Höfuðpaurar 100 manna hóps 29. september 2004 00:01 Tólf menn, sem grunaðir eru um stórfellda ólöglega dreifingu á kvikmyndum, tónlist og tölvuforritum á Netinu, voru handteknir í gær eftir umfangsmikla húsleit Ríkislögreglustjóra og lögreglu víða um land. Krafist hefur verið gæsluvarðhalds yfir einum þeirra. Hald var lagt á búnað í fórum mannanna en talið er að þeir séu höfuðpaurar í hundrað manna lokuðum hópi. Samtök höfundarréttarhafa í tónlistar, kvikmynda-, sjónvarps- og tölvuforritunariðnaði lögðu fram kæru í febrúar síðastliðnum vegna gruns um að fjöldi einstaklinga bryti gegn höfundarréttarlögum með ólöglegri birtingu og dreifingu efnis og hefur efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra unnið að rannsókn málsins. Við húsleit í Reykjavík, á Ísafirði, Selfossi, Garðabæ, Hveragerði, Hafnarfirði og Keflavík lagði lögreglan hald á gríðarlegt magn af efni, eða um 100 þúsund gígabæt, en ein kvikmynd er um eitt og hálft gígabæt. Tólf menn voru handteknir og yfirheyrðir en á fjórða tug lögreglumanna tók þátt í aðgerðunum. Vísbendingar eru um að mennirnir séu stjórnendur í um hundrað manna hópi sem skipst hefur á efni á Netinu en hópurinn notast við svokallað skráa-skipta-forrit sem gerir honum kleift að deila sín á milli, og opna sameiginlegan aðgang, að efni sem vistað er á tölvum hvers og eins. Sakborningarnir héldu úti lokuðu kerfi á Netinu þar sem þeir deildu þúsundum kvikmynda, sjónvarpsþátta og diska og er líklegt að um hundrað manns hafi deilt um 100 þúsund gígabæta efni. Helgi Magnús Gunnarsson hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra telur að þetta sé einungis lítið brot af því sem kann að vera í ólöglegri dreifingu á Netinu. Ákæra verður væntanlega gefin út í málinu en allt að tveggja ára fangelsi liggur við brotum af þessu tagi. Hallgrímur Kristinsson hjá Samtökum myndréttarhafa á Íslandi segi að það versta við þetta sé líklega að á meðan þetta sé látið óáreitt, þá haldi fólk kannski að þetta sé löglegt. Það sé það hins vegar alls ekki. Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Tólf menn, sem grunaðir eru um stórfellda ólöglega dreifingu á kvikmyndum, tónlist og tölvuforritum á Netinu, voru handteknir í gær eftir umfangsmikla húsleit Ríkislögreglustjóra og lögreglu víða um land. Krafist hefur verið gæsluvarðhalds yfir einum þeirra. Hald var lagt á búnað í fórum mannanna en talið er að þeir séu höfuðpaurar í hundrað manna lokuðum hópi. Samtök höfundarréttarhafa í tónlistar, kvikmynda-, sjónvarps- og tölvuforritunariðnaði lögðu fram kæru í febrúar síðastliðnum vegna gruns um að fjöldi einstaklinga bryti gegn höfundarréttarlögum með ólöglegri birtingu og dreifingu efnis og hefur efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra unnið að rannsókn málsins. Við húsleit í Reykjavík, á Ísafirði, Selfossi, Garðabæ, Hveragerði, Hafnarfirði og Keflavík lagði lögreglan hald á gríðarlegt magn af efni, eða um 100 þúsund gígabæt, en ein kvikmynd er um eitt og hálft gígabæt. Tólf menn voru handteknir og yfirheyrðir en á fjórða tug lögreglumanna tók þátt í aðgerðunum. Vísbendingar eru um að mennirnir séu stjórnendur í um hundrað manna hópi sem skipst hefur á efni á Netinu en hópurinn notast við svokallað skráa-skipta-forrit sem gerir honum kleift að deila sín á milli, og opna sameiginlegan aðgang, að efni sem vistað er á tölvum hvers og eins. Sakborningarnir héldu úti lokuðu kerfi á Netinu þar sem þeir deildu þúsundum kvikmynda, sjónvarpsþátta og diska og er líklegt að um hundrað manns hafi deilt um 100 þúsund gígabæta efni. Helgi Magnús Gunnarsson hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra telur að þetta sé einungis lítið brot af því sem kann að vera í ólöglegri dreifingu á Netinu. Ákæra verður væntanlega gefin út í málinu en allt að tveggja ára fangelsi liggur við brotum af þessu tagi. Hallgrímur Kristinsson hjá Samtökum myndréttarhafa á Íslandi segi að það versta við þetta sé líklega að á meðan þetta sé látið óáreitt, þá haldi fólk kannski að þetta sé löglegt. Það sé það hins vegar alls ekki.
Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira