Styðja leikhúsin kynlífsdýrkun? 15. október 2004 00:01 Ofbeldi, nekt, afbrigðilegt kynlíf og blóðugar uppákomur setja vissulega svip sinn á leikhúsið þessa dagana. Þjóðleikhúsið frumsýndi í haust nýtt verk, Svarta mjólk, eftir ungan rússneskan leikritahöfund, sem fjallar um ungt par, hún ólétt, hann ofbeldishneigður, einkum gagnvart henni. Borgarleikhúsið frumsýndi í haust Geitina, sem fjallar um mann sem verður ástfanginn af geit og heldur uppi hugljúfum ræðum um geitaríðingar sínar. Nemendaleikhúsið frumsýndi um síðustu helgi Draum á Jónsmessunótt eftir Shakespeare og í uppfærslunni er gengið svo langt í að strippa leikaraefnin að gagnrýnandi Fréttablaðsins sér ástæðu til þess að finna að því. Íslenska óperan frumsýndi, einnig um síðustu helgi, Sweeney Todd, söngleik utan um fjöldamorðingja, þar sem menn eru skornir á háls "í beinni," eins og sagt er. Blóðið flæðir. Ef mig misminnir ekki þóttu svona bein nektar- og ofbeldis-"show" ekki lengi vel góð latína í leikhúsi. Reglan var sú að þessir þættir ættu heima utan sviðs og í ímyndunarafli áhorfandans. Einnig hefur gott leikverk þótt einkennast af því að ekki sé allt sagt á sviðinu, heldur sé undirtextinn stöðugt hljómandi í eyrum áhorfandans. Árið 1981 sýndi Þjóðleikhúsið Dans á rósum, eftir Steinunni Jóhannesdóttur, sem endar á því að einn leikarinn stendur eftir á besefanum í lokaatriðinu. Olli það misjöfnum viðbrögðum, því þótt það sé hlutverk leikhússins að endurspegla raunveruleikann er spurning hvaða veruleika. Þurfum við endilega að sjá raunveruleg kynfæri á leiksviði? Á þeim tíma sem hefur liðið síðan hefur mörkum leikhússins smám saman verið þrýst lengra og lengra í raunveruleikaopinberuninni. Í Rósum og rakvélarblöðum eftir Benóný Ægisson, sem sýnt var á Óháðu listahátíðinni 1993, var áhorfendum boðið upp á "allt að því" samfarir á sviðinu. Hvað veldur? Þegar forsprakkar leikhúsa og leikhópa hafa verið krafðir svara kemur oftar en ekki fram að leikhúsið sé í samkeppni við kvikmyndaiðnaðinn, sjónvarpið og aðra afþreyingu, það sé bara að setja upp það sem fólkið vill sjá, það sem selur. En það er iðnaður. Leikhúsið er listastofnun. Á það ekki að vera markmið mannsins og listarinnar að betrumbæta sig og þroska? Hvaða raunveruleika er leikhúsið að endurspegla? Er það íslenskur raunveruleiki að menn séu skornir á háls, tuttugu per klukkustund? Er það íslenskur raunveruleiki að fólk sé alltaf að fara úr fötunum og veifa kynfærunum framan í gesti og gangandi? Er það íslenskur raunveruleiki að menn ræði frjálslega um ást sína á dýrum og samfarir við þau? Er það íslenskur raunveruleiki að menn séu að beita aðra ofbeldi fyrir opnum tjöldum - og enginn segi eða geri neitt? Hver segir að þetta sé það sem fólkið vill sjá? Er leikhúsið að þvinga upp á okkur raunveruleika sem við könnumst ekkert við? Ef við viljum sjá ofbeldi og nekt getum við bara farið í bíó eða horft á sjónvarpið. Ef leikhúsið er að reyna að koma til móts við lægri hvatir mannsins og gera allt "í beinni" er það á rangri leið hvað listræn sjónarmið varðar. Það er engin ástæða fyrir leikhúsið að elta kvikmyndir eða sjónvarpsþætti. Kvikmyndirnar og sjónvarpið eiga að elta leikhúsið. Leikhúsið á ekki að vera iðnfyrirtæki, heldur listastofnun sem setur fordæmi. Frá því að Þjóðleikhúsið sýndi fyrsta typpið á sviði árið 1981 hafa mörkin færst stöðugt lengra frá því að leyfa áhorfandanum að nota ímyndunaraflið að það er bara sorglegt. Nekt á sviði hefur verið endurtekin svo oft að hún er orðin leiðinleg. Ég get alveg tekið undir orð Valgeirs Skagfjörð, leiklistargagnrýnanda Fréttablaðsins, þegar hann vitnar í Shakespeare í umsögn um Nemendaleikhúsið og segir: "meira að segja í fellibyl tilfinninganna verður að temja sér þá stillingu sem fágar". Súsanna Svavarsdóttir - sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Ofbeldi, nekt, afbrigðilegt kynlíf og blóðugar uppákomur setja vissulega svip sinn á leikhúsið þessa dagana. Þjóðleikhúsið frumsýndi í haust nýtt verk, Svarta mjólk, eftir ungan rússneskan leikritahöfund, sem fjallar um ungt par, hún ólétt, hann ofbeldishneigður, einkum gagnvart henni. Borgarleikhúsið frumsýndi í haust Geitina, sem fjallar um mann sem verður ástfanginn af geit og heldur uppi hugljúfum ræðum um geitaríðingar sínar. Nemendaleikhúsið frumsýndi um síðustu helgi Draum á Jónsmessunótt eftir Shakespeare og í uppfærslunni er gengið svo langt í að strippa leikaraefnin að gagnrýnandi Fréttablaðsins sér ástæðu til þess að finna að því. Íslenska óperan frumsýndi, einnig um síðustu helgi, Sweeney Todd, söngleik utan um fjöldamorðingja, þar sem menn eru skornir á háls "í beinni," eins og sagt er. Blóðið flæðir. Ef mig misminnir ekki þóttu svona bein nektar- og ofbeldis-"show" ekki lengi vel góð latína í leikhúsi. Reglan var sú að þessir þættir ættu heima utan sviðs og í ímyndunarafli áhorfandans. Einnig hefur gott leikverk þótt einkennast af því að ekki sé allt sagt á sviðinu, heldur sé undirtextinn stöðugt hljómandi í eyrum áhorfandans. Árið 1981 sýndi Þjóðleikhúsið Dans á rósum, eftir Steinunni Jóhannesdóttur, sem endar á því að einn leikarinn stendur eftir á besefanum í lokaatriðinu. Olli það misjöfnum viðbrögðum, því þótt það sé hlutverk leikhússins að endurspegla raunveruleikann er spurning hvaða veruleika. Þurfum við endilega að sjá raunveruleg kynfæri á leiksviði? Á þeim tíma sem hefur liðið síðan hefur mörkum leikhússins smám saman verið þrýst lengra og lengra í raunveruleikaopinberuninni. Í Rósum og rakvélarblöðum eftir Benóný Ægisson, sem sýnt var á Óháðu listahátíðinni 1993, var áhorfendum boðið upp á "allt að því" samfarir á sviðinu. Hvað veldur? Þegar forsprakkar leikhúsa og leikhópa hafa verið krafðir svara kemur oftar en ekki fram að leikhúsið sé í samkeppni við kvikmyndaiðnaðinn, sjónvarpið og aðra afþreyingu, það sé bara að setja upp það sem fólkið vill sjá, það sem selur. En það er iðnaður. Leikhúsið er listastofnun. Á það ekki að vera markmið mannsins og listarinnar að betrumbæta sig og þroska? Hvaða raunveruleika er leikhúsið að endurspegla? Er það íslenskur raunveruleiki að menn séu skornir á háls, tuttugu per klukkustund? Er það íslenskur raunveruleiki að fólk sé alltaf að fara úr fötunum og veifa kynfærunum framan í gesti og gangandi? Er það íslenskur raunveruleiki að menn ræði frjálslega um ást sína á dýrum og samfarir við þau? Er það íslenskur raunveruleiki að menn séu að beita aðra ofbeldi fyrir opnum tjöldum - og enginn segi eða geri neitt? Hver segir að þetta sé það sem fólkið vill sjá? Er leikhúsið að þvinga upp á okkur raunveruleika sem við könnumst ekkert við? Ef við viljum sjá ofbeldi og nekt getum við bara farið í bíó eða horft á sjónvarpið. Ef leikhúsið er að reyna að koma til móts við lægri hvatir mannsins og gera allt "í beinni" er það á rangri leið hvað listræn sjónarmið varðar. Það er engin ástæða fyrir leikhúsið að elta kvikmyndir eða sjónvarpsþætti. Kvikmyndirnar og sjónvarpið eiga að elta leikhúsið. Leikhúsið á ekki að vera iðnfyrirtæki, heldur listastofnun sem setur fordæmi. Frá því að Þjóðleikhúsið sýndi fyrsta typpið á sviði árið 1981 hafa mörkin færst stöðugt lengra frá því að leyfa áhorfandanum að nota ímyndunaraflið að það er bara sorglegt. Nekt á sviði hefur verið endurtekin svo oft að hún er orðin leiðinleg. Ég get alveg tekið undir orð Valgeirs Skagfjörð, leiklistargagnrýnanda Fréttablaðsins, þegar hann vitnar í Shakespeare í umsögn um Nemendaleikhúsið og segir: "meira að segja í fellibyl tilfinninganna verður að temja sér þá stillingu sem fágar". Súsanna Svavarsdóttir - sussa@frettabladid.is
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun