Bolir með Che - eða Thatcher? 8. október 2004 00:01 Ungir frjálshyggjumenn hafa sett upp vefsíðu til minningar um alþýðuhetjuna Che Guevara, en mynd þessa íkons prýðir skyrtuboli margra ungmenna. Þarna er staðhæft að hann hafi verið versta fól. Síðan hefur yfirskriftina Che - tískufyrirbærið og morðinginn. Á ungkratavefnum skodun.is er þessu fagnað en líka hvatt til þess að þeir sem ganga í bolum með mynd af frú Margréti Thatcher skoði sinn gang, hún hafi verið siðleysingi og óbilandi stuðningsmaður fjöldamorðingja. Ég hef samt ekki séð marga í bolum með mynd af Járnfrúnni. Ganga stuðningsmenn hennar ekki frekar í jakkafötum - kannski í bol innan undir skyrtunni? Þegar ég var í námi í París fyrir mörgum árum bjó ég í sama húsi og ógurlega sæt islensk stúlka sem var í borginni til að læra förðun. Hún gekk í mjög smart gallajakka með risastórri mynd af Maó formanni aftan á. Mér varð á að spyrja hana hver þetta væri? Hún hafði ekki hugmynd um það. En af því hún var svo fögur þá var það ég sem varð vandræðalegur, ekki hún. --- --- --- Skoðun er reyndar mikill ágætis vefur, miklu ferskari en almennt gerist á þeim vefsvæðum þar sem flokkshestarnir hafa tökin. Ungur penni, Vésteinn Valgarðsson, skrifar litla athugasemd um "fjölmenningarsamfélagið" - það er framhald af pælingum sem hafa verið í gangi þarna á vefnum. Á ég ekki bara að segja að þetta sé eins og talað út úr minu hjarta? "Ég verð nú að viðurkenna að orðið „fjölmenningarsamfélag“ lætur illa í eyrum mínum. Ekki vegna þess að ég hafi neitt á móti fólki, heldur vegna þess að hugmyndin um „margar menningar“ í einu samfélagi hljómar eins og hálfgerð þversögn í mínum eyrum. Ég sé fyrir mér samfélag með fjölbreyttu fólki, en einni menningu: menningu lýðræðis, umburðarlyndis, manngildis og mannlegrar reisnar. Ég held reyndar að það sé ósköp svipað þeim skilningi sem þeir sem þú kallar „fjölmenningarsinna“ (en ég mundi frekar kalla umburðarlynda) leggja í orðið „fjölmenning“... --- --- --- Reykjavíkurakademían heldur fund á morgun, laugardag, og stendur í fundarboði að rædd verði sú "brennandi" spurning hvort hætta eigi við Káranhjúkavirkjun? Nú hlýtur að teljast næsta einstakt að hætt sé við svona framkvæmd í miðju kafi - það er nú varla gert nema eitthvað mikið komi upp á. Spurningin getur því varla talist mjög brennandi, þótt sumir brenni sjálfsagt ennþá í andanum vegna málsins. En maður getur þó ekki annað en dáðst að þeim sem halda svona fundi og leggja á sig að bjóða þangað sjálfum Smára Geirssyni að austan. Nema hann skipti um skoðun eins og Páll á veginum til Damaskus: "Smári biðst afsökunar - vill hætta við allt!" --- --- --- Annars er hér skemmtilegur stjórnmálaleikur sem menn geta dundað sér við um helgina um helgina. Við getum kallað það "Litla stjórnmálaprófið". Ég ætla ekki að gefa upp hver var útkoman hjá mér - maður gæti lent í því að vera dreginn í dilka. Látum nægja að segja að ég sé ekki repúblikani. Litla stjórnmálaprófið Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Ungir frjálshyggjumenn hafa sett upp vefsíðu til minningar um alþýðuhetjuna Che Guevara, en mynd þessa íkons prýðir skyrtuboli margra ungmenna. Þarna er staðhæft að hann hafi verið versta fól. Síðan hefur yfirskriftina Che - tískufyrirbærið og morðinginn. Á ungkratavefnum skodun.is er þessu fagnað en líka hvatt til þess að þeir sem ganga í bolum með mynd af frú Margréti Thatcher skoði sinn gang, hún hafi verið siðleysingi og óbilandi stuðningsmaður fjöldamorðingja. Ég hef samt ekki séð marga í bolum með mynd af Járnfrúnni. Ganga stuðningsmenn hennar ekki frekar í jakkafötum - kannski í bol innan undir skyrtunni? Þegar ég var í námi í París fyrir mörgum árum bjó ég í sama húsi og ógurlega sæt islensk stúlka sem var í borginni til að læra förðun. Hún gekk í mjög smart gallajakka með risastórri mynd af Maó formanni aftan á. Mér varð á að spyrja hana hver þetta væri? Hún hafði ekki hugmynd um það. En af því hún var svo fögur þá var það ég sem varð vandræðalegur, ekki hún. --- --- --- Skoðun er reyndar mikill ágætis vefur, miklu ferskari en almennt gerist á þeim vefsvæðum þar sem flokkshestarnir hafa tökin. Ungur penni, Vésteinn Valgarðsson, skrifar litla athugasemd um "fjölmenningarsamfélagið" - það er framhald af pælingum sem hafa verið í gangi þarna á vefnum. Á ég ekki bara að segja að þetta sé eins og talað út úr minu hjarta? "Ég verð nú að viðurkenna að orðið „fjölmenningarsamfélag“ lætur illa í eyrum mínum. Ekki vegna þess að ég hafi neitt á móti fólki, heldur vegna þess að hugmyndin um „margar menningar“ í einu samfélagi hljómar eins og hálfgerð þversögn í mínum eyrum. Ég sé fyrir mér samfélag með fjölbreyttu fólki, en einni menningu: menningu lýðræðis, umburðarlyndis, manngildis og mannlegrar reisnar. Ég held reyndar að það sé ósköp svipað þeim skilningi sem þeir sem þú kallar „fjölmenningarsinna“ (en ég mundi frekar kalla umburðarlynda) leggja í orðið „fjölmenning“... --- --- --- Reykjavíkurakademían heldur fund á morgun, laugardag, og stendur í fundarboði að rædd verði sú "brennandi" spurning hvort hætta eigi við Káranhjúkavirkjun? Nú hlýtur að teljast næsta einstakt að hætt sé við svona framkvæmd í miðju kafi - það er nú varla gert nema eitthvað mikið komi upp á. Spurningin getur því varla talist mjög brennandi, þótt sumir brenni sjálfsagt ennþá í andanum vegna málsins. En maður getur þó ekki annað en dáðst að þeim sem halda svona fundi og leggja á sig að bjóða þangað sjálfum Smára Geirssyni að austan. Nema hann skipti um skoðun eins og Páll á veginum til Damaskus: "Smári biðst afsökunar - vill hætta við allt!" --- --- --- Annars er hér skemmtilegur stjórnmálaleikur sem menn geta dundað sér við um helgina um helgina. Við getum kallað það "Litla stjórnmálaprófið". Ég ætla ekki að gefa upp hver var útkoman hjá mér - maður gæti lent í því að vera dreginn í dilka. Látum nægja að segja að ég sé ekki repúblikani. Litla stjórnmálaprófið
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun