Nefndin strax orðin umdeild 8. október 2004 00:01 Ný nefnd menntamálaráðherra um fjölmiðla hefur ekki verið skipuð en er þegar orðin umdeild. Nefndinni er ætlað ákveðið sáttahlutverk svo næsta frumvarp um fjölmiðla hljóti önnur örlög en það síðasta. Það byrjar hins vegar ekki vel því stjórnarandstaðan er ósátt við hvernig skipa á nefndina. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ætlar að skipa nefnd til að fara stöðuna á fjölmiðlamarkaði og það umhverfi sem íslenskir fjölmiðlar starfa í. Þessi nefnd á að skila tillögum á vormánuðum og í framhaldi ætlar ráðherra að leggja fram frumvarp á Alþingi. Þetta hljómar kunnuglega, ekki satt? Ekki þarf að fjölyrða um þær deilur sem urðu í vor og sumar um tilraunir ríkisstjórnarinnar til að setja fjölmiðlalög á grundvelli skýrslu síðustu fjölmiðlanefndar. Nýju nefndinni er ætlað að hafa samráð við alla þá sem koma að og hafa hagsmuni sem tengjast fjölmiðlum, að skoða sem sagt ýmislegt sem gamla nefndin gerði ekki. Þar má nefna stöðu Ríkisútvarpsins og hvaða áhrif framþróun í tækni hefur. Nú á að gera hlutina með öðrum hætti með það að markmiði að samstaða náist um þessi mál segir ráðherra. Í sem stystu máli þá segist ríkisstjórnin vera að læra af reynslunni. Menntamálaráðherra segir alltaf heilbrigt að líta í eign barm en ef hún skynji þetta rétt voru menn fyrst og fremst ósáttir við aðferðafræðina. Annars hafi allir verið sammála um að setja eigi löggjöf um starfsemi og eignarhald á fjölmiðlum og ráðherra vonar að með þessu sé hún að koma til móts við sem flesta og í sem bestri sátt við alla. Sátt og sátt. Stjórnarandstaðan er í það minnsta þegar sammála um að vera ósátt við að nefndin skuli vera skipuð þremur fulltrúum stjórnar og tveimur fulltrúum stjórnarandstöðu. Þorgerður Katrín segir stjórnarandstöðuna hafa verið mjög samhenta í þessu máli og því ætti að vera auðvelt fyrir hana að velja tvo fulltrúa í nefndina. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir þetta vissulega skref í rétta átt og vinnubrögðin miklu gæfulegri en þau sem stunduð hafa verið undanfarna mánuði og misseri. Hann lýsir hins vegar yfir vonbrigðum ef ekki á að leyfa öllum þátttöku í nefndinni á jafnræðisgrunni. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir stjórnarandstöðunni ekki verða skotaskuld úr því að koma sér saman um tvo fulltrúa. Hann er hins vegar þeirrar skoðunar að ef menn vilji einlæglega ná friði sé best að fá öll sjónarmiðin fram. Össur myndi líka vilja hafa fulltrúa fjölmiðla í nefndinni. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sýnist tilhögun nefndarinnar eiga að verða til þess að hans flokkur verði settur til hliðar. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Ný nefnd menntamálaráðherra um fjölmiðla hefur ekki verið skipuð en er þegar orðin umdeild. Nefndinni er ætlað ákveðið sáttahlutverk svo næsta frumvarp um fjölmiðla hljóti önnur örlög en það síðasta. Það byrjar hins vegar ekki vel því stjórnarandstaðan er ósátt við hvernig skipa á nefndina. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ætlar að skipa nefnd til að fara stöðuna á fjölmiðlamarkaði og það umhverfi sem íslenskir fjölmiðlar starfa í. Þessi nefnd á að skila tillögum á vormánuðum og í framhaldi ætlar ráðherra að leggja fram frumvarp á Alþingi. Þetta hljómar kunnuglega, ekki satt? Ekki þarf að fjölyrða um þær deilur sem urðu í vor og sumar um tilraunir ríkisstjórnarinnar til að setja fjölmiðlalög á grundvelli skýrslu síðustu fjölmiðlanefndar. Nýju nefndinni er ætlað að hafa samráð við alla þá sem koma að og hafa hagsmuni sem tengjast fjölmiðlum, að skoða sem sagt ýmislegt sem gamla nefndin gerði ekki. Þar má nefna stöðu Ríkisútvarpsins og hvaða áhrif framþróun í tækni hefur. Nú á að gera hlutina með öðrum hætti með það að markmiði að samstaða náist um þessi mál segir ráðherra. Í sem stystu máli þá segist ríkisstjórnin vera að læra af reynslunni. Menntamálaráðherra segir alltaf heilbrigt að líta í eign barm en ef hún skynji þetta rétt voru menn fyrst og fremst ósáttir við aðferðafræðina. Annars hafi allir verið sammála um að setja eigi löggjöf um starfsemi og eignarhald á fjölmiðlum og ráðherra vonar að með þessu sé hún að koma til móts við sem flesta og í sem bestri sátt við alla. Sátt og sátt. Stjórnarandstaðan er í það minnsta þegar sammála um að vera ósátt við að nefndin skuli vera skipuð þremur fulltrúum stjórnar og tveimur fulltrúum stjórnarandstöðu. Þorgerður Katrín segir stjórnarandstöðuna hafa verið mjög samhenta í þessu máli og því ætti að vera auðvelt fyrir hana að velja tvo fulltrúa í nefndina. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir þetta vissulega skref í rétta átt og vinnubrögðin miklu gæfulegri en þau sem stunduð hafa verið undanfarna mánuði og misseri. Hann lýsir hins vegar yfir vonbrigðum ef ekki á að leyfa öllum þátttöku í nefndinni á jafnræðisgrunni. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir stjórnarandstöðunni ekki verða skotaskuld úr því að koma sér saman um tvo fulltrúa. Hann er hins vegar þeirrar skoðunar að ef menn vilji einlæglega ná friði sé best að fá öll sjónarmiðin fram. Össur myndi líka vilja hafa fulltrúa fjölmiðla í nefndinni. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sýnist tilhögun nefndarinnar eiga að verða til þess að hans flokkur verði settur til hliðar.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent