Ráðist gegn uppreisnarmönnum 1. október 2004 00:01 Fjölmennar og velvopnaðar bandarískar og íraskar hersveitir börðust við uppreisnarmenn í borginni Samarra og felldu að minnsta kosti hundrað uppreisnarmenn sagði Qasin Dowoud, öryggismálaráðherra í írösku bráðabirgðastjórninni. Að sögn Dowoud voru íraskar hersveitir og sveitir þjóðvarðliða sendar inn í miðborg Samarra ásamt 3.000 manna bandarísku herliði til að ná borginni allri á sitt vald, alls er þetta um 5.000 manna herlið. Fyrsta markmið herfararinnar var að setja upp vörð í kringum stjórnarbyggingar og lögreglustöðvar. Uppreisnarmenn, sem eru öflugir í borginni, svöruðu framsókn hermanna með því að skjóta að þeim úr léttum sprengjuvörpum og hríðskotarifflum. Að sögn íraskra og bandarískra yfirvalda fór lítið fyrir baráttu uppreisnarmanna eftir tólf tíma bardaga. Þá voru þeir sagðir hafa einangrast á ákveðnum svæðum í borginni. "Við vinnum að því að hreinsa borgina af hryðjuverkamönnum," sagði Dowoud sem lýsti Samarra sem útlagaborg sem hefði verið orðin stjórnlaus. Hann sagði 37 uppreisnarmenn hafa verið handtekna og að sumir þeirra hefðu áður barist fyrir stjórn Saddams Husseins. Læknir á sjúkrahúsinu í Samarra sagði að í það minnsta áttatíu lík og yfir hundrað særðir einstaklingar hefðu verið fluttir á sjúkrahúsið. Hann gat hins vegar ekki sagt til um hversu margir þeirra væru uppreisnarmenn. Al-Jazeera sjónvarpsstöðin útvarpaði í gær upptöku sem er sögð eftir Ayman al-Zawahri, helsta samstarfsmann Osama bin Ladens, eru íslömsk ungmenni hvött til að berjast gegn Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra. "Þið, æska Íslams, þetta eru skilaboð til ykkar. Ef við deyjum eða erum hnepptir í fangelsi skuluð þið feta í okkar fótspor. Ekki bregðast guði og spámanni hans, ekki bregðast traustinu sem ykkur hefur verið sýnt. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Fjölmennar og velvopnaðar bandarískar og íraskar hersveitir börðust við uppreisnarmenn í borginni Samarra og felldu að minnsta kosti hundrað uppreisnarmenn sagði Qasin Dowoud, öryggismálaráðherra í írösku bráðabirgðastjórninni. Að sögn Dowoud voru íraskar hersveitir og sveitir þjóðvarðliða sendar inn í miðborg Samarra ásamt 3.000 manna bandarísku herliði til að ná borginni allri á sitt vald, alls er þetta um 5.000 manna herlið. Fyrsta markmið herfararinnar var að setja upp vörð í kringum stjórnarbyggingar og lögreglustöðvar. Uppreisnarmenn, sem eru öflugir í borginni, svöruðu framsókn hermanna með því að skjóta að þeim úr léttum sprengjuvörpum og hríðskotarifflum. Að sögn íraskra og bandarískra yfirvalda fór lítið fyrir baráttu uppreisnarmanna eftir tólf tíma bardaga. Þá voru þeir sagðir hafa einangrast á ákveðnum svæðum í borginni. "Við vinnum að því að hreinsa borgina af hryðjuverkamönnum," sagði Dowoud sem lýsti Samarra sem útlagaborg sem hefði verið orðin stjórnlaus. Hann sagði 37 uppreisnarmenn hafa verið handtekna og að sumir þeirra hefðu áður barist fyrir stjórn Saddams Husseins. Læknir á sjúkrahúsinu í Samarra sagði að í það minnsta áttatíu lík og yfir hundrað særðir einstaklingar hefðu verið fluttir á sjúkrahúsið. Hann gat hins vegar ekki sagt til um hversu margir þeirra væru uppreisnarmenn. Al-Jazeera sjónvarpsstöðin útvarpaði í gær upptöku sem er sögð eftir Ayman al-Zawahri, helsta samstarfsmann Osama bin Ladens, eru íslömsk ungmenni hvött til að berjast gegn Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra. "Þið, æska Íslams, þetta eru skilaboð til ykkar. Ef við deyjum eða erum hnepptir í fangelsi skuluð þið feta í okkar fótspor. Ekki bregðast guði og spámanni hans, ekki bregðast traustinu sem ykkur hefur verið sýnt.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira