Nýtt hjartalyf handan við hornið 19. október 2004 00:01 Íslensk erfðagreining er komin vel á veg í þróun lyfs sem getur fyrirbyggt hjartaáföll. Tilraunum er ekki lokið en niðurstöður nýjustu rannsókna lofa góðu. Verð á bréfum í Decode hækkaði talsvert eftir að fréttirnar voru kunngerðar. Íslensk erfðagreining kynnti í gær helstu niðurstöður prófana á tilraunalyfinu DG031 en 172 sjúklingar á hjartadeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss tóku þátt í tilraununum. Niðurstöðurnar sýna að lyfið hefur tilætlaða virkni á fleiri en einn áhættuþátt hjartaáfalls. Allar skammtastærðir lyfsins sem prófaðar voru minnkuðu styrk tiltekins bólguvaka en erfðarannsóknir ÍE hafa sýnt fram á að þessi bólguvaki tengist aukinni hættu á hjartaáfalli. Þetta bendir til þess að lyfið geti minnkað líkurnar á því að fólk fái hjartaáfall en þó á eftir að sýna fram á það með óyggjandi hætti. Engar alvarlegar aukaverkanir komu í ljós í lyfjaprófununum. Að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, er uppgötvunin einn merkasti áfanginn í sögu fyrirtækisins. "Hugmyndin með fyrirtækinu var sú að við gætum einangrað erfðavísa sem leiða til algengra sjúkdóma og nú hafa fyrstu skrefin verið tekin til að þróa lyf á grundvelli slíkra rannsókna. Þetta er að ég held í fyrsta sinn í heiminum sem að menn hafa tekið meingen erfðavísis sem fylgir áhætta á sjúkdómi og notað það til að hanna lyf sem hefur verið tekið í gegnum klínískar rannsóknir." Kári segir að efnahagslegar forsendur Íslenskrar erfðagreiningar myndu gjörbreytast ef fyrirtækinu tækist að koma lyfinu á markað en líkurnar á því hafa margfaldast við fund erfðavísisins mikilvæga. Kári útilokaði ekki samstarf við önnur lyfjafyrirtæki á lokasprettinum en sagði jafnframt að þau yrðu þá að gera ÍE gott tilboð því fyrirtækið hafi borið alla áhættuna fram að þessu. Viðskipti með bréf í Decode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, tóku mikinn kipp þegar tíðindin spurðust út en um gengi þeirra má nánar lesa aftar í blaðinu. Þriðja og síðasta stig prófana á virkni lyfsins hefst á næstunni og er markmið þeirra að kanna hvort lyfið fækki hjartaáföllum í hópi þátttakenda. Ef allt gengur að óskum verður lyfið sett á markað eftir 3-5 ár. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Íslensk erfðagreining er komin vel á veg í þróun lyfs sem getur fyrirbyggt hjartaáföll. Tilraunum er ekki lokið en niðurstöður nýjustu rannsókna lofa góðu. Verð á bréfum í Decode hækkaði talsvert eftir að fréttirnar voru kunngerðar. Íslensk erfðagreining kynnti í gær helstu niðurstöður prófana á tilraunalyfinu DG031 en 172 sjúklingar á hjartadeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss tóku þátt í tilraununum. Niðurstöðurnar sýna að lyfið hefur tilætlaða virkni á fleiri en einn áhættuþátt hjartaáfalls. Allar skammtastærðir lyfsins sem prófaðar voru minnkuðu styrk tiltekins bólguvaka en erfðarannsóknir ÍE hafa sýnt fram á að þessi bólguvaki tengist aukinni hættu á hjartaáfalli. Þetta bendir til þess að lyfið geti minnkað líkurnar á því að fólk fái hjartaáfall en þó á eftir að sýna fram á það með óyggjandi hætti. Engar alvarlegar aukaverkanir komu í ljós í lyfjaprófununum. Að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, er uppgötvunin einn merkasti áfanginn í sögu fyrirtækisins. "Hugmyndin með fyrirtækinu var sú að við gætum einangrað erfðavísa sem leiða til algengra sjúkdóma og nú hafa fyrstu skrefin verið tekin til að þróa lyf á grundvelli slíkra rannsókna. Þetta er að ég held í fyrsta sinn í heiminum sem að menn hafa tekið meingen erfðavísis sem fylgir áhætta á sjúkdómi og notað það til að hanna lyf sem hefur verið tekið í gegnum klínískar rannsóknir." Kári segir að efnahagslegar forsendur Íslenskrar erfðagreiningar myndu gjörbreytast ef fyrirtækinu tækist að koma lyfinu á markað en líkurnar á því hafa margfaldast við fund erfðavísisins mikilvæga. Kári útilokaði ekki samstarf við önnur lyfjafyrirtæki á lokasprettinum en sagði jafnframt að þau yrðu þá að gera ÍE gott tilboð því fyrirtækið hafi borið alla áhættuna fram að þessu. Viðskipti með bréf í Decode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, tóku mikinn kipp þegar tíðindin spurðust út en um gengi þeirra má nánar lesa aftar í blaðinu. Þriðja og síðasta stig prófana á virkni lyfsins hefst á næstunni og er markmið þeirra að kanna hvort lyfið fækki hjartaáföllum í hópi þátttakenda. Ef allt gengur að óskum verður lyfið sett á markað eftir 3-5 ár.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira