Axarmaðurinn játar brot sitt 7. október 2004 00:01 28 ára gamall maður játaði í gær fyrir héraðdómi að hafa rænt útibú Landsbankans við Gullinbrú með öxi að vopni í maí síðastliðnum. Hvorugur sökunauta hans gat mætt við réttarhaldið því annar var veikur en hinn úti á sjó. Gjaldkeri í bankanum sem meiddist við ránið segist hafa orðið fyrir miklu áfalli við atburðinn. Aðalmeðferð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn þremur mönnum á aldrinum 20-28 ára hófst í gær en þeim er gefið að sök að hafa rænt útibú Landsbanka Íslands við Gullinbrú í Grafarvogi, föstudaginn 21. maí síðastliðinn. Aðeins einn sakborninganna mætti til réttarhaldsins en annar var með flensu og sá þriðji úti á sjó. Að sögn mannsins, höfuðpaursins í málinu, var ránið "eins óskipulagt og hægt var". Hann hafi hitt félaga sína í gleðskap í íbúð á Funahöfða nóttina áður þar sem þeir höfðu setið að sumbli. Í morgunsárið datt þeim í hug að fara í bíltúr og kvaðst höfuðpaurinn hafa fengið hugmyndin að ráninu á meðan á ökuferðinni stóð en öxina hafði hann tekið með sér í gleðskapinn. Áður en maðurinn fór inn í bankann var hann kvaddur með orðunum: "Í guðanna bænum farðu varlega." Á meðan félagarnir biðu í bílnum mölbraut axarmaðurinn glerskilrúm á gjaldkerastúku með vopni sínu og komst hann svo út með 570.000 krónur. Fleygði hann þýfinu inn um glugga á bifreiðinni og hljóp svo burt en lögreglan handtók hann skammt frá bankanum. Vitorðsmennirnir komust undan með ránsfenginn og er ekki vitað hvað varð um peningana. Talið er líklegast að þeim hafi verið komið til fíkniefnasala sem axarmaðurinn skuldaði mikið fé en að eigin sögn var hann í mikilli neyslu á þessum tíma.. Gjaldkeri sem bar vitni fyrir réttinum sagðist hafa orðið einskis vör fyrr en hún heyrði mikinn skarkala og glerbrotum rigndi yfir hana. Skarst hún á andliti og handleggjum við atganginn. Varð hún skelfingu lostin þar sem ræninginn sveiflaði öxinni aðeins fáeina þumlunga frá henni. Situr atburðurinn enn í gjaldkeranum sem leitaði sálfræðiaðstoðar í kjölfar hans. Aðalmeðferð verður haldið áfram 13. október en þá er vonast til að sakborningum heilsist betur eða séu komnir í land. Dómsmál Fréttir Lög og regla Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
28 ára gamall maður játaði í gær fyrir héraðdómi að hafa rænt útibú Landsbankans við Gullinbrú með öxi að vopni í maí síðastliðnum. Hvorugur sökunauta hans gat mætt við réttarhaldið því annar var veikur en hinn úti á sjó. Gjaldkeri í bankanum sem meiddist við ránið segist hafa orðið fyrir miklu áfalli við atburðinn. Aðalmeðferð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn þremur mönnum á aldrinum 20-28 ára hófst í gær en þeim er gefið að sök að hafa rænt útibú Landsbanka Íslands við Gullinbrú í Grafarvogi, föstudaginn 21. maí síðastliðinn. Aðeins einn sakborninganna mætti til réttarhaldsins en annar var með flensu og sá þriðji úti á sjó. Að sögn mannsins, höfuðpaursins í málinu, var ránið "eins óskipulagt og hægt var". Hann hafi hitt félaga sína í gleðskap í íbúð á Funahöfða nóttina áður þar sem þeir höfðu setið að sumbli. Í morgunsárið datt þeim í hug að fara í bíltúr og kvaðst höfuðpaurinn hafa fengið hugmyndin að ráninu á meðan á ökuferðinni stóð en öxina hafði hann tekið með sér í gleðskapinn. Áður en maðurinn fór inn í bankann var hann kvaddur með orðunum: "Í guðanna bænum farðu varlega." Á meðan félagarnir biðu í bílnum mölbraut axarmaðurinn glerskilrúm á gjaldkerastúku með vopni sínu og komst hann svo út með 570.000 krónur. Fleygði hann þýfinu inn um glugga á bifreiðinni og hljóp svo burt en lögreglan handtók hann skammt frá bankanum. Vitorðsmennirnir komust undan með ránsfenginn og er ekki vitað hvað varð um peningana. Talið er líklegast að þeim hafi verið komið til fíkniefnasala sem axarmaðurinn skuldaði mikið fé en að eigin sögn var hann í mikilli neyslu á þessum tíma.. Gjaldkeri sem bar vitni fyrir réttinum sagðist hafa orðið einskis vör fyrr en hún heyrði mikinn skarkala og glerbrotum rigndi yfir hana. Skarst hún á andliti og handleggjum við atganginn. Varð hún skelfingu lostin þar sem ræninginn sveiflaði öxinni aðeins fáeina þumlunga frá henni. Situr atburðurinn enn í gjaldkeranum sem leitaði sálfræðiaðstoðar í kjölfar hans. Aðalmeðferð verður haldið áfram 13. október en þá er vonast til að sakborningum heilsist betur eða séu komnir í land.
Dómsmál Fréttir Lög og regla Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira