Edduverðlaunin verða veitt í sjötta sinn við hátíðlega athöfn þann 14. nóvember næstkomandi.
Nú er óskað eftir innsendingum verka í verðlaunaflokka hátíðarinnar. Skilafrestur er til klukkan 17:00 föstudaginn 8. október næstkomandi. Verkum skal skilað í sex VHS eintökum til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, Túngötu 14, 101 Reykjavík, ásamt innsendingareyðublaði (sem fæst hér að neðan) og innsendingargjaldi, kr. 12.450,- með vsk. fyrir hvert verk.
FYLGIGÖGN:
Innsendingareyðublað þarf að fylgja hverju verki. Það má fá hér í Word formi.
STARFSREGLUR:
Hvaða verk er hægt að senda inn?
Hvenær þurfa þau að hafa verið sýnd?
Þessum spurningum og mörgum fleirum er svarað hér.
KJÖRSKRÁ:
Ert þú á kjörskrá og eru upplýsingarnar um þig réttar?
Kannaðu málið hér.
NÝJIR FÉLAGAR:
Þú getur sótt um aðild að Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni hér.
