Jón Steinar ekki hæfastur 30. september 2004 00:01 Ráðherra skipaði ekki hæfasta umsækjandann í embætti hæstaréttardómara, að sögn Stefáns Más Stefánssonar, annars þeirra sem dómurinn taldi hæfastan. Þá undirbýr lögmaður Hjördísar Hákonardóttur mál á hendur dómsmálaráðuneytinu á þeim forsendum að ráðherra hafi brotið jafnréttislög og góða stjórnsýsluhætti við skipun Jóns Steinars Gunnlaugssonar í embættið. Að mati átta af níu dómurum Hæstaréttar þóttu lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson hæfastir umsækjenda í ítarlegri og vandaðri álitsgerð að mati Stefáns Más. Hann segir að samkvæmt meginreglu stjórnsýsluréttar ber að ráða hæfasta manninn og þessu mati Hæstaréttar hafi ekki verið hnekkt. Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra, hefur sagt að Hæstiréttur hafi gengið fulllangt í hæfnismati og eigi aðeins að meta hæfi umsækjenda. Stefán segir það gott og blessað sjónarmið en vandinn sé sá að lögin eru svona í dag. Stefán vísar þar í lög um dómstóla sem kveða á um að áður en skipað verður í dómaraembætti skuli dómsmálaráðherra leita umsagnar Hæstaréttar um hæfi og hæfni umsækjenda til að gegna því. Atli Gíslason, lögmaður Hjördísar Hákonardóttur sem dómurinn taldi standa næst þeim Eiríki og Stefáni Má að hæfni, segir ráðherra hvort tveggja hafa brotið gegn lögum um jafnrétti og góðum stjórnsýsluháttum með skipan Jóns Steinars. Hann undirbýr nú dómsmál fyrir hönd Hjördísar en frá því snemma í vor hafa staðið yfir samningaviðræður milli hennar og ráðuneytisins, eða frá því kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefði brotið gegn jafnréttislögum þegar gengið var framhjá Hjördísi við skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar. Lögmaður Hjördísar segir skipan Jóns Steinars styrkja málstað Hjördísar enn frekar enda hafi dómurinn talið Hjördísi hæfari umsækjenda. Hann segist ekki geta dregið aðrar ályktanir af umsögninni og áliti kærunefndar í vor en að það sé verið að brjóta viljandi gegn Hjördísi. „Það er óásættanlegt,“ segir Atli Gíslason, lögmaður Hjördísar. Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Ráðherra skipaði ekki hæfasta umsækjandann í embætti hæstaréttardómara, að sögn Stefáns Más Stefánssonar, annars þeirra sem dómurinn taldi hæfastan. Þá undirbýr lögmaður Hjördísar Hákonardóttur mál á hendur dómsmálaráðuneytinu á þeim forsendum að ráðherra hafi brotið jafnréttislög og góða stjórnsýsluhætti við skipun Jóns Steinars Gunnlaugssonar í embættið. Að mati átta af níu dómurum Hæstaréttar þóttu lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson hæfastir umsækjenda í ítarlegri og vandaðri álitsgerð að mati Stefáns Más. Hann segir að samkvæmt meginreglu stjórnsýsluréttar ber að ráða hæfasta manninn og þessu mati Hæstaréttar hafi ekki verið hnekkt. Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra, hefur sagt að Hæstiréttur hafi gengið fulllangt í hæfnismati og eigi aðeins að meta hæfi umsækjenda. Stefán segir það gott og blessað sjónarmið en vandinn sé sá að lögin eru svona í dag. Stefán vísar þar í lög um dómstóla sem kveða á um að áður en skipað verður í dómaraembætti skuli dómsmálaráðherra leita umsagnar Hæstaréttar um hæfi og hæfni umsækjenda til að gegna því. Atli Gíslason, lögmaður Hjördísar Hákonardóttur sem dómurinn taldi standa næst þeim Eiríki og Stefáni Má að hæfni, segir ráðherra hvort tveggja hafa brotið gegn lögum um jafnrétti og góðum stjórnsýsluháttum með skipan Jóns Steinars. Hann undirbýr nú dómsmál fyrir hönd Hjördísar en frá því snemma í vor hafa staðið yfir samningaviðræður milli hennar og ráðuneytisins, eða frá því kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefði brotið gegn jafnréttislögum þegar gengið var framhjá Hjördísi við skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar. Lögmaður Hjördísar segir skipan Jóns Steinars styrkja málstað Hjördísar enn frekar enda hafi dómurinn talið Hjördísi hæfari umsækjenda. Hann segist ekki geta dregið aðrar ályktanir af umsögninni og áliti kærunefndar í vor en að það sé verið að brjóta viljandi gegn Hjördísi. „Það er óásættanlegt,“ segir Atli Gíslason, lögmaður Hjördísar.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira