Ný aðferð til að drepa krabbamein 19. október 2004 00:01 Baldur Sveinbjörnsson, prófessor við læknadeild háskólans í Tromsö, hefur ásamt rannsóknarhópi þar fundið lyfjameðferð sem vinnur á krabbameinsfrumum í börnum. Um er að ræða nýja notkun verkjalyfjanna Voltaren og Celebra. Þessi uppgötvun var þróuð áfram í samstarfi við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi og kunngerð 14. október. Hún hefur vakið mikla athygli í Evrópu og Bandaríkjunum. "Það hefur verið vitað að þessi lyf hefðu áhrif á ristilkrabbamein," sagði Baldur. "En hitt, að það virki á þessa tegund krabbameins í börnum er alveg nýtt. Ég og mín deild í Tromsö höfðum verið að vinna með rannsóknir á ristilkrabbameini. Síðan vorum við í öðru samstarfi við barnakrabbameinsdeildina hérna og fórum að prófa þetta af forvitni. Við fengum þá niðurstöður sem voru það góðar, að við urðum að hafa samband við rannsóknarhóp í Svíþjóð sem er mjög framarlega í rannsóknum á krabbameini barna" Í þeim rannsóknum sem þegar hafa verið gerðar hefur fengist staðfest að lyfin verka gegn krabbameini, sem algengast er í börnum á aldrinum 0 - 10 ára. Var lyfið prófað með því að taka krabbameinsfrumur úr æxlum, auk þess sem frumum úr fólki var komið fyrir í rottum og lyfið reynt með þeim hætti. "Þetta hafði þau áhrif að krabbameinsfrumurnar drápust einfaldlega," sagði Baldur. Þegar frumárangurinn var kominn í ljós, var hafin samvinna við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, þar sem ofangreindur rannsóknarhópur starfar. Frá Tromsö fóru þangað Baldur og Ingvild Pettersen og hafa starfað með þeim hópi að áframhaldandi rannsóknum. "Þessi rannsókn hefur leitt til þess að nú á að fara að prófa þetta á fleiri sjúkrahúsum í Evrópu," sagði Baldur. "Þá er gert ráð fyrir að í vor hefjist skipulagðar, umfangsmiklar rannsóknir á þessari meðferð á börnum, samhliða hefðbundinni krabbameinsmeðferð." Þessi meðferð á einungis við um börn enn sem komið er. Hins vegar er unnið að rannsóknum á verkun Celebra á lungnakrabbamein og ristilkrabbamein hjá fullorðnum á öðrum vígstöðvum, meðal annars í Bandaríkjunum Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira
Baldur Sveinbjörnsson, prófessor við læknadeild háskólans í Tromsö, hefur ásamt rannsóknarhópi þar fundið lyfjameðferð sem vinnur á krabbameinsfrumum í börnum. Um er að ræða nýja notkun verkjalyfjanna Voltaren og Celebra. Þessi uppgötvun var þróuð áfram í samstarfi við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi og kunngerð 14. október. Hún hefur vakið mikla athygli í Evrópu og Bandaríkjunum. "Það hefur verið vitað að þessi lyf hefðu áhrif á ristilkrabbamein," sagði Baldur. "En hitt, að það virki á þessa tegund krabbameins í börnum er alveg nýtt. Ég og mín deild í Tromsö höfðum verið að vinna með rannsóknir á ristilkrabbameini. Síðan vorum við í öðru samstarfi við barnakrabbameinsdeildina hérna og fórum að prófa þetta af forvitni. Við fengum þá niðurstöður sem voru það góðar, að við urðum að hafa samband við rannsóknarhóp í Svíþjóð sem er mjög framarlega í rannsóknum á krabbameini barna" Í þeim rannsóknum sem þegar hafa verið gerðar hefur fengist staðfest að lyfin verka gegn krabbameini, sem algengast er í börnum á aldrinum 0 - 10 ára. Var lyfið prófað með því að taka krabbameinsfrumur úr æxlum, auk þess sem frumum úr fólki var komið fyrir í rottum og lyfið reynt með þeim hætti. "Þetta hafði þau áhrif að krabbameinsfrumurnar drápust einfaldlega," sagði Baldur. Þegar frumárangurinn var kominn í ljós, var hafin samvinna við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, þar sem ofangreindur rannsóknarhópur starfar. Frá Tromsö fóru þangað Baldur og Ingvild Pettersen og hafa starfað með þeim hópi að áframhaldandi rannsóknum. "Þessi rannsókn hefur leitt til þess að nú á að fara að prófa þetta á fleiri sjúkrahúsum í Evrópu," sagði Baldur. "Þá er gert ráð fyrir að í vor hefjist skipulagðar, umfangsmiklar rannsóknir á þessari meðferð á börnum, samhliða hefðbundinni krabbameinsmeðferð." Þessi meðferð á einungis við um börn enn sem komið er. Hins vegar er unnið að rannsóknum á verkun Celebra á lungnakrabbamein og ristilkrabbamein hjá fullorðnum á öðrum vígstöðvum, meðal annars í Bandaríkjunum
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira