Um 260 milljóna heimildir ónýttar 20. október 2004 00:01 Tryggingastofnun ríkisins hefur hvergi nærri fullnýtt heimildir á fjárlögum til niðurgreiðslu tannlæknakostnaðar á síðari árum, að sögn Gunnars Leifssonar tannlæknis og formanns kynningarnefndar Tannlæknafélags Íslands. Hann segir að á árunum 2001 - 2003 hafi vantað 262 milljónir króna upp á að svo væri. Tryggingastofnun greiðir niður 75% af tannlæknakostnaði barna til 18 ára aldurs, samkvæmt gjaldskrá heilbrigðisráðherra. "Ég held að það séu allir tannlæknar yfir þeirri gjaldskrá," sagði Gunnar. "Þetta er gjaldskrá sem ráðherra ákveður og hún er langt frá raunveruleikanum. Hún hækkar til dæmis ekki til samræmis við verðlagið í landinu. Verðlagning hjá tannlæknum er frjáls." Spurður hvort þetta fyrirkomulag yrði ekki til þess að barnmargar fjölskyldur hefðu ekki efni á að greiða fyrir sjálfsagða tannlæknaþjónustu barna sinna, sagði Gunnar að það væri engin spurning, að svo væri. Hins vegar lægju ekki fyrir nýjar tölur um tannheilsu barna. Tannlæknar vildu sjá slíkar tölur áður en þeir færu að tjá sig um stöðu þeirra mála. "En ef barnmargar fjölskyldur fara sjaldnar til tannlæknis vegna kostnaðar við þjónustuna, þá getur það leitt stefnt tannheilsu barna í voða, en við viljum sjá niðurstöður úr rannsóknum áður en við fullyrðum um eitthvað slíkt," sagði Gunnar. Hann sagði að vel væri hægt að hugsa sér að þær fjárhæðir heimildar sem Tryggingastofnun hefði ekki nýtt, hefðu verið notaðar til að hækka gjaldskrá ráðherra. Með því hefði verið hægt að minnka bilið á milli gjaldskrárinnar og taxta tannlækna og þar með útgjöld foreldra við tannlæknakostnað. Það segði sig sjálft að fengi fólk meiri hluta þjónustunnar endurgreiddan, þá ýtti það undir að það færi til tannlæknis. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Tryggingastofnun ríkisins hefur hvergi nærri fullnýtt heimildir á fjárlögum til niðurgreiðslu tannlæknakostnaðar á síðari árum, að sögn Gunnars Leifssonar tannlæknis og formanns kynningarnefndar Tannlæknafélags Íslands. Hann segir að á árunum 2001 - 2003 hafi vantað 262 milljónir króna upp á að svo væri. Tryggingastofnun greiðir niður 75% af tannlæknakostnaði barna til 18 ára aldurs, samkvæmt gjaldskrá heilbrigðisráðherra. "Ég held að það séu allir tannlæknar yfir þeirri gjaldskrá," sagði Gunnar. "Þetta er gjaldskrá sem ráðherra ákveður og hún er langt frá raunveruleikanum. Hún hækkar til dæmis ekki til samræmis við verðlagið í landinu. Verðlagning hjá tannlæknum er frjáls." Spurður hvort þetta fyrirkomulag yrði ekki til þess að barnmargar fjölskyldur hefðu ekki efni á að greiða fyrir sjálfsagða tannlæknaþjónustu barna sinna, sagði Gunnar að það væri engin spurning, að svo væri. Hins vegar lægju ekki fyrir nýjar tölur um tannheilsu barna. Tannlæknar vildu sjá slíkar tölur áður en þeir færu að tjá sig um stöðu þeirra mála. "En ef barnmargar fjölskyldur fara sjaldnar til tannlæknis vegna kostnaðar við þjónustuna, þá getur það leitt stefnt tannheilsu barna í voða, en við viljum sjá niðurstöður úr rannsóknum áður en við fullyrðum um eitthvað slíkt," sagði Gunnar. Hann sagði að vel væri hægt að hugsa sér að þær fjárhæðir heimildar sem Tryggingastofnun hefði ekki nýtt, hefðu verið notaðar til að hækka gjaldskrá ráðherra. Með því hefði verið hægt að minnka bilið á milli gjaldskrárinnar og taxta tannlækna og þar með útgjöld foreldra við tannlæknakostnað. Það segði sig sjálft að fengi fólk meiri hluta þjónustunnar endurgreiddan, þá ýtti það undir að það færi til tannlæknis.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira