Lifrarbólga A geisar meðal homma 11. október 2004 00:01 Hópsýkingar af völdum lifrarbólgu A hafa brotist út meðal homma í nokkrum Evrópulöndum, en þær eru vel þekkt vandamál meðal þeirra, að sögn Haraldar Briem sóttvarnarlæknis hjá Landlæknisembættinu. Embættið hefur sent út tilkynningu vegna þessa. Snemma árs 2004 fór að bera á fjölgun sjúkdómstilfella af völdum lifrabólgu A í Danmörku. Um miðjan september höfðu greinst 158, og af þeim voru 118 eldri en 17 ára. Í Hollandi fór fjöldi tilfella vaxandi fyrri hluta árs meðal karla eldri en 17 ára. Í ágúst og september fjölgaði tilfellum af lifrarbólgu A í London og er sá faraldur bundinn við homma, að sögn Haraldar. Í Noregi geisar einnig lifrarbólga A meðal homma. Nú er vitað um 64 sjúklinga. "Þeim tilmælum er beint til manna á heimasíðu samtakanna, að þeir láti bólusetja sig gegn lifrarbólgu," sagði Þorvaldur Kristinsson formaður Samtakanna ´78. "Hins vegar er þetta bóluefni mjög dýrt. Bólusetning gegn lifrarbólgu A og B kostar um 15.000 krónur. Það er eðli ungs fólks að lifa við fjöllyndi og það þarf þar af leiðandi helst á þessu bóluefni að halda. En það er jafnframt þessi hópur sem býr við hvað minnst efni." Lifrarbólga A er bráður og mjög smitandi veirusjúkdómur og líða 2 - 6 vikur frá smitun þar til einkenna verður vart. Þau eru í upphafi lík flensueinkennum, með hita, verkjum og óþægindum í ofanverðum kvið hægra megin. Nokkrum dögum síðar fer að bera á gulu, þvag verður dökkt og hægðir ljósar. Veikindi geta staðið yfir vikum og mánuðum saman. Meginsmitleið lifrarbólgu A er saurmengun. Því eru munn og endaþarmsmök mikill áhættuþáttur sem og öll snerting við endaþarm. Smit með menguðum mat og vatni er vel þekkt. Mest hætta á smitun er vikuna fyrir og eftir að einkenna verður vart, að því er Haraldur sagði. Ráðleggur landlæknisembættið karlmönnum sem hafa kynmök við aðra karlmenn að hafa samband við heilsugæslustöðvar og láta bólusetja sig. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Sjá meira
Hópsýkingar af völdum lifrarbólgu A hafa brotist út meðal homma í nokkrum Evrópulöndum, en þær eru vel þekkt vandamál meðal þeirra, að sögn Haraldar Briem sóttvarnarlæknis hjá Landlæknisembættinu. Embættið hefur sent út tilkynningu vegna þessa. Snemma árs 2004 fór að bera á fjölgun sjúkdómstilfella af völdum lifrabólgu A í Danmörku. Um miðjan september höfðu greinst 158, og af þeim voru 118 eldri en 17 ára. Í Hollandi fór fjöldi tilfella vaxandi fyrri hluta árs meðal karla eldri en 17 ára. Í ágúst og september fjölgaði tilfellum af lifrarbólgu A í London og er sá faraldur bundinn við homma, að sögn Haraldar. Í Noregi geisar einnig lifrarbólga A meðal homma. Nú er vitað um 64 sjúklinga. "Þeim tilmælum er beint til manna á heimasíðu samtakanna, að þeir láti bólusetja sig gegn lifrarbólgu," sagði Þorvaldur Kristinsson formaður Samtakanna ´78. "Hins vegar er þetta bóluefni mjög dýrt. Bólusetning gegn lifrarbólgu A og B kostar um 15.000 krónur. Það er eðli ungs fólks að lifa við fjöllyndi og það þarf þar af leiðandi helst á þessu bóluefni að halda. En það er jafnframt þessi hópur sem býr við hvað minnst efni." Lifrarbólga A er bráður og mjög smitandi veirusjúkdómur og líða 2 - 6 vikur frá smitun þar til einkenna verður vart. Þau eru í upphafi lík flensueinkennum, með hita, verkjum og óþægindum í ofanverðum kvið hægra megin. Nokkrum dögum síðar fer að bera á gulu, þvag verður dökkt og hægðir ljósar. Veikindi geta staðið yfir vikum og mánuðum saman. Meginsmitleið lifrarbólgu A er saurmengun. Því eru munn og endaþarmsmök mikill áhættuþáttur sem og öll snerting við endaþarm. Smit með menguðum mat og vatni er vel þekkt. Mest hætta á smitun er vikuna fyrir og eftir að einkenna verður vart, að því er Haraldur sagði. Ráðleggur landlæknisembættið karlmönnum sem hafa kynmök við aðra karlmenn að hafa samband við heilsugæslustöðvar og láta bólusetja sig.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Sjá meira