Útgjöld að aukast 14. október 2004 00:01 Ríkissjóður stendur vel, í það minnsta mun betur en í fyrra. Ekki er þó hægt að þakka ríkisstjórninni fyrir aðhald í fjármálum því útgjöldin eru að aukast. Það sem gerir buddu Geirs Haarde fjármálaráðherra svo þunga eru skatttekjurnar sem aukast sífellt samfara meiri neyslu og vaxandi hagvexti. Fyrir síðustu kosningar lofuðu báðir stjórnarflokkarnir miklum skattalækkunum. Gott og vel. Enn hafa engin loforð verið svikin því í stjórnarsáttmálanum var talað um efndir á kjörtímabilinu. Það sem er komið fram nú þegar er að eignarskattur hefur verið lækkaður en í stjórnarsáttmála var talað um afnema hann. Erfðafjárskattur hefur verið samræmdur og lækkaður, svo og hátekjuskatturinn. Þá hefur verið ákveðið að lækka tekjuskatt einstaklinga um eitt prósent á næsta ári. Í nýjasta fjárlagafrumvarpinu er talað um að meginþungi skattalækkananna komi til framkvæmda árið 2007. Nú er hins vegar árið 2004 og þá er raunveruleikinn sá að fyrstu átta mánuði ársins jukust skatttekjur ríkissjóðs verulega. Staða ríkissjóðs samkvæmt ágústuppgjöri fjármálaráðuneytisins er hátt í tólf milljörðum betri en á sama tíma í fyrra og um fimm milljörðum betri en gert var ráð fyrir í áætlun fjárlaga. Í hálf fimm fréttum KB banka kemur fram að innheimtur skattur á tekjur einstaklinga og hagnað lögaðila eykst um 20,5 prósent og nemur 53,4 milljörðum króna. Aukning í innheimtu tryggingargjalda eykst um 10,5 prósent og innheimta eignarskatta um 18,3 prósent. Hagur þjóðarinnar, eða að minnsta kosti einhverra landsmanna, er því greinilega að vænkast, tekjur að hækka og eignir að aukast í verðmæti. Met innflutningur hefur verið á bifreiðum sem endurspeglast meðal annars í því að vörugjald af bifreiðum hefur hækkað um tæp 28 prósent. Á þessum sama tíma eru útgjöld ríkissjóðs að aukast sem nemur tæplega 4,4 prósentum. Fréttir Innlent Skattar og tollar Mest lesið Vaktin: Hvítur reykur og beðið eftir nýjum páfa Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Ríkissjóður stendur vel, í það minnsta mun betur en í fyrra. Ekki er þó hægt að þakka ríkisstjórninni fyrir aðhald í fjármálum því útgjöldin eru að aukast. Það sem gerir buddu Geirs Haarde fjármálaráðherra svo þunga eru skatttekjurnar sem aukast sífellt samfara meiri neyslu og vaxandi hagvexti. Fyrir síðustu kosningar lofuðu báðir stjórnarflokkarnir miklum skattalækkunum. Gott og vel. Enn hafa engin loforð verið svikin því í stjórnarsáttmálanum var talað um efndir á kjörtímabilinu. Það sem er komið fram nú þegar er að eignarskattur hefur verið lækkaður en í stjórnarsáttmála var talað um afnema hann. Erfðafjárskattur hefur verið samræmdur og lækkaður, svo og hátekjuskatturinn. Þá hefur verið ákveðið að lækka tekjuskatt einstaklinga um eitt prósent á næsta ári. Í nýjasta fjárlagafrumvarpinu er talað um að meginþungi skattalækkananna komi til framkvæmda árið 2007. Nú er hins vegar árið 2004 og þá er raunveruleikinn sá að fyrstu átta mánuði ársins jukust skatttekjur ríkissjóðs verulega. Staða ríkissjóðs samkvæmt ágústuppgjöri fjármálaráðuneytisins er hátt í tólf milljörðum betri en á sama tíma í fyrra og um fimm milljörðum betri en gert var ráð fyrir í áætlun fjárlaga. Í hálf fimm fréttum KB banka kemur fram að innheimtur skattur á tekjur einstaklinga og hagnað lögaðila eykst um 20,5 prósent og nemur 53,4 milljörðum króna. Aukning í innheimtu tryggingargjalda eykst um 10,5 prósent og innheimta eignarskatta um 18,3 prósent. Hagur þjóðarinnar, eða að minnsta kosti einhverra landsmanna, er því greinilega að vænkast, tekjur að hækka og eignir að aukast í verðmæti. Met innflutningur hefur verið á bifreiðum sem endurspeglast meðal annars í því að vörugjald af bifreiðum hefur hækkað um tæp 28 prósent. Á þessum sama tíma eru útgjöld ríkissjóðs að aukast sem nemur tæplega 4,4 prósentum.
Fréttir Innlent Skattar og tollar Mest lesið Vaktin: Hvítur reykur og beðið eftir nýjum páfa Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira