Menning

Gerðu mistök fyrir velgengni!

Flestir eiga þann draum æðstan að njóta velgengni í lífinu. Velgengni má skilgreina á marga vegu. Earl Nightingale útskýrir velgengni þannig að sá sem vinnur ötullega í átt að þeim markmiðum sem hann hefur sett sér í lífinu njóti velgengni. Yogi Shanti Desai segir að til þess að njóta velgengni þurfum við að eiga afgang af tíma, peningum og orku auk visku til að stjórna þessu þrennu. Þeir sem njóta velgengni eru þó flestir sammála um eitt. Gera þarf mörg mistök til að öðlast velgengni. Peningar eru ekki eini mælikvarðinn á velgengni. En það er auðvelt að telja þá og því eru þeir ágætis mælikvarði til að nefna hér. Mesti skattgreiðandi á Íslandi og þar af leiðandi mesti velgjörðarmaður íslensku þjóðarinnar þurfti að gera fjöldann allan af mistökum áður en hann naut þeirrar fjárhagslegu velgengni sem hann nú hefur öðlast. Hann hefur væntanlega gert fleiri mistök á sinni ævi en þeir sem ekki njóta velgengni. En hann reynir fleiri hluti. Hann er greinilega ekki hræddur við að gera mistök. Hann veit að mistök eru óumflýjanlegur fylgifiskur velgengni. En þeir sem aldrei reyna neitt af ótta við að gera mistök geta ekki öðlast velgengni. Ónefndur auðkýfingur gaf eitt sinn þetta ráð: "Ef þú vilt ná meiri árangri hraðar skaltu gera helmingi fleiri mistök og læra af þeim!"





Fleiri fréttir

Sjá meira


×