Nauðsynlegt í bílinn 8. október 2004 00:01 Rúðuskafan ómissandi Kaldar nætur kalla fram hrím á rúður og því er rúðuskafan algert þarfaþing. Vísakortið verður fljótt lúið og er auk þess heldur afkastalítið verkfæri þegar ráðast skal gegn alhrímuðum gluggum. Ekki er verra að eiga tvær sköfur, aðra litla í hurðarhólfinu og hina með skafti og bursta sem getur geymst undir framsætinu. Hrein þurrkublöð Þurrkublöðin eru mikilvæg öryggistæki og í hausthretum er áríðandi að hafa þau í lagi, svo eitthvað sjáist út. Ef blöðin eru orðin slitin er tímabært að skipta en annars er nóg að hreinsa þau með því að væta tusku í ísvara og þvo af þeim tjöruna. Mælum frostlöginn Kælivökvinn á vatnskassanum er eitt af því sem þarf að athuga. Sjálfsagt er að fara með bílinn á bensínstöð eða verkstæði og láta mæla hversu mikið frost hann þolir og að sjálfsögðu bæta frostlegi á ef þörf krefur svo kerfið springi nú ekki þegar kuldinn nístir. Lásaspreyið innanhúss Fátt er ergilegra en þegar bíllæsingin er frosin að morgni dags og allir að verða of seinir. Vissara er að hafa lásasprey tiltækt í verkfæraskúffu inni eða í veskinu því ekki gagnast það innilokað í bílnum þegar hann lætur ekki opnast. Spreyið gerir kraftaverk. Ísvari í rúðupissið Nauðsynlegt er að nota ísvara í rúðupissið í frostinu og hafa blönduna góða svo vökvinn frjósi ekki um leið og hann snertir ískalda rúðuna. Bónið ver Þegar saltausturinn byrjar á göturnar mæðir mikið á lakkinu en bón ver lakkið skemmdum og hrindir frá sér slabbinu. Góð dekk Dekkin þurfa að vera af þeim grófleika að geta mætt hálku og snjó og veitt þar viðnám. Nagladekkjatíminn hefst 1. nóvember en heilsársdekk henta í flestum tilfellum vel. Þeir sem eru þegar með góða hjólbarða og þurfa ekki að skipta ættu að huga að þvotti því tjara sest í dekkin og gerir þau sleip þegar ekið er í snjó og hálku. Hrein þurrkublöð.Mynd/PjéturFrostlögur.Mynd/PjéturLásasprey.Mynd/PjéturBón.Mynd/Pjétur Bílar Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fleiri fréttir Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Rúðuskafan ómissandi Kaldar nætur kalla fram hrím á rúður og því er rúðuskafan algert þarfaþing. Vísakortið verður fljótt lúið og er auk þess heldur afkastalítið verkfæri þegar ráðast skal gegn alhrímuðum gluggum. Ekki er verra að eiga tvær sköfur, aðra litla í hurðarhólfinu og hina með skafti og bursta sem getur geymst undir framsætinu. Hrein þurrkublöð Þurrkublöðin eru mikilvæg öryggistæki og í hausthretum er áríðandi að hafa þau í lagi, svo eitthvað sjáist út. Ef blöðin eru orðin slitin er tímabært að skipta en annars er nóg að hreinsa þau með því að væta tusku í ísvara og þvo af þeim tjöruna. Mælum frostlöginn Kælivökvinn á vatnskassanum er eitt af því sem þarf að athuga. Sjálfsagt er að fara með bílinn á bensínstöð eða verkstæði og láta mæla hversu mikið frost hann þolir og að sjálfsögðu bæta frostlegi á ef þörf krefur svo kerfið springi nú ekki þegar kuldinn nístir. Lásaspreyið innanhúss Fátt er ergilegra en þegar bíllæsingin er frosin að morgni dags og allir að verða of seinir. Vissara er að hafa lásasprey tiltækt í verkfæraskúffu inni eða í veskinu því ekki gagnast það innilokað í bílnum þegar hann lætur ekki opnast. Spreyið gerir kraftaverk. Ísvari í rúðupissið Nauðsynlegt er að nota ísvara í rúðupissið í frostinu og hafa blönduna góða svo vökvinn frjósi ekki um leið og hann snertir ískalda rúðuna. Bónið ver Þegar saltausturinn byrjar á göturnar mæðir mikið á lakkinu en bón ver lakkið skemmdum og hrindir frá sér slabbinu. Góð dekk Dekkin þurfa að vera af þeim grófleika að geta mætt hálku og snjó og veitt þar viðnám. Nagladekkjatíminn hefst 1. nóvember en heilsársdekk henta í flestum tilfellum vel. Þeir sem eru þegar með góða hjólbarða og þurfa ekki að skipta ættu að huga að þvotti því tjara sest í dekkin og gerir þau sleip þegar ekið er í snjó og hálku. Hrein þurrkublöð.Mynd/PjéturFrostlögur.Mynd/PjéturLásasprey.Mynd/PjéturBón.Mynd/Pjétur
Bílar Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fleiri fréttir Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning