Geðsjúkur fangi í einangrun 27. október 2004 00:01 Fangelsismálayfirvöld þurfa að hafa aðgang að fleiri og betri plássum á geðdeildum fyrir fanga sem eru illa staddir, segir Erlendur Baldursson hjá Fangelsismálastofnun. Nauðsyn hefur borið til að vista mjög geðsjúkan fanga sem dvaldi í öryggisgæslu á Sogni, á Litla - Hrauni í átta daga, eftir að hann hafði tekið kast á fyrrnefnda staðnum. Erlendur sagði að það heyrði til undantekninga að grípa þyrfti til úrræða af þessu tagi. "Það hefur gengið illa að koma föngum inn á geðdeildir þegar þeir hafa þurft á að halda," sagði Erlendur. "En við erum ekki með nein fangelsissjúkrahús. Við höfum notað kerfið fyrir utan fangelsið. Við höfum látið skólann fyrir utan koma með kennslu inn í það. Við látum læknana koma inn í fangelsið til að lækna fólk. Sama stefna hefur verið að nota geðdeildirnar líka. Fangi sem veikist þarf alveg sömu hjálp og aðrir sem veikjast. En þar hefur hnífurinn staðið í kúnni og komið hefur fyrir að við höfum fengið menn senda aftur þegar við höfum reynt að vista þá á geðdeild." Stjórn Geðhjálpar hefur lýst þungum áhyggjum vegna þess úrræðaleysis sem ríkir í málefnum geðsjúkrafanga. Dæmdur einstaklingur sem gert hafi ítrekaðar tilraunir til sjálfsvíga innan fangelsisveggja hafi verið neitað um aðgengi að nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu, en er þess í stað vistaður í einangrunarklefa í fangelsi. Vistmaður á réttargeðdeildinni á Sogni hafi verið fluttur í gæsluvarðhaldseinangrun í fangelsið á Litla-Hrauni. Sá síðari dvaldi þar í átta daga eins og fram kom hjá Erlendi. "Við vitum að það hafa verið um sjö fangar sem hafa verið geðsjúkir en hafa ekki fengið viðhlítandi meðferð á stofnunum vegna þess að þeir eru fangar og þar af leiðandi taldir erfiðir sjúklingar," sagði Sigursteinn Másson stjórnarformaður Geðhjálpar.. Geðhjálp hefur ítrekað skorað á stjórnvöld að bæta til muna geðheilbrigðisþjónustu fanga. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Fangelsismálayfirvöld þurfa að hafa aðgang að fleiri og betri plássum á geðdeildum fyrir fanga sem eru illa staddir, segir Erlendur Baldursson hjá Fangelsismálastofnun. Nauðsyn hefur borið til að vista mjög geðsjúkan fanga sem dvaldi í öryggisgæslu á Sogni, á Litla - Hrauni í átta daga, eftir að hann hafði tekið kast á fyrrnefnda staðnum. Erlendur sagði að það heyrði til undantekninga að grípa þyrfti til úrræða af þessu tagi. "Það hefur gengið illa að koma föngum inn á geðdeildir þegar þeir hafa þurft á að halda," sagði Erlendur. "En við erum ekki með nein fangelsissjúkrahús. Við höfum notað kerfið fyrir utan fangelsið. Við höfum látið skólann fyrir utan koma með kennslu inn í það. Við látum læknana koma inn í fangelsið til að lækna fólk. Sama stefna hefur verið að nota geðdeildirnar líka. Fangi sem veikist þarf alveg sömu hjálp og aðrir sem veikjast. En þar hefur hnífurinn staðið í kúnni og komið hefur fyrir að við höfum fengið menn senda aftur þegar við höfum reynt að vista þá á geðdeild." Stjórn Geðhjálpar hefur lýst þungum áhyggjum vegna þess úrræðaleysis sem ríkir í málefnum geðsjúkrafanga. Dæmdur einstaklingur sem gert hafi ítrekaðar tilraunir til sjálfsvíga innan fangelsisveggja hafi verið neitað um aðgengi að nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu, en er þess í stað vistaður í einangrunarklefa í fangelsi. Vistmaður á réttargeðdeildinni á Sogni hafi verið fluttur í gæsluvarðhaldseinangrun í fangelsið á Litla-Hrauni. Sá síðari dvaldi þar í átta daga eins og fram kom hjá Erlendi. "Við vitum að það hafa verið um sjö fangar sem hafa verið geðsjúkir en hafa ekki fengið viðhlítandi meðferð á stofnunum vegna þess að þeir eru fangar og þar af leiðandi taldir erfiðir sjúklingar," sagði Sigursteinn Másson stjórnarformaður Geðhjálpar.. Geðhjálp hefur ítrekað skorað á stjórnvöld að bæta til muna geðheilbrigðisþjónustu fanga.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira