Kristinn er okkar þingmaður 21. október 2004 00:01 Þrjú félög framsóknarmanna á Vestfjörðum mótmæla þeirri ákvörðun þingflokks Framsóknarflokksins að útiloka Kristinn H. Gunnarsson frá setu í fastanefndum Alþingis. Félögin eru Framsóknarfélag Barðastrandarsýslu, Bolungarvíkur og Hólmavíkurhrepps. "Það er þvílíkt mál að einn þingmaður sé gerður áhrifalaus. Kristinn H. Gunnarsson er kosinn á þing af okkur. Hann er okkar þingmaður ekki þeirra," segir Sveinn Bernódusson, formaður Framsóknarfélags Bolungarvíkur. Í álktunum sem félögin sendu frá sér í kjölfar aðalfunda undanfarna daga kemur fram að "þess sé krafist að þingflokkurinn endurskoði ákvörðun sína og tryggi þar með fullan rétt og áhrif allra þingmanna flokksins". Ákvörðun þingflokksins er sögð vega "alvarlega að lýðræðinu og skerðir áhrif og vægi flokksmanna og kjósenda flokksins í kjördæminu." Sveinn segist vonast til þess að þingflokkurinn skýri ástæðuna fyrir ákvörðuninni. "Mér finnst hún ekki hafa komið fram þótt þingflokksformaður hafi tínt til gömul mál sem ekki eru þess eðlis að hægt sé að tala um trúnaðarbrest," segir Sveinn. Spurður hverja hann telji skýringuna vera segist Sveinn telja að hún felist í því að Kristinn hefur verið með sjálfstæða skoðun og látið hana í ljós. "Hann hefur farið með skoðanir hins almenna flokksmanns inn í þingflokkinn, haldið þeim ötullega fram og verið harður í því," segir Sveinn. Hann segist líta á þetta sem skoðanakúgun og að verið sé að henda þeim í burtu sem séu óþekkir. "Forusta flokksins hefur verið að huga meira að því sem menn hafa kallað liðsheildina án þess að hugsa um fyrir hvað þeir standa. Flokkurinn hefur beygt ansi mikið til hægri og gleymt rótum sínum hér á landsbyggðinni," segir Sveinn. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að þingflokkurinn hafi móttekið ályktanirnar. "Við tökum þær til skoðunar, eins og allar ályktanir sem við fáum. Við höfum ekki meira um það að segja," segir Hjálmar. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Sjá meira
Þrjú félög framsóknarmanna á Vestfjörðum mótmæla þeirri ákvörðun þingflokks Framsóknarflokksins að útiloka Kristinn H. Gunnarsson frá setu í fastanefndum Alþingis. Félögin eru Framsóknarfélag Barðastrandarsýslu, Bolungarvíkur og Hólmavíkurhrepps. "Það er þvílíkt mál að einn þingmaður sé gerður áhrifalaus. Kristinn H. Gunnarsson er kosinn á þing af okkur. Hann er okkar þingmaður ekki þeirra," segir Sveinn Bernódusson, formaður Framsóknarfélags Bolungarvíkur. Í álktunum sem félögin sendu frá sér í kjölfar aðalfunda undanfarna daga kemur fram að "þess sé krafist að þingflokkurinn endurskoði ákvörðun sína og tryggi þar með fullan rétt og áhrif allra þingmanna flokksins". Ákvörðun þingflokksins er sögð vega "alvarlega að lýðræðinu og skerðir áhrif og vægi flokksmanna og kjósenda flokksins í kjördæminu." Sveinn segist vonast til þess að þingflokkurinn skýri ástæðuna fyrir ákvörðuninni. "Mér finnst hún ekki hafa komið fram þótt þingflokksformaður hafi tínt til gömul mál sem ekki eru þess eðlis að hægt sé að tala um trúnaðarbrest," segir Sveinn. Spurður hverja hann telji skýringuna vera segist Sveinn telja að hún felist í því að Kristinn hefur verið með sjálfstæða skoðun og látið hana í ljós. "Hann hefur farið með skoðanir hins almenna flokksmanns inn í þingflokkinn, haldið þeim ötullega fram og verið harður í því," segir Sveinn. Hann segist líta á þetta sem skoðanakúgun og að verið sé að henda þeim í burtu sem séu óþekkir. "Forusta flokksins hefur verið að huga meira að því sem menn hafa kallað liðsheildina án þess að hugsa um fyrir hvað þeir standa. Flokkurinn hefur beygt ansi mikið til hægri og gleymt rótum sínum hér á landsbyggðinni," segir Sveinn. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að þingflokkurinn hafi móttekið ályktanirnar. "Við tökum þær til skoðunar, eins og allar ályktanir sem við fáum. Við höfum ekki meira um það að segja," segir Hjálmar.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Sjá meira