Kappræður Cheneys og Edwards 5. október 2004 00:01 Kappræður Dicks Cheneys og Johns Edwards í kvöld eru taldar skipta meira máli en kappræður varaforsetaefna geri alla jafna. Búist er við að metfjöldi áhorfenda fylgist með kappræðunum þar sem innrásin í Írak verður líklega efst á baugi. Skoðanakannanir benda til þess að John Kerry hafi haft mun betur en George Bush í kappræðum forsetaframbjóðendanna á fimmtudaginn. Í kvöld er röðin komin að varforsetaefnunum Dick Cheney og John Edwards að setjast á rökstóla. Frammistaða Kerrys á fimmtudaginn hefur hleypt spennu í kosningabaráttuna á nýjan leik og með tilliti til þess hve jafnt er komið á með þeim Bush og Kerry eru kappræðurnar í kvöld taldar skipta meira máli en oftast áður þegar varaforsetaefni hafa mæst. Þá vekur það einnig sérstakan áhuga fólks á kappræðunum í kvöld hve gríðarlega ólíkir þeir Edwards og Cheney eru. Edwards er 51 árs gamall, unglegur og frískur, ættaður frá Suðurríkjunum og er á sínu fyrsta kjörtímabili sem þingmaður. Cheney, sem er 63 ára og kemur frá vesturhluta Bandaríkjanna, þykir hins vegar þyngri á manninn og virðist eldri en árin 63 gefa til kynna, auk þess sem hann hefur meira en þrjátíu ára reynslu af pólitík. Repúblikanar vonast til þess að sú reynslu muni nýtast honum til þess að hafa betur gegn hinum óreynda Edwards í kvöld. Demókratar binda á hinn bóginn miklar vonir við að frískleg framganga síns manns og reynsla úr réttarsölum muni vinna með honum gegn hinu þunga yfirbragði Cheneys. Kappræðurnar í kvöld eru einu kappræður þeirra Cheney og Edwards og því verða jafnt innan- sem utanríkismál á dagskránni. Þó hallast stjórnmálaskýrendur flestir að því að fátt muni komast að annað en innrásin í Írak, enda þykjast bæði Cheney og Edwards geta fundið snögga bletti hvor á öðrum í þeirri umræðu. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Kappræður Dicks Cheneys og Johns Edwards í kvöld eru taldar skipta meira máli en kappræður varaforsetaefna geri alla jafna. Búist er við að metfjöldi áhorfenda fylgist með kappræðunum þar sem innrásin í Írak verður líklega efst á baugi. Skoðanakannanir benda til þess að John Kerry hafi haft mun betur en George Bush í kappræðum forsetaframbjóðendanna á fimmtudaginn. Í kvöld er röðin komin að varforsetaefnunum Dick Cheney og John Edwards að setjast á rökstóla. Frammistaða Kerrys á fimmtudaginn hefur hleypt spennu í kosningabaráttuna á nýjan leik og með tilliti til þess hve jafnt er komið á með þeim Bush og Kerry eru kappræðurnar í kvöld taldar skipta meira máli en oftast áður þegar varaforsetaefni hafa mæst. Þá vekur það einnig sérstakan áhuga fólks á kappræðunum í kvöld hve gríðarlega ólíkir þeir Edwards og Cheney eru. Edwards er 51 árs gamall, unglegur og frískur, ættaður frá Suðurríkjunum og er á sínu fyrsta kjörtímabili sem þingmaður. Cheney, sem er 63 ára og kemur frá vesturhluta Bandaríkjanna, þykir hins vegar þyngri á manninn og virðist eldri en árin 63 gefa til kynna, auk þess sem hann hefur meira en þrjátíu ára reynslu af pólitík. Repúblikanar vonast til þess að sú reynslu muni nýtast honum til þess að hafa betur gegn hinum óreynda Edwards í kvöld. Demókratar binda á hinn bóginn miklar vonir við að frískleg framganga síns manns og reynsla úr réttarsölum muni vinna með honum gegn hinu þunga yfirbragði Cheneys. Kappræðurnar í kvöld eru einu kappræður þeirra Cheney og Edwards og því verða jafnt innan- sem utanríkismál á dagskránni. Þó hallast stjórnmálaskýrendur flestir að því að fátt muni komast að annað en innrásin í Írak, enda þykjast bæði Cheney og Edwards geta fundið snögga bletti hvor á öðrum í þeirri umræðu.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira