Allt logar í málaferlum 18. október 2004 00:01 Það virðist ekki fjarri lagi að kalla megi komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum kosningar hinna miklu málaferla. Aldrei áður í sögunni hafa jafn mörg mál verið höfðuð í tengslum við kosningar og aldrei hafa jafn margir lögmenn verið fengnir til að fylgjast með framgangi kosninganna að því er fram kemur í The New York Times. Úrslit kosninganna fyrir fjórum árum réðust ekki fyrr en löngu eftir kosningar þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi endanlegan dóm sinn. Þá höfðu lögmenn átt sviðið um langt skeið. Barátta lögmannanna vegna þessara kosninga er löngu hafin. Demókratar hafa höfðað mál á hendur repúblikönum, repúblikanar hafa höfðað mál gegn demókrötum og demókratar hafa höfðað mál til að koma í veg fyrir að óháði frambjóðandinn Ralph Nader fái nafn sitt prentað á kjörseðlana í nokkrum ríkjum. Nú er baráttan í algleymingi að því er fram kemur í The New York Times. Repúblikanar í Nýju Mexíkó töpuðu á dögunum máli gegn demókratanum sem er innanríkisráðherra Nýju Mexíkó, þeir vildu að nýir kjósendur þyrftu að sýna skilríki á kjörstað en það vildi ráðherrann ekki. Demókratar í Flórída hafa höfðað tíu málshöfðanir gegn repúblikönum í kjörstjórnum. Í Colorado deila svo kosnir fulltrúar, innanríkisráðherrann úr Repúblikanaflokknum hefur sakað ríkissaksóknarann, sem er demókrati, um að rannsaka ekki nægilega vel ásakanir um svindl við skráningu. Þetta eru þó smámunir miðað við undirbúninginn fyrir sjálfar kosningarnar. Repúblikanar hafa fengið þúsundir lögmanna til liðs við sig til að fylgjast með framkvæmd kosninganna og segja undirbúninginn þann víðtækasta í sögu flokksins. Demókratar segjast hafa gert enn betur og eru með tíu þúsund lögmenn á skrá. Að auki hafa ýmis samtök fengið þúsundir lögmanna til að hjálpa kjósendum sem kunna að lenda í vandræðum á kjördag. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
Það virðist ekki fjarri lagi að kalla megi komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum kosningar hinna miklu málaferla. Aldrei áður í sögunni hafa jafn mörg mál verið höfðuð í tengslum við kosningar og aldrei hafa jafn margir lögmenn verið fengnir til að fylgjast með framgangi kosninganna að því er fram kemur í The New York Times. Úrslit kosninganna fyrir fjórum árum réðust ekki fyrr en löngu eftir kosningar þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi endanlegan dóm sinn. Þá höfðu lögmenn átt sviðið um langt skeið. Barátta lögmannanna vegna þessara kosninga er löngu hafin. Demókratar hafa höfðað mál á hendur repúblikönum, repúblikanar hafa höfðað mál gegn demókrötum og demókratar hafa höfðað mál til að koma í veg fyrir að óháði frambjóðandinn Ralph Nader fái nafn sitt prentað á kjörseðlana í nokkrum ríkjum. Nú er baráttan í algleymingi að því er fram kemur í The New York Times. Repúblikanar í Nýju Mexíkó töpuðu á dögunum máli gegn demókratanum sem er innanríkisráðherra Nýju Mexíkó, þeir vildu að nýir kjósendur þyrftu að sýna skilríki á kjörstað en það vildi ráðherrann ekki. Demókratar í Flórída hafa höfðað tíu málshöfðanir gegn repúblikönum í kjörstjórnum. Í Colorado deila svo kosnir fulltrúar, innanríkisráðherrann úr Repúblikanaflokknum hefur sakað ríkissaksóknarann, sem er demókrati, um að rannsaka ekki nægilega vel ásakanir um svindl við skráningu. Þetta eru þó smámunir miðað við undirbúninginn fyrir sjálfar kosningarnar. Repúblikanar hafa fengið þúsundir lögmanna til liðs við sig til að fylgjast með framkvæmd kosninganna og segja undirbúninginn þann víðtækasta í sögu flokksins. Demókratar segjast hafa gert enn betur og eru með tíu þúsund lögmenn á skrá. Að auki hafa ýmis samtök fengið þúsundir lögmanna til að hjálpa kjósendum sem kunna að lenda í vandræðum á kjördag.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira