Loðhælar og loðhúfur 21. október 2004 00:01 Þau Birna Hafstein og Ívar Örn Sverrisson leikarar eiga það sameiginlegt að uppáhaldsvetrarflíkurnar þeirra eru loðnar, mjúkar og hlýjar. Vetrarflíkur í uppáhaldi hjá Birnu eru fjólublái loðkraginn hennar og loðhælar. Ívar aftur á móti heldur upp á lopapeysuna sína og lopahúfu. Fréttablaðið mælti sér mót við þau í miðjum frumsýningarönnun en þau leika bæði í söngleiknum Litlu stúlkunni með eldspýturnar sem frumsýndur verður um helgina. Þau mættu í uppáhaldsvetrarfötunum enda má segja að vetur hafi gengið í garð í vikunni. Þau sögðu líka frá því hvað er efst á óskalistanum í vetur. Birnu langar mest í pels en Ívar í snjósleða. Birna: Fjólublái loðkraginn. Hvar: Keyptur á Portobello Market í London og ég fékk hann að gjöf frá kærastanum mínum. Hvenær: Fyrir svona fjórum árum. Af hverju í uppáhaldi: Rosalega mjúkur og hlýr og fallegur á litinn. Loðhælarnir: Hvar: Móðir mín keypti þá einhvers staðar í útlöndum á áttunda áratugnum. Hvenær: Ég gróf þá upp fyrir tveimur árum. Af hverju: Flottir og hlýir og vekja upp minningar frá barnæskunni. Efst á óskalistanum: Mjúk flík sem skýlir mér fyrir eldi og brennisteini íslenskrar veðráttu. Skósíður pels með háum kraga eða hettu frá Eggerti feldskera væri ekki slæmur. Ívar: Lopapeysan Hvar: Lopapeysuna keypti mamma handa mér í Tallinn þegar hún var þar á ferðalagi. Hvenær: Fyrir fimm árum síðan Af hverju: Mér finnst munstrið fallegt, liturinn er klassískur og svo er hún svakalega hlý. Loðhúfan: Hvar: Fékk hana líka frá mömmu, hún keypti hana í einhverri heildsölu í Kópavogi held ég þegar hún var í búningaleit. Hvenær: Ekki viss, ég held fyrir fjórum árum síðan. Af hverju í uppáhaldi: Á ekkert sem ver mig jafn vel fyrir vetrarkuldanum. Efst óskalistanum: Góður snjósleði, hraðskreiður og öruggur fyrir íslenskar aðstæður. Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Þau Birna Hafstein og Ívar Örn Sverrisson leikarar eiga það sameiginlegt að uppáhaldsvetrarflíkurnar þeirra eru loðnar, mjúkar og hlýjar. Vetrarflíkur í uppáhaldi hjá Birnu eru fjólublái loðkraginn hennar og loðhælar. Ívar aftur á móti heldur upp á lopapeysuna sína og lopahúfu. Fréttablaðið mælti sér mót við þau í miðjum frumsýningarönnun en þau leika bæði í söngleiknum Litlu stúlkunni með eldspýturnar sem frumsýndur verður um helgina. Þau mættu í uppáhaldsvetrarfötunum enda má segja að vetur hafi gengið í garð í vikunni. Þau sögðu líka frá því hvað er efst á óskalistanum í vetur. Birnu langar mest í pels en Ívar í snjósleða. Birna: Fjólublái loðkraginn. Hvar: Keyptur á Portobello Market í London og ég fékk hann að gjöf frá kærastanum mínum. Hvenær: Fyrir svona fjórum árum. Af hverju í uppáhaldi: Rosalega mjúkur og hlýr og fallegur á litinn. Loðhælarnir: Hvar: Móðir mín keypti þá einhvers staðar í útlöndum á áttunda áratugnum. Hvenær: Ég gróf þá upp fyrir tveimur árum. Af hverju: Flottir og hlýir og vekja upp minningar frá barnæskunni. Efst á óskalistanum: Mjúk flík sem skýlir mér fyrir eldi og brennisteini íslenskrar veðráttu. Skósíður pels með háum kraga eða hettu frá Eggerti feldskera væri ekki slæmur. Ívar: Lopapeysan Hvar: Lopapeysuna keypti mamma handa mér í Tallinn þegar hún var þar á ferðalagi. Hvenær: Fyrir fimm árum síðan Af hverju: Mér finnst munstrið fallegt, liturinn er klassískur og svo er hún svakalega hlý. Loðhúfan: Hvar: Fékk hana líka frá mömmu, hún keypti hana í einhverri heildsölu í Kópavogi held ég þegar hún var í búningaleit. Hvenær: Ekki viss, ég held fyrir fjórum árum síðan. Af hverju í uppáhaldi: Á ekkert sem ver mig jafn vel fyrir vetrarkuldanum. Efst óskalistanum: Góður snjósleði, hraðskreiður og öruggur fyrir íslenskar aðstæður.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira