Hinn fullkomni fjallabíll 25. október 2004 00:01 Nú þegar vetur er opinberlega genginn í garð er komin tíð jeppafólks á fjöllum. Þessi fallega mynd er af Toyota Land Cruiser 120 VX túrbó dísil árgerð 2003. Þessi jeppi er sérstaklega útbúinn til aksturs í miklum snjó, svo sem á jöklum og hálendi Íslands að vetrarlagi. Meðal búnaðar má nefna GPS-staðsetningartæki sem er sítengt við gervihnetti. Þessi búnaður skráir niður með mikilli nákvæmni þá leið sem ekin hefur verið og er hægt að vista þær leiðir og nota aftur. Í bílnum er einnig skriðgír sem gerir mögulegt að aka mjög hægt í vondri færð og eykur það drifgetu til mikilla muna. Leitarljós er hægt að festa á topp jeppans með segli og nota þegar við á. Meðal annars búnaðar má nefna dráttarspil, snjóakkeri og aukamiðstöð sem gengur fyrir dísilolíu sem gerir fólki kleift að sofa í jeppanum uppi á miðjum jökli í kulda og vondu veðri. Þá er miðstöðin stillt á 22 gráður, drepið á jeppanum og farið að sofa. Að sögn eigandans, sem vill láta kalla sig Benna Akureyring, er einstaklega gott að aka þessum bíl hvort sem ætlunin er að fara út í búð að kaupa í matinn eða upp á hæstu fjöll. Bílar Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Nú þegar vetur er opinberlega genginn í garð er komin tíð jeppafólks á fjöllum. Þessi fallega mynd er af Toyota Land Cruiser 120 VX túrbó dísil árgerð 2003. Þessi jeppi er sérstaklega útbúinn til aksturs í miklum snjó, svo sem á jöklum og hálendi Íslands að vetrarlagi. Meðal búnaðar má nefna GPS-staðsetningartæki sem er sítengt við gervihnetti. Þessi búnaður skráir niður með mikilli nákvæmni þá leið sem ekin hefur verið og er hægt að vista þær leiðir og nota aftur. Í bílnum er einnig skriðgír sem gerir mögulegt að aka mjög hægt í vondri færð og eykur það drifgetu til mikilla muna. Leitarljós er hægt að festa á topp jeppans með segli og nota þegar við á. Meðal annars búnaðar má nefna dráttarspil, snjóakkeri og aukamiðstöð sem gengur fyrir dísilolíu sem gerir fólki kleift að sofa í jeppanum uppi á miðjum jökli í kulda og vondu veðri. Þá er miðstöðin stillt á 22 gráður, drepið á jeppanum og farið að sofa. Að sögn eigandans, sem vill láta kalla sig Benna Akureyring, er einstaklega gott að aka þessum bíl hvort sem ætlunin er að fara út í búð að kaupa í matinn eða upp á hæstu fjöll.
Bílar Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira