Síðbúnar áhyggjur Morgunblaðsins Steingrímur J. Sigfússon skrifar 13. október 2005 14:44 Ræða forseta Alþingis - Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður Morgunblaðið er samt við sig í fyrri hálf-leiðara sínum sl. laugardag. Í anda níðþröngrar, gagnrýnislausrar fylgispektar við valdasetu Sjálfstæðisflokksins og allt sem af hálfu flokksins er sagt og gert er Halldór Blöndal ausinn lofi fyrir framgöngu sína við þingsetninguna á föstudaginn. Þeim sem ekki þekkja Morgunblaðið, og sérstaklega afturhvarf þess undanfarin misseri til áratuga gamalla flokks-, harðlínu-, og hlutdrægniviðhorfa, gæti orðið það á að halda að blaðið væri að gera grín að þingforseta, sbr. að oflof er háð. En aldeilis ekki. Framganga blaðsins nú er rökrétt framhald af afstöðu þess og skrifum sl. sumar. Við í stjórnarandstöðunni, okkar viðhorf, málflutningur og framganga er að engu hafandi. Nú heitir það að við séum lítilla sanda og lítill sé og hafi verið ("lítill var og er") metnaður okkar fyrir hönd þingsins. Verður ekki af orðalaginu ráðið hvort þetta gildi einkum um tímann að undanförnu eða eigi við alla framgöngu viðkomandi stjórnmálamanna á þeirra ferli. Aðferðafræði Morgunblaðsins er einföld. Sú málsvörn þingforseta að hann sé að standa á rétti Alþingis og verja það er tekin góð og gild. Allri gagnrýni á það hvaða stað og stund forseti velur sem og á efnislegt innihald ræðu hans er ýtt til hliðar, og það sem meira er. Morgunblaðið gefur sér þá forsendu að framgöngu Halldórs Blöndal helgi eingöngu óblendinn vilji til varðstöðu um Alþingi, stöðu þess og réttindi þingmanna. Blaðið hefur ekki svo mikið sem minnsta fyrirvara á gagnvart því að eitthvað fleira geti hér komið við sögu. Eru þá allir þeir á algerum villigötum sem velta því fyrir sér hvort hér kunni a.m.k. einnig að eiga sinn þátt hlutir eins og flokkspólitísk þjónkun, undirgefni við framkvæmdavaldið, persónuleg andúð á forseta lýðveldisins eða ósköp einfaldlega hefnigirni og heiftrækni í tapsárum manni? Morgunblaðið hefur áður ausið aldursforseta Engeyjarættarinnar á þingi lofi og talið innlegg hans í umræður um synjunarvald forseta og stjórnarskrána bera af öðru. Mín niðurstaða er sú hin gagnstæða að Halldór Blöndal hafi enn á ný afhjúpað yfirgripsmikla vanþekkingu sína á inntaki stjórnarskrárinnar og þeirri vel meðvituðu og þrautræddu niðurstöðu sem varð 1944 þegar gengið var frá 26. gr. eins og hún hefur staðið síðan. Hvorki Halldór Blöndal né Morgunblaðið virðast hafa kynnt sér ferilinn í aðdraganda setningar stjórnarskrárinnar, einkum á árunum 1942-1944, ekki hafa skoðað gögn um starf stjórnarskrárnefndanna, ekki hafa lesið umræður á Alþingi, ekki hafa rýnt í breytingatillögur og dregið ályktanir af afdrifum þeirra. Vekur furðu að aðilar sem svo illa virðast að sér skuli treysta sér til að tala jafn digurbarkalega og raun ber vitni. Vanþekkingu sína afhjúpar Halldór m.a. með samlíkingu synjunarvalds eða málskotsréttar þjóðkjörins forseta í lýðveldi og stöðu arfakónga á einveldistímum miðalda. Morgunblaðið talar fyrir sig með því að taka spekina upp í leiðara, innan gæsalappa, og leggja út af sem heilögum sannleik. Halda Blöndal og Mogginn kannski að stjórnarskrárgjafanum hafi alls ekki verið það ljóst 1944 að verið væri að stofna lýðveldi? Þingræðisást í nösumÞá um þingið og stöðu þess. Undirritaður er ekki klígjugjarn maður, en það skal viðurkennt að iðulega hefur sett að mér ógleði undanfarna mánuði þegar ráðherrar í ríkisstjórn, Morgunblaðið eða þess vegna Halldór Blöndal lýsa andvökum sínum og miklum áhyggjum yfir stöðu Alþingis. -Hvar voru Morgunblaðið og Halldór Blöndal þegar ríkisstjórn Davíðs Oddssonar ákvað að henda stjórnarandstöðunni út úr forustu þingnefnda og kæfa alla viðleitni í kjölfar stjórnarskrár- og þingskapalagabreytinga 1991 til að styrkja stöðu þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu? -Hvar voru þessir aðilar þegar Davíð Oddsson líkti Alþingi, með fyrirlitningu, við gagnfræðaskóla? -Hvar voru menn þegar tilkynnt var úti í bæ snemma árs 2003 hver yrði forseti Alþingis, sem þingið á að nafninu til að kjósa sjálft leynilegri kosningu, haustið 2005? -Hvar voru Morgunblaðið og þingforsetinn þegar Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson brutu lög og hundsuðu utanríkismálanefnd og Alþingi með því að lýsa stuðningi við Írakstríðið án lögboðins samráðs? -Hvar hafa menn verið þegar ítrekað hefur verið þrengt að rétti þingmanna til að krefja ráðuneyti og opinberar stofnanir um upplýsingar? Gekk þingforseti í lið með þingmönnum þegar forsætisráðuneytið neitaði að sundurliða kostnað vegna einkavæðingarnefndar? Nei, hann varði flokksformann sinn og leiðtoga. -Styrktu bréfaskriftir Halldórs Blöndal til Hæstaréttar ( og minnist nú enginn maður ógrátandi á meðferðina á honum, þ.e.a.s. Hæstarétti ) stöðu þingsins og voru þær til þess ætlaðar? Nei, ekki aldeilis. Það var bréfað í þeim tilgangi að greiða götu þess að framkvæmdavaldið gæti þröngvað í gegn um Alþingi brotum á stjórnarskránni sem síðar voru dæmd svo vera. Hvar var Morgunblaðið þá? -Er meðferð Framsóknarforustunnar á þingmanninum Kristni H. Gunnarssyni liður í því að standa vörð um sjálfstætt og sterkt Alþingi gagnvart framkvæmdavaldinu. Nei, öðru nær. Þingið og vinnan innan þess, sem og réttur þingmannsins og samviskuákvæði stjórnarskrárinnar, er einskis metið í samanburði við mikilvægi þess að þjóna foringjunum og valdasetu þeirra möglunarlaust. Hvernig stóð Morgunblaðið þá þingræðisvaktina? Jú, með hálf-leiðara Framsókn til stuðnings og þakklætis. Staða Alþingis veikÁ ráðstefnu í Háskóla Íslands sl. vetur var það gagnumgangandi viðhorf að staða Alþingis væri mjög veik gagnvart framkvæmdavaldinu og Ísland skæri sig úr í samanburði innan Norðurlanda í þeim efnum. Þróunin hér væri einnig frekar afturábak en áfram. Heildarmyndin er skýr. Yfirgangur framkvæmdavaldsins og frekja í samskiptum við Alþingi fer vaxandi í tíð núverandi valdhafa. Forseti Alþingis, Halldór Blöndal, hefur þegar í harðbakkann slær ætíð valið að þjóna því valdi, hlýða foringjum sínum, flokkurinn fyrst, þingið svo. Morgunblaðið leggst svo endilangt í öftustu vörn. Til að allrar sanngirni sé gætt þá skal tekið fram að Halldór Blöndal hefur sem forseti átt ágætan hlut í því að halda áfram umbótum á starfsaðstöðu og allri umgjörð þinghaldsins. Fylgir hann þar fram góðu fordæmi forseta á undan sér eins og Þorvalds Garðars Kristjánssonar, Guðrúnar Helgadóttur, Salóme Þorkelsdóttur og Ólafs G. Einarssonar. En jákvætt sem það er dregur það skammt. Þegar kemur að sjálfu inntaki samskipta framkvæmdavalds og löggjafarvalds er staðan dapurleg, frá sjónarhóli þingsins, og fer versnandi. Þeim sem á því bera ábyrgð, eða þá aðila hafa stutt, væri því rétt komið grútarbragð í munn þegar þeir tala hátíðlega um mikilvægi þess að standa vörð um þingið og þingræðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ræða forseta Alþingis - Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður Morgunblaðið er samt við sig í fyrri hálf-leiðara sínum sl. laugardag. Í anda níðþröngrar, gagnrýnislausrar fylgispektar við valdasetu Sjálfstæðisflokksins og allt sem af hálfu flokksins er sagt og gert er Halldór Blöndal ausinn lofi fyrir framgöngu sína við þingsetninguna á föstudaginn. Þeim sem ekki þekkja Morgunblaðið, og sérstaklega afturhvarf þess undanfarin misseri til áratuga gamalla flokks-, harðlínu-, og hlutdrægniviðhorfa, gæti orðið það á að halda að blaðið væri að gera grín að þingforseta, sbr. að oflof er háð. En aldeilis ekki. Framganga blaðsins nú er rökrétt framhald af afstöðu þess og skrifum sl. sumar. Við í stjórnarandstöðunni, okkar viðhorf, málflutningur og framganga er að engu hafandi. Nú heitir það að við séum lítilla sanda og lítill sé og hafi verið ("lítill var og er") metnaður okkar fyrir hönd þingsins. Verður ekki af orðalaginu ráðið hvort þetta gildi einkum um tímann að undanförnu eða eigi við alla framgöngu viðkomandi stjórnmálamanna á þeirra ferli. Aðferðafræði Morgunblaðsins er einföld. Sú málsvörn þingforseta að hann sé að standa á rétti Alþingis og verja það er tekin góð og gild. Allri gagnrýni á það hvaða stað og stund forseti velur sem og á efnislegt innihald ræðu hans er ýtt til hliðar, og það sem meira er. Morgunblaðið gefur sér þá forsendu að framgöngu Halldórs Blöndal helgi eingöngu óblendinn vilji til varðstöðu um Alþingi, stöðu þess og réttindi þingmanna. Blaðið hefur ekki svo mikið sem minnsta fyrirvara á gagnvart því að eitthvað fleira geti hér komið við sögu. Eru þá allir þeir á algerum villigötum sem velta því fyrir sér hvort hér kunni a.m.k. einnig að eiga sinn þátt hlutir eins og flokkspólitísk þjónkun, undirgefni við framkvæmdavaldið, persónuleg andúð á forseta lýðveldisins eða ósköp einfaldlega hefnigirni og heiftrækni í tapsárum manni? Morgunblaðið hefur áður ausið aldursforseta Engeyjarættarinnar á þingi lofi og talið innlegg hans í umræður um synjunarvald forseta og stjórnarskrána bera af öðru. Mín niðurstaða er sú hin gagnstæða að Halldór Blöndal hafi enn á ný afhjúpað yfirgripsmikla vanþekkingu sína á inntaki stjórnarskrárinnar og þeirri vel meðvituðu og þrautræddu niðurstöðu sem varð 1944 þegar gengið var frá 26. gr. eins og hún hefur staðið síðan. Hvorki Halldór Blöndal né Morgunblaðið virðast hafa kynnt sér ferilinn í aðdraganda setningar stjórnarskrárinnar, einkum á árunum 1942-1944, ekki hafa skoðað gögn um starf stjórnarskrárnefndanna, ekki hafa lesið umræður á Alþingi, ekki hafa rýnt í breytingatillögur og dregið ályktanir af afdrifum þeirra. Vekur furðu að aðilar sem svo illa virðast að sér skuli treysta sér til að tala jafn digurbarkalega og raun ber vitni. Vanþekkingu sína afhjúpar Halldór m.a. með samlíkingu synjunarvalds eða málskotsréttar þjóðkjörins forseta í lýðveldi og stöðu arfakónga á einveldistímum miðalda. Morgunblaðið talar fyrir sig með því að taka spekina upp í leiðara, innan gæsalappa, og leggja út af sem heilögum sannleik. Halda Blöndal og Mogginn kannski að stjórnarskrárgjafanum hafi alls ekki verið það ljóst 1944 að verið væri að stofna lýðveldi? Þingræðisást í nösumÞá um þingið og stöðu þess. Undirritaður er ekki klígjugjarn maður, en það skal viðurkennt að iðulega hefur sett að mér ógleði undanfarna mánuði þegar ráðherrar í ríkisstjórn, Morgunblaðið eða þess vegna Halldór Blöndal lýsa andvökum sínum og miklum áhyggjum yfir stöðu Alþingis. -Hvar voru Morgunblaðið og Halldór Blöndal þegar ríkisstjórn Davíðs Oddssonar ákvað að henda stjórnarandstöðunni út úr forustu þingnefnda og kæfa alla viðleitni í kjölfar stjórnarskrár- og þingskapalagabreytinga 1991 til að styrkja stöðu þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu? -Hvar voru þessir aðilar þegar Davíð Oddsson líkti Alþingi, með fyrirlitningu, við gagnfræðaskóla? -Hvar voru menn þegar tilkynnt var úti í bæ snemma árs 2003 hver yrði forseti Alþingis, sem þingið á að nafninu til að kjósa sjálft leynilegri kosningu, haustið 2005? -Hvar voru Morgunblaðið og þingforsetinn þegar Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson brutu lög og hundsuðu utanríkismálanefnd og Alþingi með því að lýsa stuðningi við Írakstríðið án lögboðins samráðs? -Hvar hafa menn verið þegar ítrekað hefur verið þrengt að rétti þingmanna til að krefja ráðuneyti og opinberar stofnanir um upplýsingar? Gekk þingforseti í lið með þingmönnum þegar forsætisráðuneytið neitaði að sundurliða kostnað vegna einkavæðingarnefndar? Nei, hann varði flokksformann sinn og leiðtoga. -Styrktu bréfaskriftir Halldórs Blöndal til Hæstaréttar ( og minnist nú enginn maður ógrátandi á meðferðina á honum, þ.e.a.s. Hæstarétti ) stöðu þingsins og voru þær til þess ætlaðar? Nei, ekki aldeilis. Það var bréfað í þeim tilgangi að greiða götu þess að framkvæmdavaldið gæti þröngvað í gegn um Alþingi brotum á stjórnarskránni sem síðar voru dæmd svo vera. Hvar var Morgunblaðið þá? -Er meðferð Framsóknarforustunnar á þingmanninum Kristni H. Gunnarssyni liður í því að standa vörð um sjálfstætt og sterkt Alþingi gagnvart framkvæmdavaldinu. Nei, öðru nær. Þingið og vinnan innan þess, sem og réttur þingmannsins og samviskuákvæði stjórnarskrárinnar, er einskis metið í samanburði við mikilvægi þess að þjóna foringjunum og valdasetu þeirra möglunarlaust. Hvernig stóð Morgunblaðið þá þingræðisvaktina? Jú, með hálf-leiðara Framsókn til stuðnings og þakklætis. Staða Alþingis veikÁ ráðstefnu í Háskóla Íslands sl. vetur var það gagnumgangandi viðhorf að staða Alþingis væri mjög veik gagnvart framkvæmdavaldinu og Ísland skæri sig úr í samanburði innan Norðurlanda í þeim efnum. Þróunin hér væri einnig frekar afturábak en áfram. Heildarmyndin er skýr. Yfirgangur framkvæmdavaldsins og frekja í samskiptum við Alþingi fer vaxandi í tíð núverandi valdhafa. Forseti Alþingis, Halldór Blöndal, hefur þegar í harðbakkann slær ætíð valið að þjóna því valdi, hlýða foringjum sínum, flokkurinn fyrst, þingið svo. Morgunblaðið leggst svo endilangt í öftustu vörn. Til að allrar sanngirni sé gætt þá skal tekið fram að Halldór Blöndal hefur sem forseti átt ágætan hlut í því að halda áfram umbótum á starfsaðstöðu og allri umgjörð þinghaldsins. Fylgir hann þar fram góðu fordæmi forseta á undan sér eins og Þorvalds Garðars Kristjánssonar, Guðrúnar Helgadóttur, Salóme Þorkelsdóttur og Ólafs G. Einarssonar. En jákvætt sem það er dregur það skammt. Þegar kemur að sjálfu inntaki samskipta framkvæmdavalds og löggjafarvalds er staðan dapurleg, frá sjónarhóli þingsins, og fer versnandi. Þeim sem á því bera ábyrgð, eða þá aðila hafa stutt, væri því rétt komið grútarbragð í munn þegar þeir tala hátíðlega um mikilvægi þess að standa vörð um þingið og þingræðið.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun