Samfylkingarkonur í stafgöngu 25. október 2004 00:01 Þeir sem ferðast um í miðbænum gætu tekið eftir hópi föngulegra kvenna sem arkar þar um stræti og torg með bros á vör og staf í hendi. Þar eru á ferð þingkonur Samfylkingarinnar og aðrar konur tengdar flokkinum sem hittast í hádeginu á miðvikudögum hjá Alþingishúsinu og rækta sál og líkama. "Þetta er mjög gott framtak að þingkonur geti leyft sér að fara út í hádeginu, hreinsað hugann og mætt síðan endurnærðar til starfa. Þær vinna erfitt og krefjandi starf og því nauðsynlegt að komast út í ferska loftið," segir Guðný Aradóttir en hún kennir Samfylkingarkonunum stafagöngu á hverjum miðvikudegi. "Þetta er tilraun hjá okkur og ef áhugi er fyrir hendi þá höldum við áfram í stafgöngu um óákveðinn tíma. Við erum búnar að ganga í tvær vikur en það hafa ekki alltaf allir mætt því þingkonurnar eru í þannig vinnu að ekki er alltaf hægt að sleppa frá. Við erum allavega búnar að koma okkur af stað. Við göngum í um það bil klukkutíma og reynum að fara um víðan völl; í kringum tjörnina, upp í Þingholtin og um miðbæinn. Þingkonurnar hafa að göngu lokinni mjög góða aðstöðu til að taka sig til fyrir vinnuna og því gengur þetta vel upp." Námskeiðið er ekki bundið við Samfylkingarkonur og ítrekar Guðný að hver sem er megi setja sig í samband við þær og slást í hópinn. "Þetta er algjört kvennaframtak og þegar konur taka sér eitthvað fyrir hendur þá eru þær sterkari saman. Það er líka svo gott að rækta líkamann, fara út og ná súrefnisupptöku í hreina loftinu okkar. Þingkonurnar eru líka að auka þol og kraft með þessari skemmtilegu íþrótt," segir Guðný en hún er einnig með stafgöngunámskeið ásamt Jónu Hildi Bjarnadóttur í Laugardalnum. Heilsa Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Þeir sem ferðast um í miðbænum gætu tekið eftir hópi föngulegra kvenna sem arkar þar um stræti og torg með bros á vör og staf í hendi. Þar eru á ferð þingkonur Samfylkingarinnar og aðrar konur tengdar flokkinum sem hittast í hádeginu á miðvikudögum hjá Alþingishúsinu og rækta sál og líkama. "Þetta er mjög gott framtak að þingkonur geti leyft sér að fara út í hádeginu, hreinsað hugann og mætt síðan endurnærðar til starfa. Þær vinna erfitt og krefjandi starf og því nauðsynlegt að komast út í ferska loftið," segir Guðný Aradóttir en hún kennir Samfylkingarkonunum stafagöngu á hverjum miðvikudegi. "Þetta er tilraun hjá okkur og ef áhugi er fyrir hendi þá höldum við áfram í stafgöngu um óákveðinn tíma. Við erum búnar að ganga í tvær vikur en það hafa ekki alltaf allir mætt því þingkonurnar eru í þannig vinnu að ekki er alltaf hægt að sleppa frá. Við erum allavega búnar að koma okkur af stað. Við göngum í um það bil klukkutíma og reynum að fara um víðan völl; í kringum tjörnina, upp í Þingholtin og um miðbæinn. Þingkonurnar hafa að göngu lokinni mjög góða aðstöðu til að taka sig til fyrir vinnuna og því gengur þetta vel upp." Námskeiðið er ekki bundið við Samfylkingarkonur og ítrekar Guðný að hver sem er megi setja sig í samband við þær og slást í hópinn. "Þetta er algjört kvennaframtak og þegar konur taka sér eitthvað fyrir hendur þá eru þær sterkari saman. Það er líka svo gott að rækta líkamann, fara út og ná súrefnisupptöku í hreina loftinu okkar. Þingkonurnar eru líka að auka þol og kraft með þessari skemmtilegu íþrótt," segir Guðný en hún er einnig með stafgöngunámskeið ásamt Jónu Hildi Bjarnadóttur í Laugardalnum.
Heilsa Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp