Hvetur fólk til meiri vinnu 5. október 2004 00:01 Deilt var á Geir Haarde fjármálaráðherra í umræðum um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í dag. Geir var sakaður um að hygla hálauna- og stóreignafólki með skattalækkunum en láta hina sitja eftir. Ráðherra svaraði því til að þessu fyrirkomulagi væri ætlað að hvetja fólk til að vinna meira. Geir sagði markmiðið vera að minnka jaðaráhrifin í skattkerfinu og gera það meira eftisóknarvert að afla sér meiri tekna. „Með öðrum orðum; þetta eru vinnuhvetjandi aðgerðir. Þær hvetja til þess að vinnuframboð aukist,“ sagði Geir á Alþingi í dag. Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði skýringar fjármálaráðherra á þeirri leið sem ríkisstjórnin valdi ágætar. Það væri göfugt markmið út af fyrir sig að hvetja hátekjumenn til að vinna meir. Og fjármálaráðherra sagði málfutning um ríkisfjármálin hafa verið villandi undanfarna daga, þar sem því hafi verið haldið blákalt fram að allt hefði farið úr böndunum undanfarin ár og afkoman orðið áttatíu milljörðum lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ráðherrann sagði afar villandi að bera saman fjárlögin og endanlega niðurstöðu í ríkisreikningi vegna ýmissa óreglulegra liða og sérstakra aðstæðna. Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður segir að sama ríkisstjórn hafi kynnt sérstaka breytingu árið 1996 sem gerði þetta tvennt samanburðarhæft. Hann segir að fjármálaráðherra sjálfur hafi notað þennan samanburð í þinginu í dag en í því samhengi sem henti honum. „Svo má einnig rifja það upp að árið 1996 lagði þessi sama ríkisstjórn fram frumvarp til fjárreiða ríkisins þar sem stendur orðrétt að sú breyting, sem var gerð þá, geri að verkum að fjárlög og ríkisreikningur verði að fullu samanburðarhæf. Þetta stendur berum orðum í frumvarpi þessarrar sömu ríkisstjórnar sem Geir H. Haarde tilheyrir,“ segir Ágúst Ólafur. Fréttir Innlent Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira
Deilt var á Geir Haarde fjármálaráðherra í umræðum um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í dag. Geir var sakaður um að hygla hálauna- og stóreignafólki með skattalækkunum en láta hina sitja eftir. Ráðherra svaraði því til að þessu fyrirkomulagi væri ætlað að hvetja fólk til að vinna meira. Geir sagði markmiðið vera að minnka jaðaráhrifin í skattkerfinu og gera það meira eftisóknarvert að afla sér meiri tekna. „Með öðrum orðum; þetta eru vinnuhvetjandi aðgerðir. Þær hvetja til þess að vinnuframboð aukist,“ sagði Geir á Alþingi í dag. Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði skýringar fjármálaráðherra á þeirri leið sem ríkisstjórnin valdi ágætar. Það væri göfugt markmið út af fyrir sig að hvetja hátekjumenn til að vinna meir. Og fjármálaráðherra sagði málfutning um ríkisfjármálin hafa verið villandi undanfarna daga, þar sem því hafi verið haldið blákalt fram að allt hefði farið úr böndunum undanfarin ár og afkoman orðið áttatíu milljörðum lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ráðherrann sagði afar villandi að bera saman fjárlögin og endanlega niðurstöðu í ríkisreikningi vegna ýmissa óreglulegra liða og sérstakra aðstæðna. Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður segir að sama ríkisstjórn hafi kynnt sérstaka breytingu árið 1996 sem gerði þetta tvennt samanburðarhæft. Hann segir að fjármálaráðherra sjálfur hafi notað þennan samanburð í þinginu í dag en í því samhengi sem henti honum. „Svo má einnig rifja það upp að árið 1996 lagði þessi sama ríkisstjórn fram frumvarp til fjárreiða ríkisins þar sem stendur orðrétt að sú breyting, sem var gerð þá, geri að verkum að fjárlög og ríkisreikningur verði að fullu samanburðarhæf. Þetta stendur berum orðum í frumvarpi þessarrar sömu ríkisstjórnar sem Geir H. Haarde tilheyrir,“ segir Ágúst Ólafur.
Fréttir Innlent Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira