Stærri, sterkari sveitarfélög 12. október 2004 00:01 Nú er fjórða vika verkfalls kennara hafið. Fjórða vikan sem grunnskólabörn eru án kennslu. Þetta verkfall er kannski ekki bagalegra fyrir menntun barnanna okkar en jóla- eða sumarfrí, en nú er nóg komið og tími kominn á samninga. Yfirlýsingar síðustu daga hafa hljómað á þann veg að það sé kominn samningsgrundvöllur á milli deiluaðila. Það sé búið að samþykkja líkan til að semja eftir, nema hvað það eigi bara að verja allt of litlum peningum í þennan samning. Hér í blaðinu í gær sagði Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins að ríkið beri ábyrgð á skólamálum í landinu, þótt framkvæmdin væri í höndum sveitarfélaganna. Þó að Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, neiti aðkomu ríkisins að þessum kjarasamningum í sömu grein lyktar pattstaða samninganna af því að báðir aðilar séu að bíða eftir því að ríkið finni til skyldu sinnar og bjargi málunum með aukaframlögum til sveitarfélaganna. Það hefur verið þrætuepli á milli sveitarfélaga og ríkisins allt frá því að sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskólanna, hvort nægir fjármunir hafi fylgt verkefninu. Sérstaklega hefur þetta verið vandamál fyrir minni sveitarfélög sem úthluta nú stærstum hluta síns fjármagns til reksturs grunnskóla. Nú í miðjum kjarasamningum er ekki rétti tíminn til að leysa það vandamál, sem á að leysast sem hluti af stærra verkefni; að stækka sveitarfélögin til að gera þau burðugri til að standa undir nærþjónustu auk þess sem fjölga þarf þeim verkefnum sem færast frá ríkinu til sveitarfélaganna. Þegar hefur komið fram tillaga frá félagsmálaráðuneytinu um að fækka sveitarfélögum úr 103 í 39. Nákvæm tala og hvaða sveitarfélög það verða sem sameinast er hægt að ræða á síðari stigum. Fyrst þarf að ræða hvaða verkefni það eru sem eiga að flytjast til sveitarfélaganna, af hverju það er hagkvæmara að sveitarfélögin sjái um þau verkefni og hvaða tekjustofnar flytjist með þeim verkefnum. Rætt er um að málefni fatlaðra og framhaldsskóla flytjist til dæmis til sveitarfélaga, sem er mjög góð hugmynd ef sveitarfélögin fá nægt fjármagn til að sinna þeim verkefnum. Með því að leikskólar, grunnskólar og framhaldsskólar séu á ábyrgð sama aðila ætti að vera hægt að þróa framhaldsskólana betur sem framhald af grunnskólum, líkt og farið er að gera með leikskóla og grunnskóla. Með því að málefni fatlaðra færist yfir á verksvið sveitarfélaga, ættu ekki að koma upp deilumál, líkt og hefur komið upp í Reykjavík um hver beri ábyrgð á fötluðum grunnskólabörnum. Sveitarfélögin eiga að vera sá hluti framkvæmdavaldsins sem sinnir nærþjónustu við Íslendinga, en ekki miðstýrt ríkisvald. Þarfir íbúa sveitarfélaganna eru mismunandi og það þarf að vera hægt að bregðast við því. En til þess þarf að endurskoða frá grunni alla tekjustofna sveitarfélaganna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Nú er fjórða vika verkfalls kennara hafið. Fjórða vikan sem grunnskólabörn eru án kennslu. Þetta verkfall er kannski ekki bagalegra fyrir menntun barnanna okkar en jóla- eða sumarfrí, en nú er nóg komið og tími kominn á samninga. Yfirlýsingar síðustu daga hafa hljómað á þann veg að það sé kominn samningsgrundvöllur á milli deiluaðila. Það sé búið að samþykkja líkan til að semja eftir, nema hvað það eigi bara að verja allt of litlum peningum í þennan samning. Hér í blaðinu í gær sagði Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins að ríkið beri ábyrgð á skólamálum í landinu, þótt framkvæmdin væri í höndum sveitarfélaganna. Þó að Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, neiti aðkomu ríkisins að þessum kjarasamningum í sömu grein lyktar pattstaða samninganna af því að báðir aðilar séu að bíða eftir því að ríkið finni til skyldu sinnar og bjargi málunum með aukaframlögum til sveitarfélaganna. Það hefur verið þrætuepli á milli sveitarfélaga og ríkisins allt frá því að sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskólanna, hvort nægir fjármunir hafi fylgt verkefninu. Sérstaklega hefur þetta verið vandamál fyrir minni sveitarfélög sem úthluta nú stærstum hluta síns fjármagns til reksturs grunnskóla. Nú í miðjum kjarasamningum er ekki rétti tíminn til að leysa það vandamál, sem á að leysast sem hluti af stærra verkefni; að stækka sveitarfélögin til að gera þau burðugri til að standa undir nærþjónustu auk þess sem fjölga þarf þeim verkefnum sem færast frá ríkinu til sveitarfélaganna. Þegar hefur komið fram tillaga frá félagsmálaráðuneytinu um að fækka sveitarfélögum úr 103 í 39. Nákvæm tala og hvaða sveitarfélög það verða sem sameinast er hægt að ræða á síðari stigum. Fyrst þarf að ræða hvaða verkefni það eru sem eiga að flytjast til sveitarfélaganna, af hverju það er hagkvæmara að sveitarfélögin sjái um þau verkefni og hvaða tekjustofnar flytjist með þeim verkefnum. Rætt er um að málefni fatlaðra og framhaldsskóla flytjist til dæmis til sveitarfélaga, sem er mjög góð hugmynd ef sveitarfélögin fá nægt fjármagn til að sinna þeim verkefnum. Með því að leikskólar, grunnskólar og framhaldsskólar séu á ábyrgð sama aðila ætti að vera hægt að þróa framhaldsskólana betur sem framhald af grunnskólum, líkt og farið er að gera með leikskóla og grunnskóla. Með því að málefni fatlaðra færist yfir á verksvið sveitarfélaga, ættu ekki að koma upp deilumál, líkt og hefur komið upp í Reykjavík um hver beri ábyrgð á fötluðum grunnskólabörnum. Sveitarfélögin eiga að vera sá hluti framkvæmdavaldsins sem sinnir nærþjónustu við Íslendinga, en ekki miðstýrt ríkisvald. Þarfir íbúa sveitarfélaganna eru mismunandi og það þarf að vera hægt að bregðast við því. En til þess þarf að endurskoða frá grunni alla tekjustofna sveitarfélaganna.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun