Samfylkingarkonur í stafgöngu 25. október 2004 00:01 Þeir sem ferðast um í miðbænum gætu tekið eftir hópi föngulegra kvenna sem arkar þar um stræti og torg með bros á vör og staf í hendi. Þar eru á ferð þingkonur Samfylkingarinnar og aðrar konur tengdar flokkinum sem hittast í hádeginu á miðvikudögum hjá Alþingishúsinu og rækta sál og líkama. "Þetta er mjög gott framtak að þingkonur geti leyft sér að fara út í hádeginu, hreinsað hugann og mætt síðan endurnærðar til starfa. Þær vinna erfitt og krefjandi starf og því nauðsynlegt að komast út í ferska loftið," segir Guðný Aradóttir en hún kennir Samfylkingarkonunum stafagöngu á hverjum miðvikudegi. "Þetta er tilraun hjá okkur og ef áhugi er fyrir hendi þá höldum við áfram í stafgöngu um óákveðinn tíma. Við erum búnar að ganga í tvær vikur en það hafa ekki alltaf allir mætt því þingkonurnar eru í þannig vinnu að ekki er alltaf hægt að sleppa frá. Við erum allavega búnar að koma okkur af stað. Við göngum í um það bil klukkutíma og reynum að fara um víðan völl; í kringum tjörnina, upp í Þingholtin og um miðbæinn. Þingkonurnar hafa að göngu lokinni mjög góða aðstöðu til að taka sig til fyrir vinnuna og því gengur þetta vel upp." Námskeiðið er ekki bundið við Samfylkingarkonur og ítrekar Guðný að hver sem er megi setja sig í samband við þær og slást í hópinn. "Þetta er algjört kvennaframtak og þegar konur taka sér eitthvað fyrir hendur þá eru þær sterkari saman. Það er líka svo gott að rækta líkamann, fara út og ná súrefnisupptöku í hreina loftinu okkar. Þingkonurnar eru líka að auka þol og kraft með þessari skemmtilegu íþrótt," segir Guðný en hún er einnig með stafgöngunámskeið ásamt Jónu Hildi Bjarnadóttur í Laugardalnum. Heilsa Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þeir sem ferðast um í miðbænum gætu tekið eftir hópi föngulegra kvenna sem arkar þar um stræti og torg með bros á vör og staf í hendi. Þar eru á ferð þingkonur Samfylkingarinnar og aðrar konur tengdar flokkinum sem hittast í hádeginu á miðvikudögum hjá Alþingishúsinu og rækta sál og líkama. "Þetta er mjög gott framtak að þingkonur geti leyft sér að fara út í hádeginu, hreinsað hugann og mætt síðan endurnærðar til starfa. Þær vinna erfitt og krefjandi starf og því nauðsynlegt að komast út í ferska loftið," segir Guðný Aradóttir en hún kennir Samfylkingarkonunum stafagöngu á hverjum miðvikudegi. "Þetta er tilraun hjá okkur og ef áhugi er fyrir hendi þá höldum við áfram í stafgöngu um óákveðinn tíma. Við erum búnar að ganga í tvær vikur en það hafa ekki alltaf allir mætt því þingkonurnar eru í þannig vinnu að ekki er alltaf hægt að sleppa frá. Við erum allavega búnar að koma okkur af stað. Við göngum í um það bil klukkutíma og reynum að fara um víðan völl; í kringum tjörnina, upp í Þingholtin og um miðbæinn. Þingkonurnar hafa að göngu lokinni mjög góða aðstöðu til að taka sig til fyrir vinnuna og því gengur þetta vel upp." Námskeiðið er ekki bundið við Samfylkingarkonur og ítrekar Guðný að hver sem er megi setja sig í samband við þær og slást í hópinn. "Þetta er algjört kvennaframtak og þegar konur taka sér eitthvað fyrir hendur þá eru þær sterkari saman. Það er líka svo gott að rækta líkamann, fara út og ná súrefnisupptöku í hreina loftinu okkar. Þingkonurnar eru líka að auka þol og kraft með þessari skemmtilegu íþrótt," segir Guðný en hún er einnig með stafgöngunámskeið ásamt Jónu Hildi Bjarnadóttur í Laugardalnum.
Heilsa Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira