Dæmdur í tveggja mánaða fangelsi 8. október 2004 00:01 Ragnar Sigurjónsson, sem var framseldur frá Taílandi fyrr á árinu, var í dag dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. Þar af eru fjórir mánuðir skilorðsbundnir. Ákæruvaldið krafðist fimm mánaða fangelsisvistar. Forsaga málsins er löng. Ragnar, sem nú er 62 ára gamall, var á sínum tíma sölustjóri í sjávarafurðadeild Sambandsins og sá þar meðal annars um útflutning á þurrkuðum þorskhausum til Nígeríu. Árið 1998 var gefin út ákæra á hendur honum fyrir fjársvik í garð Nígeríumanns sem greiddi honum á 5 milljón króna fyrir þúsund sekki af þurrkuðum þorskhausum sem aldrei voru afhentir. Ragnar mætti fyrir Héraðsdóm Reykjaness en áður en málið var leitt til lykta hvarf hann sporlaust í Lundúnum. Hann hefur haldið til í Taílandi síðustu ár, eða þar til hann var framseldur hingað til lands fyrr á árinu þegar þráðurinn var tekinn upp í dómsmálinu að nýju. Fyrir réttinum sagði Ragnar að ástæða þess að hann flúði land hefði verið af persónulegum toga. Hann hefði ekki reynt að flýja réttvísina. Hann benti á að að hann hefði endurgreitt Nígeríumanninum hluta fjárins til baka og ætlunin hefði verið að endurgreiða honum að fullu. Vitni sagði auk þess frá því að Nígeríumaðurinn hefði hótað Ragnari lífláti og að hótanirnar hefðu beinst að fjölskyldu hans. Í niðurstöðu Héraðsdóms segir að á þeim tíma sem viðskiptin áttu sér stað hafi Ragnar verið gjaldþrota og samningar, sem hann gerði og voru í nafni gjaldþrota fyrirtækis hans, hafi verið óheimilt. Þá taldi dómurinn ekki sannað að hvarf Ragnars á sínum tíma hafi verið vegna þess að hann hafi ætlað að koma sér hjá refsingu. Hins vegar hafi hann reynt að hafa meira fé út úr kærandanum, þrátt fyrir að sá hefði greitt fyrir umrædda skreið að fullu. Engin skaðabótakrafa lá fyrir í málinu. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Ragnar Sigurjónsson, sem var framseldur frá Taílandi fyrr á árinu, var í dag dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. Þar af eru fjórir mánuðir skilorðsbundnir. Ákæruvaldið krafðist fimm mánaða fangelsisvistar. Forsaga málsins er löng. Ragnar, sem nú er 62 ára gamall, var á sínum tíma sölustjóri í sjávarafurðadeild Sambandsins og sá þar meðal annars um útflutning á þurrkuðum þorskhausum til Nígeríu. Árið 1998 var gefin út ákæra á hendur honum fyrir fjársvik í garð Nígeríumanns sem greiddi honum á 5 milljón króna fyrir þúsund sekki af þurrkuðum þorskhausum sem aldrei voru afhentir. Ragnar mætti fyrir Héraðsdóm Reykjaness en áður en málið var leitt til lykta hvarf hann sporlaust í Lundúnum. Hann hefur haldið til í Taílandi síðustu ár, eða þar til hann var framseldur hingað til lands fyrr á árinu þegar þráðurinn var tekinn upp í dómsmálinu að nýju. Fyrir réttinum sagði Ragnar að ástæða þess að hann flúði land hefði verið af persónulegum toga. Hann hefði ekki reynt að flýja réttvísina. Hann benti á að að hann hefði endurgreitt Nígeríumanninum hluta fjárins til baka og ætlunin hefði verið að endurgreiða honum að fullu. Vitni sagði auk þess frá því að Nígeríumaðurinn hefði hótað Ragnari lífláti og að hótanirnar hefðu beinst að fjölskyldu hans. Í niðurstöðu Héraðsdóms segir að á þeim tíma sem viðskiptin áttu sér stað hafi Ragnar verið gjaldþrota og samningar, sem hann gerði og voru í nafni gjaldþrota fyrirtækis hans, hafi verið óheimilt. Þá taldi dómurinn ekki sannað að hvarf Ragnars á sínum tíma hafi verið vegna þess að hann hafi ætlað að koma sér hjá refsingu. Hins vegar hafi hann reynt að hafa meira fé út úr kærandanum, þrátt fyrir að sá hefði greitt fyrir umrædda skreið að fullu. Engin skaðabótakrafa lá fyrir í málinu.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira