Hersetuliðið í 5 ár til viðbótar 19. október 2004 00:01 Engin leið er að kalla hersetuliðið í Írak heim innan fimm ára að mati virtustu sérfræðinga Bretlands í hermálum. Fyrst þá er nokkur von til þess að írakskar öryggissveitir geti tryggt lágmarksöryggi borgara landsins. International Institute for Strategic Studies er með virtustu rannsóknarstofnunum heims á sviði her- og varnarmála. Sérfræðingar stofnunarinnar kynntu í dag mat sitt á stöðu mála í Írak og sögðu að í fyrsta lagi væri nauðsynlegt að öryggissveitir Íraka verði helsta tækið til að halda uppi lögum og reglu. Í þeim séu nú 36 þúsund manns og það geti tekið þær allt að fimm árum að ná upp nauðsynlegri hæfni til að tryggja stöðugleika. Christopher Langton, ofursti og ritstjóri „The Military Balance“, sagði að augljóslega væru ekki nógu margar hersveitir í Írak til að sinna verkefninu. Menn hafi vonað að fjöldi innlendra sveita myndi aukast hraðar og þær yrðu fyrr hæfar en raunin hafi orðið. Þar af leiðandi hafa erlendar hersveitir, sagði Langton, orðið að gera meira en búist var við. Sérfræðingarnir veltu einnig fyrir sér hryðjuverkastríðinu svokallaða og afleiðingum þess. Þeir eru á því að Evrópa sé nú einna líklegasta skotmark hryðjuverkamanna. Dr John Chipman, yfirmaður International Institute for Strategic Studies, sagði að þótt möguleg vanræksla á öryggismálum sé orðin að kosningamáli í Bandaríkjunum væri bandarískt landsvæði síður berskjaldað eftir 11. september. „Árásir á bandarískar hersveitir í Írak hafa ekki jafn mikinn táknrænan og pólitískan þunga og hryðjuverkaárásir á Vesturlöndum,“ sagði Chipman. „Þess vegna getur verið að Evrópa, þar sem róttækni íslamstrúarmanna fer vaxandi og þar sem hryðjuverkamenn eiga greiða leið frá Miðausturlöndum, sé nú ofar á skotmarkalista íslamskra öfgamanna.“ Erlent Fréttir Írak Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Engin leið er að kalla hersetuliðið í Írak heim innan fimm ára að mati virtustu sérfræðinga Bretlands í hermálum. Fyrst þá er nokkur von til þess að írakskar öryggissveitir geti tryggt lágmarksöryggi borgara landsins. International Institute for Strategic Studies er með virtustu rannsóknarstofnunum heims á sviði her- og varnarmála. Sérfræðingar stofnunarinnar kynntu í dag mat sitt á stöðu mála í Írak og sögðu að í fyrsta lagi væri nauðsynlegt að öryggissveitir Íraka verði helsta tækið til að halda uppi lögum og reglu. Í þeim séu nú 36 þúsund manns og það geti tekið þær allt að fimm árum að ná upp nauðsynlegri hæfni til að tryggja stöðugleika. Christopher Langton, ofursti og ritstjóri „The Military Balance“, sagði að augljóslega væru ekki nógu margar hersveitir í Írak til að sinna verkefninu. Menn hafi vonað að fjöldi innlendra sveita myndi aukast hraðar og þær yrðu fyrr hæfar en raunin hafi orðið. Þar af leiðandi hafa erlendar hersveitir, sagði Langton, orðið að gera meira en búist var við. Sérfræðingarnir veltu einnig fyrir sér hryðjuverkastríðinu svokallaða og afleiðingum þess. Þeir eru á því að Evrópa sé nú einna líklegasta skotmark hryðjuverkamanna. Dr John Chipman, yfirmaður International Institute for Strategic Studies, sagði að þótt möguleg vanræksla á öryggismálum sé orðin að kosningamáli í Bandaríkjunum væri bandarískt landsvæði síður berskjaldað eftir 11. september. „Árásir á bandarískar hersveitir í Írak hafa ekki jafn mikinn táknrænan og pólitískan þunga og hryðjuverkaárásir á Vesturlöndum,“ sagði Chipman. „Þess vegna getur verið að Evrópa, þar sem róttækni íslamstrúarmanna fer vaxandi og þar sem hryðjuverkamenn eiga greiða leið frá Miðausturlöndum, sé nú ofar á skotmarkalista íslamskra öfgamanna.“
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira