Kerry stendur betur í lykilríkjum 28. október 2004 00:01 John Kerry hefur meira fylgi en George Bush í fimm af lykilríkjunum svokölluðu þar sem úrslit forsetakosninganna munu að líkindum ráðast. Frambjóðendurnir endasendast nú á milli þessara ríkja og kyssa börn sem mest þeir mega. Lykilríkin eru einhvers staðar á milli tíu og sextán. Samkvæmt könnun Reuters og Zogby frá því í gær sækir Kerry á í þeim tíu ríkjum sem þar eru tekin sérstaklega fyrir. Í Colorado, á Flórída, í Minnesota og Nýju-Mexíkó, í Ohio og Wisconsin hefur Kerry aukið fylgi sitt undanfarna sólarhringa og nú er svo komið að hann nýtur meira fylgis en Bush í fimm ríkjum og jafnt er á komið í tveimur ríkjum, Michigan og Iowa. Bush er með meira fylgi á Flórída, Nevada og Nýju-Mexíkó. Þetta er ekki góð tíðindi fyrir Bush sem er þó eftir sem áður með örlítið meira fylgi á landsvísu samkvæmt daglegri könnun Reuters og Zogby. Í daglegri könnun sjónvarpsstöðvarinnar ABC er þessu reyndar öfugt farið. Fjölmiðlar hér vestanhafs fjalla ekki einu sinni um málefnin lengur og frambjóðendurnir ræða þau ekki. Í fjölmiðlum er það tölfræðin sem ræður ríkjum og spurningin: „Hvað ef?“ Bush og Kerry hnýta hvor í annan á milli þess sem þeir kyssa börn og taka í hendur væntanlegra kjósenda. Á framsögum þeirra beggja að ræða snýst þetta stig kosningabaráttunnar um að smíða bestu frasana; sjö sekúndna búta sem smellpassa í fréttayfirlit allra helstu sjónvarpsstöðva. Dick Cheney var til dæmis kallaður þvælumálaráðherra sem svaraði um hæl og sagði Kerry ekki hengja sig í smáatriði eins og staðreyndir. John Edwards sagði Bush og Cheney nota bandaríska hermenn til að verja störf sín og ekkert annað. Og Bush forseti reynir nú skyndilega að veiða atkvæði þeirra demókrata sem ekki eru vissir í sinni sök þegar ágæti Kerrys er annars vegar. Þangað til Bush tók upp á þessu hafði hann nánast einblínt á gallharða repúblíkana og að sannfæra þá um að koma á kjörstað. Fátt bendir til þess að þessi brögð nái eyrum og athygli almennings sem virðist í vaxandi mæli bíða þess spenntur að kosningabaráttunni ljúki. Það segir kannski sína sögu að í gærkvöldi beindu býsna margir ljósvakamiðlar athygli sinni í töluverðum mæli að tunglmyrkva og hlífðu áhorfendum við kosningaáróðrinum Spennan er þó þrátt fyrir þetta mjög mikil og úrslitanna beðið með eftirvæntingu. Eins og málflutningurinn ber með sér eru frambjóðendurnir reiðubúnir að beita nánast hvaða brögðum sem er til að komast í mark. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
John Kerry hefur meira fylgi en George Bush í fimm af lykilríkjunum svokölluðu þar sem úrslit forsetakosninganna munu að líkindum ráðast. Frambjóðendurnir endasendast nú á milli þessara ríkja og kyssa börn sem mest þeir mega. Lykilríkin eru einhvers staðar á milli tíu og sextán. Samkvæmt könnun Reuters og Zogby frá því í gær sækir Kerry á í þeim tíu ríkjum sem þar eru tekin sérstaklega fyrir. Í Colorado, á Flórída, í Minnesota og Nýju-Mexíkó, í Ohio og Wisconsin hefur Kerry aukið fylgi sitt undanfarna sólarhringa og nú er svo komið að hann nýtur meira fylgis en Bush í fimm ríkjum og jafnt er á komið í tveimur ríkjum, Michigan og Iowa. Bush er með meira fylgi á Flórída, Nevada og Nýju-Mexíkó. Þetta er ekki góð tíðindi fyrir Bush sem er þó eftir sem áður með örlítið meira fylgi á landsvísu samkvæmt daglegri könnun Reuters og Zogby. Í daglegri könnun sjónvarpsstöðvarinnar ABC er þessu reyndar öfugt farið. Fjölmiðlar hér vestanhafs fjalla ekki einu sinni um málefnin lengur og frambjóðendurnir ræða þau ekki. Í fjölmiðlum er það tölfræðin sem ræður ríkjum og spurningin: „Hvað ef?“ Bush og Kerry hnýta hvor í annan á milli þess sem þeir kyssa börn og taka í hendur væntanlegra kjósenda. Á framsögum þeirra beggja að ræða snýst þetta stig kosningabaráttunnar um að smíða bestu frasana; sjö sekúndna búta sem smellpassa í fréttayfirlit allra helstu sjónvarpsstöðva. Dick Cheney var til dæmis kallaður þvælumálaráðherra sem svaraði um hæl og sagði Kerry ekki hengja sig í smáatriði eins og staðreyndir. John Edwards sagði Bush og Cheney nota bandaríska hermenn til að verja störf sín og ekkert annað. Og Bush forseti reynir nú skyndilega að veiða atkvæði þeirra demókrata sem ekki eru vissir í sinni sök þegar ágæti Kerrys er annars vegar. Þangað til Bush tók upp á þessu hafði hann nánast einblínt á gallharða repúblíkana og að sannfæra þá um að koma á kjörstað. Fátt bendir til þess að þessi brögð nái eyrum og athygli almennings sem virðist í vaxandi mæli bíða þess spenntur að kosningabaráttunni ljúki. Það segir kannski sína sögu að í gærkvöldi beindu býsna margir ljósvakamiðlar athygli sinni í töluverðum mæli að tunglmyrkva og hlífðu áhorfendum við kosningaáróðrinum Spennan er þó þrátt fyrir þetta mjög mikil og úrslitanna beðið með eftirvæntingu. Eins og málflutningurinn ber með sér eru frambjóðendurnir reiðubúnir að beita nánast hvaða brögðum sem er til að komast í mark.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira