er að bjóða slíka þjónustu. Sú útsendingatækni sem Íslandsmiðill nýtir sér er að grunni til sama tækni og nýtt er til stafrænna útsendinga frá gervihnöttum sem er mest notaða stafræna útsendingartæknin í dag. Með þeim hætti er mögulegt að samþætta þjónustu gervihnattafyrirtækjanna og VAL+. Þannig ná notendur VAL+ íslenskum sjónvarpsstöðvum ásamt þeim erlendu stöðvum sem VAL+ býður upp á. Með sama myndlykli verður hægt að taka á móti dagskrá áskriftastöðva í gegnum gervihnetti með því að setja upp viðbótar loftnet. Uppsetningar og gangsetningarverkefni Íslandsmiðils hefur verið tvíþætt. Annars vegar að byggja upp þráðlaust breiðbandsflutningskerfi og hins vegar að koma þjónustu um þetta kerfi til áskrifenda. Íslandsmiðill einbeitir sér fyrst og fremst að því að byggja upp og reka dreifikerfi og er þess vegna skilgreint sem fjarskiptafyrirtæki. Val+ er aftur á móti dreifingaraðili efnisveitna og veitir efni um flutningskerfi Íslandsmiðils. Það er stefna fyrirtækisins að leggja höfuðáherslu á fjarskiptaþáttinn og fá aðra aðila eða fjölmiðlafyrirtækin til þess að reka efnisveitu og annarskonar virðisaukandi þjónustu. Með einum langdrægum sendi sem staðsettur er á Bláfjallasvæðinu nást eftirfarandi landssvæði útsendingar Íslandsmiðils að mestu leyti: Reykjavík og nágrenni:Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Vesturland: Akranes Sunnanvert Snæfellsnes Suðurnes: Keflavík Njarðvík Vogar Sandgerði Suðurland: Eyrarbakki Stokkseyri Selfoss Hvolsvöllur Hella Þær áskriftarstöðvar sem í fyrstu verða í boði eru eftirtaldar: Fréttastöðvar: · CNN · CNBC Barnarásir: · Foxkids (Jetix) · Cartoon Network Fræðslurásir: · Discovery · National Geographic Kvikmyndastöðvarnar: · Hallmark · TCM Íþróttarás: · EurosportÍslensku sjónvarpsstöðvarnar: · RÚV · Skjár 1 · PoppTVÚtsendingasvæðið er í fyrstu einskorðað við suðvesturhorn landsins og nást útsendingar jafnt innan sem utan höfuðborgarsvæðisins en þar eru um 65% heimila landsins.KORT/Íslandsmiðill Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Sjá meira
Fjarskiptafyrirtækið Íslandsmiðill ehf. gangsetti formlega í dag fyrsta þráðlausa stafræna sjónvarpsdreifikerfið á Íslandi. Íslandsmiðill býður upp á lággjalda áskriftarsjónvarp í hámarksmyndgæðum, VAL+ og er hægt að velja á annan tug erlendra og innlendra sjónvarpsstöðva. Útsendingasvæðið er í fyrstu einskorðað við suðvesturhorn landsins og nást útsendingar jafnt innan sem utan höfuðborgarsvæðisins en þar eru um 65% heimila landsins. Í upphafi verður boðið upp á 9 erlendar sjónvarpsstöðvar ásamt 3 íslenskum stöðvum, allar í stafrænum gæðum. Það sem áskrifandi þarf til að ná útsendingum er endabúnaður sem er innifalinn í þjónustu VAL+. Búnaðurinn tengist yfirleitt hefðbundnum loftnetskerfum bæði í einbýlis- og fjölbýlishúsum. Það er mögulegt að horfa á útsendingarnar í hefðbundnum sjónvarpstækjum. Stofnkostnaður sem notandi greiðir fyrir stafrænan myndlykil og loftnet er tæpar sex þúsund krónur og áskriftargjaldið er tæpar 1.800 krónur á mánuði. Stafræn sjóvarpssútsending hefur þá sérstöðu umfram hefðbundna hliðræna “Analog” sjónvarpsútsendingu að hún nýtir flutningskerfi betur sem leiðir til þess að mögulegt er að flytja fleiri sjónvarpsrásir yfir sambærilegt tíðnisvið. Með stafrænni senditækni aukast myndgæðin mjög mikið þó notast sé við hefðbundin sjónvarpstæki. Stafræn sjónvarpstækni felur ýmislegt annað í sér og má þar nefna möguleika á stafrænni myndbandaleigu en í undirbúningi er að bjóða slíka þjónustu. Sú útsendingatækni sem Íslandsmiðill nýtir sér er að grunni til sama tækni og nýtt er til stafrænna útsendinga frá gervihnöttum sem er mest notaða stafræna útsendingartæknin í dag. Með þeim hætti er mögulegt að samþætta þjónustu gervihnattafyrirtækjanna og VAL+. Þannig ná notendur VAL+ íslenskum sjónvarpsstöðvum ásamt þeim erlendu stöðvum sem VAL+ býður upp á. Með sama myndlykli verður hægt að taka á móti dagskrá áskriftastöðva í gegnum gervihnetti með því að setja upp viðbótar loftnet. Uppsetningar og gangsetningarverkefni Íslandsmiðils hefur verið tvíþætt. Annars vegar að byggja upp þráðlaust breiðbandsflutningskerfi og hins vegar að koma þjónustu um þetta kerfi til áskrifenda. Íslandsmiðill einbeitir sér fyrst og fremst að því að byggja upp og reka dreifikerfi og er þess vegna skilgreint sem fjarskiptafyrirtæki. Val+ er aftur á móti dreifingaraðili efnisveitna og veitir efni um flutningskerfi Íslandsmiðils. Það er stefna fyrirtækisins að leggja höfuðáherslu á fjarskiptaþáttinn og fá aðra aðila eða fjölmiðlafyrirtækin til þess að reka efnisveitu og annarskonar virðisaukandi þjónustu. Með einum langdrægum sendi sem staðsettur er á Bláfjallasvæðinu nást eftirfarandi landssvæði útsendingar Íslandsmiðils að mestu leyti: Reykjavík og nágrenni:Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Vesturland: Akranes Sunnanvert Snæfellsnes Suðurnes: Keflavík Njarðvík Vogar Sandgerði Suðurland: Eyrarbakki Stokkseyri Selfoss Hvolsvöllur Hella Þær áskriftarstöðvar sem í fyrstu verða í boði eru eftirtaldar: Fréttastöðvar: · CNN · CNBC Barnarásir: · Foxkids (Jetix) · Cartoon Network Fræðslurásir: · Discovery · National Geographic Kvikmyndastöðvarnar: · Hallmark · TCM Íþróttarás: · EurosportÍslensku sjónvarpsstöðvarnar: · RÚV · Skjár 1 · PoppTVÚtsendingasvæðið er í fyrstu einskorðað við suðvesturhorn landsins og nást útsendingar jafnt innan sem utan höfuðborgarsvæðisins en þar eru um 65% heimila landsins.KORT/Íslandsmiðill
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels