Boða byltingu í meðferð geðsjúkra 15. október 2004 00:01 Það verður að útrýma iðjuleysi á geðdeildum, auka hreyfingu sjúklinga og bæta eftirfylgni. Það verður að beita öllum aðferðum til þess að viðhalda von sjúklingsins um að hann fái bata. Þetta sagði Jón Arnar Arason, einn félaga í Hugarafli sem er hópur geðsjúkra einstaklinga í bata og iðjuþjálfa með víðtæka reynslu af geðsviði. Þessi hópur boðar byltingu í meðferð geðsjúkra og var starf hans kynnt á blaðamannafundi í gær. Félagar í honum hafa gert könnun á jafnræðisgrundvelli meðal þeirra geðsjúku einstaklinga sem dvöldu á geðdeildum Landspítala háskólasjúkrahúss í sumar. Heilbrigðiráðuneytið og Nýsköpunarsjóður námsmanna studdu þessa vinnu. Einnig Landspítali Háskólasjúkrahús, en Elín Ebba Ásmundsdóttir og Auður Axelsdóttir iðjuþjálfar á LSH höfðu yfirumsjón með framkvæmd verkefnisins, að ógleymdum tveimur 4. árs iðjuþjálfanemum við Háskólann á Akureyri. Niðurstöður vinnu sinnar hefur hópurinn gefið út í skýrslu. Á fundinum í gær tilkynnti Eydís Sveinbjarnardóttir sviðsstjóri geðsviðs LSH, að hún myndi leggja til að stofnað yrði eins konar gæðaráð, með fólki úr Hugarafli og af geðsviði. Yrði gengið í að laga sum atriði, sem miður þættu í skýrslunni strax, en gerð framkvæmdaáætlun um annað sem tæki lengri tíma. Í verkefninu sem hópurinn vann á geðdeildum LSH var einungis spurt hvernig fólk upplifði það að vera inni á deildinni. Niðurstöður þess sýndi, að sjúklingarnir eru yfirleitt ánægðir með starfsfólkið. Þó töldu sumir að ákveðið úrræðaleysi ríkti hjá því þegar sjúklingar tjáðu tilfinningar sínar, til dæmis reiði og angist. Sumum fannst örla fyrir fordómum hjá því í sinn garð. Þá fannst sjúklingunum að ýmsir gallar væru á iðjuþjálfun þeirri sem veitt er á spítalanum. Erfitt væri að komast að, iðjuþjálfar hefðu lítinn tíma fyrir þá og, of fáir kæmust að og of lítið að gera fyrir karlmenn. Sumir sjúklinganna voru óánægðir með mikla lyfjanotkun. Þá lagði fólk áherslu á að það fengi að vera þátttakendur í ákvörðunum sem teknar væru um meðferð þess á geðdeildum. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Það verður að útrýma iðjuleysi á geðdeildum, auka hreyfingu sjúklinga og bæta eftirfylgni. Það verður að beita öllum aðferðum til þess að viðhalda von sjúklingsins um að hann fái bata. Þetta sagði Jón Arnar Arason, einn félaga í Hugarafli sem er hópur geðsjúkra einstaklinga í bata og iðjuþjálfa með víðtæka reynslu af geðsviði. Þessi hópur boðar byltingu í meðferð geðsjúkra og var starf hans kynnt á blaðamannafundi í gær. Félagar í honum hafa gert könnun á jafnræðisgrundvelli meðal þeirra geðsjúku einstaklinga sem dvöldu á geðdeildum Landspítala háskólasjúkrahúss í sumar. Heilbrigðiráðuneytið og Nýsköpunarsjóður námsmanna studdu þessa vinnu. Einnig Landspítali Háskólasjúkrahús, en Elín Ebba Ásmundsdóttir og Auður Axelsdóttir iðjuþjálfar á LSH höfðu yfirumsjón með framkvæmd verkefnisins, að ógleymdum tveimur 4. árs iðjuþjálfanemum við Háskólann á Akureyri. Niðurstöður vinnu sinnar hefur hópurinn gefið út í skýrslu. Á fundinum í gær tilkynnti Eydís Sveinbjarnardóttir sviðsstjóri geðsviðs LSH, að hún myndi leggja til að stofnað yrði eins konar gæðaráð, með fólki úr Hugarafli og af geðsviði. Yrði gengið í að laga sum atriði, sem miður þættu í skýrslunni strax, en gerð framkvæmdaáætlun um annað sem tæki lengri tíma. Í verkefninu sem hópurinn vann á geðdeildum LSH var einungis spurt hvernig fólk upplifði það að vera inni á deildinni. Niðurstöður þess sýndi, að sjúklingarnir eru yfirleitt ánægðir með starfsfólkið. Þó töldu sumir að ákveðið úrræðaleysi ríkti hjá því þegar sjúklingar tjáðu tilfinningar sínar, til dæmis reiði og angist. Sumum fannst örla fyrir fordómum hjá því í sinn garð. Þá fannst sjúklingunum að ýmsir gallar væru á iðjuþjálfun þeirri sem veitt er á spítalanum. Erfitt væri að komast að, iðjuþjálfar hefðu lítinn tíma fyrir þá og, of fáir kæmust að og of lítið að gera fyrir karlmenn. Sumir sjúklinganna voru óánægðir með mikla lyfjanotkun. Þá lagði fólk áherslu á að það fengi að vera þátttakendur í ákvörðunum sem teknar væru um meðferð þess á geðdeildum.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira