Hugleiðingar frá stjórnunarfræðum 26. október 2004 00:01 Stjórnunarfræði er ný fræðigrein á mælistiku fræðigreina sem kenndar eru í háskólum. Hún er yngri en stjórnmálafræði en eldri en kynjafræði. Í fljótheitum taldi ég fjórar námsleiðir í háskólum landsins sem veita meistaraprófgráðu sem kennd er við einhverskonar stjórnun og kannski eru þær fleiri. Síðan eru í boði alls konar námskeið um alls konar stjórnun bæði hjá Endurmenntunarstofnun HÍ og Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík og örugglega annars staðar. Konur eru í miklum meirihluta á þessum námsbrautum, sem auðvitað skýrist að einhverju leyti af því að fleiri konur stunda háskólanám en karlar. Hvað þessi fræði varðar kæmi mér þó ekki á óvart að eitthvað vegi líka að karlar haldi að þeir hafi lítið í slíkt nám að sækja því hæfileikinn til að stjórna sé þeim meðfæddur. Slíkar vangaveltur eru auðvitað ábyrgðarlaust hjal en ekki þó meira en svo að rannsakað hefur verið hvort kynið eitt (og þá ekki tekið tillit til mismunandi hegðunar kynjanna) geti skýrt mismunandi stjórnunarhæfileika. Í stuttu máli bentu niðurstöður rannsókna ekki til þess og hafa rannsakendur því beint sjónum sínum að öðrum þáttum til að skýra þá staðreynd þjóðfélagsins að karlar gína yfir öllu og konum gengur illa að ná fótfestu í efstu lögum hvort heldur stjórna fyrirtækja eða þjóðfélaga. Kannski eiga rannsóknir af þessu tagi eftir að leiða í ljós einhvern allsherjar sannleik um þetta fyrirbæri í menningu okkar, þangað til það verður getur hver haft sína skoðun í þeim efnum og þá dæmi ég af verkunum. Verkin sýna að karlar velja karla og stundum velja konur líka karla, þeir sem telja sig kvenholla af fínustu sort eru ekki á verði og detta í þann pytt að kvitta upp á skipan nefndar sem þannig er saman sett að hægt er að halda fundi á karlaklósettinu. Kvenfrelsisbaráttan gengur svo hægt að það verður að klaga og kæra í hvert einasta sinn sem jafnræðis er ekki gætt milli kynjana í opinberu lífi einfaldlega vegna þess að að ljóst er orðið að fortölur, samþykktir, almenn skynsemi, ekkert af þessu virðist duga og þá er ekkert vopn eftir annað en að verða óþolandi. Opinber stjórnvöld hvort heldur er ríki eða sveitarfélög verða að ganga á undan í því að jafna þann ójöfnuð sem við búum við í þessum efnum, þess vegna á að rjúfa almennt starf löggjafarsamkundunnar og hvaða fundar sem er eins oft og þarf til að koma þessum hlutum í lag. Stefnumótun á sér veglegan sess í stjórnunarfræðunum. Kenningar um hvernig henni verði best hagað þróast og breytast eins og annað í þessum fræðum og heiminum reyndar öllum. Stefnumótun hlýtur þó alltaf að hafa verið órjúfanlegur hluti af hvort heldur rekstri fyrirtækja eða þjóðfélaga. Kona sem sá sér farborða einhvern tímann fyrir löngu með því að taka kostgangara hafði auðvitað mótað stefnu í huga sér, hún vissi hvað hún kunni best og gerði út á það. Stefnumótun verður fræðigrein þegar setja á kerfisbundið niður á blað hvert markmiðið er og hvernig á að ná því. Borgarfulltrúi vakti athygli á því í vikunni að Orkuveita Reykjavíkur ætlaði að hefja stefnumótun og fannst að það hefði mátt gerast fyrr og er ekki erfitt að vera honum fyllilega sammála í honum. Fróðlegt væri einnig að vita hver er stefna ríkisfyritækisins Símans, sem hefur aldeilis látið að sér kveða upp á síðkastið, en það er víst leyndarmál. Á opinberum vettvangi hefur verið talað um "hvítbók" (white book) og held ég að það fyrirbrigði komi frá Bretlandi. Stjórnvöld setja þá fram í grófum dráttum hvaða markmiðum þau ætla að ná, hvernig þjóðfélag þau vilja búa til. Hvítbókin getur verið um menntamál, heilbrigðismál, samgöngumál eða hvað eina. Hvítbókin um innri markað Evrópubandalagsins, sem þá hét, er líklegast sú frægasta af þessu tagi. Mikið hefði verið fróðlegt ef ríksstjórnin sem setið hefur í alltof mörg ár hefði birt okkur hvíta bók. Þá hefðum við vitað að ætlunin var að rústa það sem sum okkar hafa talið hornsteina velferðarkerfisins sem sé jafnan aðgang að menntun og heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Þau eru langt komin með menntakerfið og feta sig ákveðið áfram í heilbrigðiskerfinu, vonandi verður eitthvað til þess að þau nái ekki markmiði sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun
Stjórnunarfræði er ný fræðigrein á mælistiku fræðigreina sem kenndar eru í háskólum. Hún er yngri en stjórnmálafræði en eldri en kynjafræði. Í fljótheitum taldi ég fjórar námsleiðir í háskólum landsins sem veita meistaraprófgráðu sem kennd er við einhverskonar stjórnun og kannski eru þær fleiri. Síðan eru í boði alls konar námskeið um alls konar stjórnun bæði hjá Endurmenntunarstofnun HÍ og Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík og örugglega annars staðar. Konur eru í miklum meirihluta á þessum námsbrautum, sem auðvitað skýrist að einhverju leyti af því að fleiri konur stunda háskólanám en karlar. Hvað þessi fræði varðar kæmi mér þó ekki á óvart að eitthvað vegi líka að karlar haldi að þeir hafi lítið í slíkt nám að sækja því hæfileikinn til að stjórna sé þeim meðfæddur. Slíkar vangaveltur eru auðvitað ábyrgðarlaust hjal en ekki þó meira en svo að rannsakað hefur verið hvort kynið eitt (og þá ekki tekið tillit til mismunandi hegðunar kynjanna) geti skýrt mismunandi stjórnunarhæfileika. Í stuttu máli bentu niðurstöður rannsókna ekki til þess og hafa rannsakendur því beint sjónum sínum að öðrum þáttum til að skýra þá staðreynd þjóðfélagsins að karlar gína yfir öllu og konum gengur illa að ná fótfestu í efstu lögum hvort heldur stjórna fyrirtækja eða þjóðfélaga. Kannski eiga rannsóknir af þessu tagi eftir að leiða í ljós einhvern allsherjar sannleik um þetta fyrirbæri í menningu okkar, þangað til það verður getur hver haft sína skoðun í þeim efnum og þá dæmi ég af verkunum. Verkin sýna að karlar velja karla og stundum velja konur líka karla, þeir sem telja sig kvenholla af fínustu sort eru ekki á verði og detta í þann pytt að kvitta upp á skipan nefndar sem þannig er saman sett að hægt er að halda fundi á karlaklósettinu. Kvenfrelsisbaráttan gengur svo hægt að það verður að klaga og kæra í hvert einasta sinn sem jafnræðis er ekki gætt milli kynjana í opinberu lífi einfaldlega vegna þess að að ljóst er orðið að fortölur, samþykktir, almenn skynsemi, ekkert af þessu virðist duga og þá er ekkert vopn eftir annað en að verða óþolandi. Opinber stjórnvöld hvort heldur er ríki eða sveitarfélög verða að ganga á undan í því að jafna þann ójöfnuð sem við búum við í þessum efnum, þess vegna á að rjúfa almennt starf löggjafarsamkundunnar og hvaða fundar sem er eins oft og þarf til að koma þessum hlutum í lag. Stefnumótun á sér veglegan sess í stjórnunarfræðunum. Kenningar um hvernig henni verði best hagað þróast og breytast eins og annað í þessum fræðum og heiminum reyndar öllum. Stefnumótun hlýtur þó alltaf að hafa verið órjúfanlegur hluti af hvort heldur rekstri fyrirtækja eða þjóðfélaga. Kona sem sá sér farborða einhvern tímann fyrir löngu með því að taka kostgangara hafði auðvitað mótað stefnu í huga sér, hún vissi hvað hún kunni best og gerði út á það. Stefnumótun verður fræðigrein þegar setja á kerfisbundið niður á blað hvert markmiðið er og hvernig á að ná því. Borgarfulltrúi vakti athygli á því í vikunni að Orkuveita Reykjavíkur ætlaði að hefja stefnumótun og fannst að það hefði mátt gerast fyrr og er ekki erfitt að vera honum fyllilega sammála í honum. Fróðlegt væri einnig að vita hver er stefna ríkisfyritækisins Símans, sem hefur aldeilis látið að sér kveða upp á síðkastið, en það er víst leyndarmál. Á opinberum vettvangi hefur verið talað um "hvítbók" (white book) og held ég að það fyrirbrigði komi frá Bretlandi. Stjórnvöld setja þá fram í grófum dráttum hvaða markmiðum þau ætla að ná, hvernig þjóðfélag þau vilja búa til. Hvítbókin getur verið um menntamál, heilbrigðismál, samgöngumál eða hvað eina. Hvítbókin um innri markað Evrópubandalagsins, sem þá hét, er líklegast sú frægasta af þessu tagi. Mikið hefði verið fróðlegt ef ríksstjórnin sem setið hefur í alltof mörg ár hefði birt okkur hvíta bók. Þá hefðum við vitað að ætlunin var að rústa það sem sum okkar hafa talið hornsteina velferðarkerfisins sem sé jafnan aðgang að menntun og heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Þau eru langt komin með menntakerfið og feta sig ákveðið áfram í heilbrigðiskerfinu, vonandi verður eitthvað til þess að þau nái ekki markmiði sínu.