2 1/2 árs fangelsi hæfilegt 19. október 2004 00:01 Ríkissaksóknari telur hæfilegt að allir sakborningar í líkfundarmálinu verði dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi. Verjendur krefjast sýknu af flestum ákæruliðum. Aðalmeðferð í Héraðsdómi lauk rétt fyrir hádegi. Saksóknari telur tveggja ára fangelsi algjört lágmark en segir hæfilega refsingu vera tveggja og hálfs árs fangelsisvist. Hann segir meðferð sakborninga á líki Vaidasar Júsevisíusar kalla á þunga refsingu en því var sökkt í höfnina í Neskaupstað þann 8. febrúar sl. eftir að Vaidas hafði átt í fimm daga dauðastríði að heimili eins sakbornings með iðrin full af eiturlyfjum. Saksóknari telur mennina hafa svikist um að koma manninum til hjálpar og að þeir hafi sýnt Vaidasi og ástvinum hans algjört virðingarleysi með meðferð líksins. Varðandi fyrsta ákærulið, sem varðar innflutning rúmlega 220 gramma af amfetamíni í iðrum Vaidasar, þá játar Tómas Malakauskas sök en Grétar Sigurðarson og Jónas Ingi Ragnarsson neita sök. Varðandi ákærulið tvö, sem snýr að því að hafa ekki komið manni í neyð til hjálpar, þá neita allir sök. Verjendur Grétars og Tómasar bentu ennfremur á að þeir hefðu boðið Vaidasi að koma honum undir læknishendur en hann neitað, og segja verjendur að ekki sé hægt að neyða menn til að leita læknis. Varðandi þriðja lið, sem lýtur að ósæmilegri meðferð á líki, þá játa Grétar og Tómas sök en verjendur þeirra fara fram á lágmarksrefsingu. Jónas neitar þar allri sök. Verjandi Jónasar sagði fyrir dómi í morgun að upphaflega hafi þetta mál litið út sem harðsvírað morðmál. Fljótlega hefði annað komið í ljós en engu að síður hefði málið áfram fengið gríðarlega mikla athygli. Hann sagði að sjaldan hefðu jafn margir lögreglumenn, eytt jafn miklum tíma og vinnu, í jafn lítilfjörlegt mál. Málið var sem fyrr segir lagt í dóm rétt fyrir hádegi. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Líkfundarmálið Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Ríkissaksóknari telur hæfilegt að allir sakborningar í líkfundarmálinu verði dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi. Verjendur krefjast sýknu af flestum ákæruliðum. Aðalmeðferð í Héraðsdómi lauk rétt fyrir hádegi. Saksóknari telur tveggja ára fangelsi algjört lágmark en segir hæfilega refsingu vera tveggja og hálfs árs fangelsisvist. Hann segir meðferð sakborninga á líki Vaidasar Júsevisíusar kalla á þunga refsingu en því var sökkt í höfnina í Neskaupstað þann 8. febrúar sl. eftir að Vaidas hafði átt í fimm daga dauðastríði að heimili eins sakbornings með iðrin full af eiturlyfjum. Saksóknari telur mennina hafa svikist um að koma manninum til hjálpar og að þeir hafi sýnt Vaidasi og ástvinum hans algjört virðingarleysi með meðferð líksins. Varðandi fyrsta ákærulið, sem varðar innflutning rúmlega 220 gramma af amfetamíni í iðrum Vaidasar, þá játar Tómas Malakauskas sök en Grétar Sigurðarson og Jónas Ingi Ragnarsson neita sök. Varðandi ákærulið tvö, sem snýr að því að hafa ekki komið manni í neyð til hjálpar, þá neita allir sök. Verjendur Grétars og Tómasar bentu ennfremur á að þeir hefðu boðið Vaidasi að koma honum undir læknishendur en hann neitað, og segja verjendur að ekki sé hægt að neyða menn til að leita læknis. Varðandi þriðja lið, sem lýtur að ósæmilegri meðferð á líki, þá játa Grétar og Tómas sök en verjendur þeirra fara fram á lágmarksrefsingu. Jónas neitar þar allri sök. Verjandi Jónasar sagði fyrir dómi í morgun að upphaflega hafi þetta mál litið út sem harðsvírað morðmál. Fljótlega hefði annað komið í ljós en engu að síður hefði málið áfram fengið gríðarlega mikla athygli. Hann sagði að sjaldan hefðu jafn margir lögreglumenn, eytt jafn miklum tíma og vinnu, í jafn lítilfjörlegt mál. Málið var sem fyrr segir lagt í dóm rétt fyrir hádegi.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Líkfundarmálið Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira