Er Íslensk menning líflaus? 22. október 2004 00:01 Eitt af hlutverkum listamanna er að vera spegill á sinn samtíma og bregða í verkum sínum upp myndum af honum, jafnvel þegar hann er bæði ljótur, leiðinlegur, illur og grimmur - og kannski ekki síst þá. Og þar sem sannleikanum er hver sárreiðastur, væri eðlilegt að listsköpun og -tjáning sú sem á sér stað í þjóðfélaginu vekti upp viðbrögð almennings, eða fræðimanna, eða bara stjórnmálamanna - sem myndu í framhaldi tjá skoðanir sínar og afstöðu. Hér á landi gerist það bara aldrei. Hvers vegna? Hér er sýndur fjöldi nýrra íslenskra leikrita á hverju ári. Það er sannanlega ágæt aðsókn að þeim en það mætti ætla að allir áhorfendur væru útlendingar, því það heyrist aldrei múkk frá neinum þeirra. Eru þetta svona rislítil verk, fátt í þeim til frásagnar, örlöglaus? Eru skilaboð þeirra um samtímann fremur "svona er þetta, æ, æ," en "opnið augun; svona er þetta!" Eða eru Íslendingar bara svona dofnir áhorfendur. Er leikhúsið orðið að áningarstað á milli aðalréttar og eftirréttar í nærliggjandi veitingahúsi. Förum við þangað til að láta hafa ofan af fyrir okkar á meðan við liggjum á meltunni. Tökum við yfirleitt ekkert eftir því sem við erum að horfa á - eða er okkur bara nákvæmlega sama? Það eru líklega ekki margir sem hafa tölu á þeim íslensku skáldverkum sem eru skrifuð hér á hverju ári. Bækur þeirra seljast samanlagt í tugþúsundatali, en það er samt eins og enginn lesi þær, skilji þær eða nenni að hafa skoðun á þeim. Það er helst að eitthvað sé röflað út af staðreyndum í stöku ævisögu - en þær eru ekki skáldverk, þótt vissulega séu minningar alltaf spurning um val. Það hlýtur að vera hundleiðinlegt og reyna þrotlaust á taugarnar að vera rithöfundur hjá þjóð sem sýnir aldrei nein viðbrögð, hefur enga skoðun á því sem maður er að gera, eða tjáir sig alls ekki um það. Eitt áhugaverðasta fyrirbrigðið í íslensku menninarlífi er Caput-hópurinn, sem hefur árum saman sérhæft sig í flutningi á nýjum verkum eftir tónskáldin okkar - og stöku erlent tónskáld. En það væri synd að segja að biðraðir mynduðust í miðasölu fyrir tónleika hópsins, sem oftar en ekki eru ógleymanlegir. Þá sjaldan að heyrist til hins almenna borgara tjá sig um nútímatónlist, er það neikvætt. Heyrast þá gjarnan sleggjudómar á við þá að þetta sé bara garg og ýl og óskiljanlegur hávaði; þess vegna sæki fólk ekki tónleika þar sem nútímatónlist er flutt. En hvernig veit það þá hvernig tónlistin er? Staðreyndin er sú að það er til bæði góð og slæm nútímatónlist, rétt eins og til var góð klassísk, rómantísk og barrok tónlist. Tíminn hefur bara skilið hismið frá kjarnanum. Hvað myndlistina varðar, má segja að það sama gildi og um nútímatónlist. Fáir virðast skoða og enginn segir neitt. Samt er það nú svo að listir eru sérstakt tungumál sem þekkir engin landamæri. Verkin sem listamenn skapa segja umheiminum hver við erum, hvernig við hugsum og lifum. Hvað er að þessari þjóð? Höfum við ekki áhuga á þeirri sköpun sem á sér stað í landinu? Er okkur sama hvernig samtími okkar er sagður? Er ekki í okkur nein forvitni um okkur sjálf og samfélagið? Eða eru listamennirnir okkar bara að vinna verk sem staðfesta ómerkilega dægradvöl ómerkilegs lífs ómerkilegrar þjóðar? Er þjóðin hætt að hafa skoðanir?Súsanna Svavarsdóttir - sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Sjá meira
Eitt af hlutverkum listamanna er að vera spegill á sinn samtíma og bregða í verkum sínum upp myndum af honum, jafnvel þegar hann er bæði ljótur, leiðinlegur, illur og grimmur - og kannski ekki síst þá. Og þar sem sannleikanum er hver sárreiðastur, væri eðlilegt að listsköpun og -tjáning sú sem á sér stað í þjóðfélaginu vekti upp viðbrögð almennings, eða fræðimanna, eða bara stjórnmálamanna - sem myndu í framhaldi tjá skoðanir sínar og afstöðu. Hér á landi gerist það bara aldrei. Hvers vegna? Hér er sýndur fjöldi nýrra íslenskra leikrita á hverju ári. Það er sannanlega ágæt aðsókn að þeim en það mætti ætla að allir áhorfendur væru útlendingar, því það heyrist aldrei múkk frá neinum þeirra. Eru þetta svona rislítil verk, fátt í þeim til frásagnar, örlöglaus? Eru skilaboð þeirra um samtímann fremur "svona er þetta, æ, æ," en "opnið augun; svona er þetta!" Eða eru Íslendingar bara svona dofnir áhorfendur. Er leikhúsið orðið að áningarstað á milli aðalréttar og eftirréttar í nærliggjandi veitingahúsi. Förum við þangað til að láta hafa ofan af fyrir okkar á meðan við liggjum á meltunni. Tökum við yfirleitt ekkert eftir því sem við erum að horfa á - eða er okkur bara nákvæmlega sama? Það eru líklega ekki margir sem hafa tölu á þeim íslensku skáldverkum sem eru skrifuð hér á hverju ári. Bækur þeirra seljast samanlagt í tugþúsundatali, en það er samt eins og enginn lesi þær, skilji þær eða nenni að hafa skoðun á þeim. Það er helst að eitthvað sé röflað út af staðreyndum í stöku ævisögu - en þær eru ekki skáldverk, þótt vissulega séu minningar alltaf spurning um val. Það hlýtur að vera hundleiðinlegt og reyna þrotlaust á taugarnar að vera rithöfundur hjá þjóð sem sýnir aldrei nein viðbrögð, hefur enga skoðun á því sem maður er að gera, eða tjáir sig alls ekki um það. Eitt áhugaverðasta fyrirbrigðið í íslensku menninarlífi er Caput-hópurinn, sem hefur árum saman sérhæft sig í flutningi á nýjum verkum eftir tónskáldin okkar - og stöku erlent tónskáld. En það væri synd að segja að biðraðir mynduðust í miðasölu fyrir tónleika hópsins, sem oftar en ekki eru ógleymanlegir. Þá sjaldan að heyrist til hins almenna borgara tjá sig um nútímatónlist, er það neikvætt. Heyrast þá gjarnan sleggjudómar á við þá að þetta sé bara garg og ýl og óskiljanlegur hávaði; þess vegna sæki fólk ekki tónleika þar sem nútímatónlist er flutt. En hvernig veit það þá hvernig tónlistin er? Staðreyndin er sú að það er til bæði góð og slæm nútímatónlist, rétt eins og til var góð klassísk, rómantísk og barrok tónlist. Tíminn hefur bara skilið hismið frá kjarnanum. Hvað myndlistina varðar, má segja að það sama gildi og um nútímatónlist. Fáir virðast skoða og enginn segir neitt. Samt er það nú svo að listir eru sérstakt tungumál sem þekkir engin landamæri. Verkin sem listamenn skapa segja umheiminum hver við erum, hvernig við hugsum og lifum. Hvað er að þessari þjóð? Höfum við ekki áhuga á þeirri sköpun sem á sér stað í landinu? Er okkur sama hvernig samtími okkar er sagður? Er ekki í okkur nein forvitni um okkur sjálf og samfélagið? Eða eru listamennirnir okkar bara að vinna verk sem staðfesta ómerkilega dægradvöl ómerkilegs lífs ómerkilegrar þjóðar? Er þjóðin hætt að hafa skoðanir?Súsanna Svavarsdóttir - sussa@frettabladid.is
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun