Slæmt upplýsingastreymi hjá FB 10. október 2004 00:01 Þess sjást engin merki, hvorki í námsvísi né á heimasíðu Fjölbrautaskólans í Breiðholti, að skólinn veki athygli nemenda á því að sum stúdentspróf skólans veita ekki aðgang að Háskóla Íslands. Stór hluti þeirra nemenda sem útskrifast sem stúdentar úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti um áramótin fær ekki inni í Háskóla Íslands þar sem skólinn telur stúdentspróf þeirra ekki uppfylla kröfur skólans til að fá inngöngu. Aðstoðarmaður háskólarektors sagði í fréttum okkar í gær að stúdentspróf væri einfaldlega ekki lengur bara stúdentspróf; sum duga til náms í Háskóla Íslands, en önnur ekki. Svona hefði þetta verið síðan ný lög tóku gildi um framhaldsskóla árið 1999. Hann segir Háskólann kynna þetta vel fyrir öllum nýnemum framhaldsskólanna en að hugsanlega kynnu skólarnir sjálfir þetta ekki nægjanlega vel fyrir nemendum. Áfangastjóri Fjölbrautaskólans í Breiðholti taldi þetta vel kynnt fyrir nemendum en vísbendingar eru um að svo sé alls ekki. Ef rýnt er á heimasíðu skólans sér þess ekki merki að stúdentspróf af viðskiptabraut, listnáms- eða iðnaðarbrautum dugi ekki til að fá inni í Háskólanum. Í námsvísi skólans kemur hvergi fram að þessi stúdentspróf séu síðri en önnur, öðru nær, þar stendur til að mynda að nemendur listnámsbrautar geti bætt við sig og aflað sér þannig almennra réttinda til náms á háskólastigi með því að ljúka stúdentsprófi. ´ Þá segja nemendur sem fréttastofa hefur rætt við að umsjónarkennarar veki enga athygli á þessu. Það er því ljóst að stjórnendur FB verða að bæta upplýsingastreymi sitt til nemenda til að komast hjá óánægju á borð við þá sem nú ríkir á meðal komandi útskriftarhóps. Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þess sjást engin merki, hvorki í námsvísi né á heimasíðu Fjölbrautaskólans í Breiðholti, að skólinn veki athygli nemenda á því að sum stúdentspróf skólans veita ekki aðgang að Háskóla Íslands. Stór hluti þeirra nemenda sem útskrifast sem stúdentar úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti um áramótin fær ekki inni í Háskóla Íslands þar sem skólinn telur stúdentspróf þeirra ekki uppfylla kröfur skólans til að fá inngöngu. Aðstoðarmaður háskólarektors sagði í fréttum okkar í gær að stúdentspróf væri einfaldlega ekki lengur bara stúdentspróf; sum duga til náms í Háskóla Íslands, en önnur ekki. Svona hefði þetta verið síðan ný lög tóku gildi um framhaldsskóla árið 1999. Hann segir Háskólann kynna þetta vel fyrir öllum nýnemum framhaldsskólanna en að hugsanlega kynnu skólarnir sjálfir þetta ekki nægjanlega vel fyrir nemendum. Áfangastjóri Fjölbrautaskólans í Breiðholti taldi þetta vel kynnt fyrir nemendum en vísbendingar eru um að svo sé alls ekki. Ef rýnt er á heimasíðu skólans sér þess ekki merki að stúdentspróf af viðskiptabraut, listnáms- eða iðnaðarbrautum dugi ekki til að fá inni í Háskólanum. Í námsvísi skólans kemur hvergi fram að þessi stúdentspróf séu síðri en önnur, öðru nær, þar stendur til að mynda að nemendur listnámsbrautar geti bætt við sig og aflað sér þannig almennra réttinda til náms á háskólastigi með því að ljúka stúdentsprófi. ´ Þá segja nemendur sem fréttastofa hefur rætt við að umsjónarkennarar veki enga athygli á þessu. Það er því ljóst að stjórnendur FB verða að bæta upplýsingastreymi sitt til nemenda til að komast hjá óánægju á borð við þá sem nú ríkir á meðal komandi útskriftarhóps.
Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira